Innlent

Miðborg Reykjavíkur hluti af menningararfleið mannkynsins

BBI skrifar
Miðbær Reykjavíkur.
Miðbær Reykjavíkur. Mynd/Vilhelm
Lagt er til að Reykjavík verði sett á heimsminjaskrá Sameinuðu Þjóðanna í spænsku tímariti sem fjallar um arkitektúr.

Nýjasta tölublað Márgenes Arqitectura er helgað höfuðborgum Norðurlanda og fjallar leiðari þess eingöngu um Reykjavík. Þar kemur fram að miðborgin sé einstök perla í húsgerðarlist. „Það sem virkar í Reykjavík eru sérkennin í allri borgargerðinni. Reykjavík 101 er t.d sögulegt hverfi um leið og það er nútímalegt og gegnir því sama hlutverki í borginni og fornir miðbæir sem varðveittir hafa verið í Evrópu," segir í leiðaranum.

Í lok leiðarans kemur fram að ekki sé úr vegi að hugsa sér 101 Reykjavík sem hluta af menningararfleið mannkynsins.

Frá þessu er sagt á heimasíðu Reykjavíkurborgar en hér má lesa leiðarann í heild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×