Samningsdrög vegna Grímsstaða komin í hendur ótengdra aðila Erla Hlynsdóttir skrifar 8. október 2012 19:33 Drögum að samningi við Huang Nubo vegna Grímsstaða á Fjöllum var lekið til ótengdra aðila. Talsmaður Nubo segir þennan trúnaðarbrest alvarlegt mál. Framkvæmdastjóri Zhongkun á Íslandi, fyrirtækis Huang Nubo, hélt í dag fyrirlestur undir yfirskriftinni „Tilraun kínversks einkafyrirtækis til að fjárfesta á Íslandi." Opnað var fyrir fyrirspurnir úr sal og kom þá í ljós að þar voru áheyrendur með drög að samningi vegna Grímsstaða undir höndum. „Ég átti nú ekki von á því að honum hefði verið lekið vegna þess að mér vitanlega hefur ríkisstjórnin ekki einu sinni fengið formlegt eintak af honum, þannig að ég veit ekki hvernig á því stendur. En það er mjög alvarlegt mál ef það er ekki hægt að halda trúnað í þessu máli, því þetta er auðvitað samningur einkafyrritækis við opinbera aðila í þessu tilfelli. Samningurinn er ekki undirritaður og það er enná verið að snurfusa hann til þannig að það er óeðlilegt að aðili úti í bæ sem málinu tengist ekki með neinum hætti skuli vera með eintak," segir Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Zhongkun á Íslandi.En hvaðan getur honum hafa verið lekið? „Ég get ekki tjáð mig um það. Mér er það ókunnugt. Þetta hefur eingöngu verið í höndum sveitarstjórnarmanna og þeirra næstu samstarfsmanna sem að þessu hafa komið," segir Halldór. Lekinn kemur sveitarstjóra Norðurþings einnig í opna skjöldu. „Já, þetta kemur mér nokkuð á óvart. Að vísu er ekki um nein leyndarmál að ræða. Engu að síður eru samningarnir ekki fullgerðir og við vorum búnir að ákveða að gera þá opinbera um leið og þeir yrðu fullgerðir," segir Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri í Norðurþingi.Huang Nubo.Mynd/AFPHverjir eru það sem hafa aðgang að þessu drögum? „Það er stjórn GáF sem fer með þessi mál, fyrir tveimur vikum afhenti ég samninganasíðan þeirri ráðherranefnd sem fer með þetta mál," segir Bergur. Þá segir hann þau hafa komið til umfjöllunar hjá sveitastjórnum þannig að það sé nokkur fjöldi aðila sem hefur fengið þau til skoðunar. „Mér þykir þetta bara miður," segir hann. Það eru þau Lára Hanna Einarsdóttir, Jón Þórisson og Guðmundur Vilhjálmsson sem hafa drögin undir höndum. Nú síðdegis áttu þau fund með fulltrúum ráðherranefndarinnar, sem þau óskuðu eftir til að kynna henni gögn sem þau hafa aflað sér um fyrirhugaðar fjárfestingar Nubo. Fundurinn var án niðurstöðu. Þá kom Halldór Jóhannsson einnig fyrir nefndina. Fréttastofa hefur ekki fengið afrit af drögunum. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Drögum að samningi við Huang Nubo vegna Grímsstaða á Fjöllum var lekið til ótengdra aðila. Talsmaður Nubo segir þennan trúnaðarbrest alvarlegt mál. Framkvæmdastjóri Zhongkun á Íslandi, fyrirtækis Huang Nubo, hélt í dag fyrirlestur undir yfirskriftinni „Tilraun kínversks einkafyrirtækis til að fjárfesta á Íslandi." Opnað var fyrir fyrirspurnir úr sal og kom þá í ljós að þar voru áheyrendur með drög að samningi vegna Grímsstaða undir höndum. „Ég átti nú ekki von á því að honum hefði verið lekið vegna þess að mér vitanlega hefur ríkisstjórnin ekki einu sinni fengið formlegt eintak af honum, þannig að ég veit ekki hvernig á því stendur. En það er mjög alvarlegt mál ef það er ekki hægt að halda trúnað í þessu máli, því þetta er auðvitað samningur einkafyrritækis við opinbera aðila í þessu tilfelli. Samningurinn er ekki undirritaður og það er enná verið að snurfusa hann til þannig að það er óeðlilegt að aðili úti í bæ sem málinu tengist ekki með neinum hætti skuli vera með eintak," segir Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Zhongkun á Íslandi.En hvaðan getur honum hafa verið lekið? „Ég get ekki tjáð mig um það. Mér er það ókunnugt. Þetta hefur eingöngu verið í höndum sveitarstjórnarmanna og þeirra næstu samstarfsmanna sem að þessu hafa komið," segir Halldór. Lekinn kemur sveitarstjóra Norðurþings einnig í opna skjöldu. „Já, þetta kemur mér nokkuð á óvart. Að vísu er ekki um nein leyndarmál að ræða. Engu að síður eru samningarnir ekki fullgerðir og við vorum búnir að ákveða að gera þá opinbera um leið og þeir yrðu fullgerðir," segir Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri í Norðurþingi.Huang Nubo.Mynd/AFPHverjir eru það sem hafa aðgang að þessu drögum? „Það er stjórn GáF sem fer með þessi mál, fyrir tveimur vikum afhenti ég samninganasíðan þeirri ráðherranefnd sem fer með þetta mál," segir Bergur. Þá segir hann þau hafa komið til umfjöllunar hjá sveitastjórnum þannig að það sé nokkur fjöldi aðila sem hefur fengið þau til skoðunar. „Mér þykir þetta bara miður," segir hann. Það eru þau Lára Hanna Einarsdóttir, Jón Þórisson og Guðmundur Vilhjálmsson sem hafa drögin undir höndum. Nú síðdegis áttu þau fund með fulltrúum ráðherranefndarinnar, sem þau óskuðu eftir til að kynna henni gögn sem þau hafa aflað sér um fyrirhugaðar fjárfestingar Nubo. Fundurinn var án niðurstöðu. Þá kom Halldór Jóhannsson einnig fyrir nefndina. Fréttastofa hefur ekki fengið afrit af drögunum.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira