Erlent

Sykursjúkir látast oftar úr krabbameini en aðrir

Nýjar rannsóknir sýna að þeir sem þjást af sykursýki eru í mun meiri hættu en aðrir að látast úr krabbameini.

Þetta kom fram á alþjóðlegri ráðstefnu um sykursýki sem haldin var í Berlín í síðustu viku. Rannsóknir sýna að um 60% meiri líkur eru á að sykursjúkir látist af spjaldkirtilskrabbamein en aðrir og nærri 50% meiri líkur eru á að þeir látist úr brjóstkrabbameini.

Fram kemur að auknar líkur á andlátum vegna krabbameins hjá sykursjúkum megi að hluta til rekja til þess að einkenni um krabbamein á byrjunarstigi eru oft talin vera einkenni sykursýkinnar hjá þessum sjúklingum og því er ekki brugðist við krabbameininu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×