Innlent

Tæplega 50 ökumenn óku of hratt nálægt leikskóla

Hraðamælingar. Myndin er úr safni.
Hraðamælingar. Myndin er úr safni.
Brot 49 ökumanna voru mynduð á Nauthólsvegi í Reykjavík á föstudaginn. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Nauthólsveg í norðurátt, við leikskólann Öskju. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 296 ökutæki þessa akstursleið og því ók hátt í fimmtungur ökumanna, eða 17 prósent, of hratt eða yfir afskiptahraða.

Meðalhraði hinna brotlegu var 65 kílómetra hraði á klukkustund en þarna er 50 kílómetra hámarkshraði. Fimm óku á 70 kílómetra hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 86.

Vöktun lögreglunnar á Nauthólsvegi er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu, en ábendingar höfðu borist um hraðakstur á þessum stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×