Innlent

Útigangsmaður laus úr haldi

Útigangsmaður á sextugsaldri var í gær leystur úr gæsluvarðhaldi sem hann hafði setið í á Selfossi grunaður um nokkrar íkveikjur undanfarna mánuði.

Lögreglumenn sáu til mannsins í síðustu viku stappa á logandi pappír við lögreglustöðina í bænum. Það mun hafa gerst einu sinni áður. Þá er hann grunaður um að hafa kveikt í blómaskreytingu á Kaffi Krús og valdið talsverðum eldsvoða við nytjamarkað í bænum í ágúst.

Maðurinn hefur oft komið við sögu lögreglu en einungis vegna smávægilegri mála. Maðurinn kærði varðhaldsúrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar, sem hnekkti honum.- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×