Innlent

Ætlar að passa barnabarnið og sjá Djúpið

Sigrún Stefánsdóttir er á krossgötum.
Sigrún Stefánsdóttir er á krossgötum.
„Ég er að fara að passa barnabarnið mitt á morgun," svarar Sigrún Stefánsdóttir, sem sagði upp störfum sem dagskrástjóri hjá RÚV í dag og hætti samstundis, þegar hún er spurð hvað taki nú við. Hún bætir við að hún ætli sér að fara í bíó. „Ég er að fara á Djúpið, en ég hef ekki haft tíma til þess að sjá hana," bætir hún við.

Sigrún hefur unnið með hléum hjá RÚV frá árinu 1975. Hún hóf störf síðast árið 2005 og verið sleitulaust hjá ríkisfyrirtækinu í sjö ár. Útvarpsstjórinn sjálfur, Páll Magnússon, kynnti starfsmönnum RÚV í dag að Sigrún væri hætt og léti af störfum samstundis.

Aðspurð hversvegna hún sagði upp störfum, svarar Sigrún einfaldlega: „Nó komment."

Spurð hvort þarna sé um einhver átök að ræða svarar Sigrún aftur: „Nó komment."

Sigrún var engu að síður jákvæð. Hún sagði manninn sinn hafa gefið sér rauðar rósir í tilefni starfslokanna. Og nú taki langþráð bíóferð við. Spurð hvað hún ætli að taka sér annað fyrir hendur svarar hún: „Heimurinn er stærri en RÚV."


Tengdar fréttir

Sigrún Stefánsdóttir hætt á RÚV

Sigrún Stefánsdóttir hefur sagt upp starfi sínu sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins frá og með deginum í dag. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að mikill missir sé af Sigrúnu enda hafi hún staðið sig vel í starfi sínu síðustu tvö ár. Staðan verður auglýst síðar í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×