Fleiri fréttir Brú Ólafs Elíassonar orðin að dómsmáli í Kaupmannahöfn Bygging reiðhjólabrúar í Kaupmannahöfn sem hönnuð var af Ólafi Elíassyni er orðin að máli fyrir héraðsdómi í borginni. 22.10.2012 06:58 Stór hrefna reyndist hvalreki fyrir einhverja Stóra hrefnu rak nýverið á fjöru við bæinn Berg við Grundarfjörð, sem vart er í frásögu færandi, nema fyrir það að þetta hefur reynst einhverjum raunverulegur hvalreki. 22.10.2012 06:55 Íbúafundur hafnar háspennuloftlínu fyrir norðan Fundur íbúa á áhrifasvæði háspennuloftlínu, sem Landsnet fyrirhugar að leggja á milli Blöndu og Akureyrar, og haldinn var um helgina, hafnar hugmyndinni. 22.10.2012 06:51 Kínverjar stöðva nektardans við jarðarfarir Stjórnvöld í héraðinu Jiangsu í Kína hafa stöðvað allan nektardans við jarðarfarir í Donghai sýslu. 22.10.2012 06:49 Smygluðu 9 tonnum af hassi með flutningabílum Flutningafyrirtæki á Jótlandi telur sig illa brennt eftir að í ljós er komið að stórtækir hasssmyglarar notuðu flutningabíla þess til að smygla yfir níu tonnum af hassi frá Spáni til Danmerkur. 22.10.2012 06:44 Þyrla flutti slasaðan fjallgöngumann á slysadeild Fjallgöngumaður slasaðist þegar hann hrapaði í klettabelti í Botnsúlum inn af Hvalfirði í gærkvöldi og rann drjúgan spöl niður hlíðina. 22.10.2012 06:37 Skotmaðurinn í Milwaukee framdi sjálfsmorð Fjórir féllu og fjórir særðust í skotárás í baðhúsi og hárgreiðslustofu í úthverfi Milwaukee-borgar í Bandaríkjunum í gær. Einn þeirra sem féllu er skotárárarmaðurinn en hann fannst í gærkvöldi inni á baðhúsinu og hafði greinilega framið sjálfsmorð eftir áráina. 22.10.2012 06:35 Fylgið jafnt fyrir síðustu kappræðurnar Ný skoðanakönnum hjá NBC sjónvarpsstöðinni og Wall Street Journal sýnir að fylgi þeirra Baracks Obama og Mitt Romney mælist nú jafnt meðal líklegra kjósenda í Bandaríkjunum og fá þeir 47% atkvæða hvor. 22.10.2012 06:32 Eftirskjálfti upp á 4,1 stig fyrir norðan í morgun Eftirskjálfti upp á 4,1 stig mældist á skjálftasvæðinu út af Norðurlandi á sjötta tímanum í morgun, þar sem snörp hrina hófst í fyrrinótt. 22.10.2012 06:27 Ljúka fyrstu umræðu um nýja stjórnarskrá fyrir jól Lögfræðinganefnd skilar af sér skýrslu um stjórnarskrárdrög innan tveggja vikna. Frumvarp til nýrrar stjórnarskrár lagt fram í kjölfarið. Stjórn og stjórnarandstaða búast við að fyrstu umræðu ljúki fyrir jól. 22.10.2012 06:00 Tveir þriðju sögðu já 22.10.2012 06:00 30 gera athugasemdir við breytingar á Hjartagarði Alls bárust borginni 32 athugasemdir um skipulag á Hljómalindarreitnum í miðborg Reykjavíkur. Þrjátíu þeirra fjalla að einhverju eða öllu leyti um Hjartagarðinn, þar sem breytingar á honum eru gagnrýndar. 22.10.2012 00:00 Hjólreiðamaðurinn var skotinn fyrst Vitnisburður Zainab al-Hilli, sjö ára stúlku sem lifði af skotárás í Frakklandi, hefur breytt þeirri mynd sem franska lögreglan hafði gert sér af atburðarásinni. Svo virðist sem hjólreiðamaður, sem fannst látinn skammt frá bifreið fjölskyldu stúlkunnar, hafi fyrst verið skotinn. 22.10.2012 00:00 Í eina sæng eftir næstu áramót Sveitarfélögin Álftanes og Garðabær munu sameinast, undir merkjum hins síðarnefnda, í upphafi næsta árs. Sameining var samþykkt í báðum sveitarfélögum um helgina. 22.10.2012 00:00 Djúpar boranir ollu jarðskjálfta á Spáni Níu manns létu lífið og nærri 300 hlutu meiðsli þegar jarðskjálfti, sem mældist 5,1 stig, reið yfir bæinn Lorca á Spáni þann 11. maí árið 2011. 22.10.2012 00:00 Lítt hjálpleg úrslit Andstæðingar spænsku ríkisstjórnarinnar unnu sigur í héraðsstjórnarkosningum í Baskalandi í gær, samkvæmt útgönguspám, en stjórnarflokkurinn vann aftur á móti sigur í Galisíu. 22.10.2012 00:00 Ósáttir við stjórnina Hundruð manna hafa undanfarna daga barist við hersveitir, hliðholla Líbíustjórn, í bænum Bani Walid, sem er um 140 kílómetra suðaustur af höfuðborginni Trípolí. Þar í bæ voru stuðningsmenn Múammars Gaddafí öflugir og enn eru margir ósáttir við þau stjórnvöld sem tóku við eftir að Gaddafí hafði verið steypt af stóli. Í höfuðborginni Trípolí komu síðan um tvö hundruð manns saman fyrir utan þinghúsið og hvöttu til þess að þessum átökum linnti, enda kosti þau aðallega saklausa borgara lífið. 22.10.2012 00:00 "Það er kannski verið að eyðileggja líf þessa unga manns“ Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari segir að dómstólar hafi í seinni tíð gert of vægar sönnunarkröfur í kynferðisbrotamálum. Mun vægari kröfur en í öðrum tegundum sakamála. Hann segir að allt bendi til þess að ungur maður hafi fyrr á þessu ári verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot sem hann framdi ekki. 21.10.2012 18:30 Telur brýnt að stofna millidómstig Álagið á Hæstarétti er allt of mikið og afar brýnt að stofnað verði millidómstig, til dæmis í sakamálum. Þetta segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Hann telur rétt að fækka dómurum við Hæstarétt og til kasta réttarins komi aðeins stærri mál, líkt og þekkist erlendis. 21.10.2012 16:24 Skýr krafa um breytingu á stjórnarskránni Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að almenningur hafi í gær sett fram skýra kröfu á þingmenn að þeir ljúki nú við frumvarp að nýrri stjórnarskrá svo hægt verði að kjósa um það í vor. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að framhaldið sé enn óljóst. 21.10.2012 20:30 Óhugur í Siglfirðingum eftir skjálftana Óhugur er í Siglfirðingum eftir öfluga skjálftahrinu frá því í gærkvöldi. Þar hrundi úr hillum í nótt og rúður sprungur þegar skjálfti upp á 5,6 stig reið yfir, sem er sá stærsti sem komið hefur norðanlands frá Kópaskersskjálftanum árið 1976. Jarðskjálftafræðingur segir að menn þurfi að búa sig undir stærri skjálfta nær Skjálfandaflóa. 21.10.2012 20:21 Lögreglan kölluð til vegna brimbrettakonu Það vakti mikla athygli í Íran þegar brimbrettakonan Easkey Britton vippaði sér út í sjóinn og greip nokkrar öldur úti fyrir ströndum landsins á dögunum. Íranir eru ekki vanir því að konur leiki sér á brimbrettum og því kom ekki á óvart þegar einhver hringdi á lögregluna sem mætti í öllu sínu veldi vegna uppátækisins. 21.10.2012 19:55 Björgunarsveitir sækja slasaðan göngugarp Björgunarsveitir voru ræstar nú fyrir stundu eftir að spurðist af slösuðum manni í Botnssúlum innaf Hvalfirði. 21.10.2012 19:33 Nöfn mannanna sem létust í flugslysinu Mennirnir sem létust í flugslysinu á Njarðvíkurheiði þegar fisflugvél brotlenti rétt sunnan við Seltjörn í gær hétu Hans Óli Hansson og Ólafur Felix Haraldsson. 21.10.2012 18:46 Alþingi á ekki að breyta tillögum stjórnlagaráðs Þorvaldur Gylfason, meðlimur stjórnlagaráðs, segir að Alþingi eigi að afgreiða tillögur stjórnlagaráðs að mestu leyti óbreyttar. Hann er mjög ánægður með kjörsókn gærdagsins. 21.10.2012 18:00 Sá stærsti var 5,6 stig Stærstu skjálftarnir í nótt voru 5,6 að stærð og 4,8 að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 21.10.2012 16:57 Engar tilkynningar borist um tjón Enn hafa engar tilkynningar borist um tjón vegna jarðskjálftanna á Norðurlandi. Eigendur vátryggðra verðmæta sem kunna að hafa orðið fyrir tjóni vegna jarðskjálftanna eru hvattir til að tilkynna um tjón sitt sem allra fyrst. 21.10.2012 16:32 Ungar stúlkur ná kynþroskaaldri sífellt fyrr Ungar stúlkur verða kynþroska sífellt fyrr á ævinni með hverjum áratug sem líður. Sérfræðingar eiga í erfiðleikum með að skýra þessa þróun. 21.10.2012 16:12 Amerískur frumbyggi gerður að dýrlingi Benedikt páfi XVI gerði sjö manneskjur að kaþólskum dýrlingum í dag. Þeirra á meðal er frumbyggi frá Ameríku sem vakti athygli trúboða á sínum tíma. 21.10.2012 15:49 Annar mannanna var reyndur flugmaður Annar flugmannanna sem lést við brotlendingu fisflugvélar á Njarðvíkurheiði í gær var reyndur flugmaður. Rannsóknarnefnd flugslysa og rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum voru á vettvangi í sex klukkustundir í gær en eru engu nær um orsakir slyssins. 21.10.2012 14:52 Lögregluna grunar hverjir ollu eldsvoðanum Lögreglan á Suðurnesjum hefur ákveðnar grunsemdir um hverjir voru að verki í nótt þegar kviknaði í átta bílum við iðnaðarhúsnæði í Reykjanesbæ. Málið er enn til rannsóknar. 21.10.2012 14:36 Raunhæft að fullvinna stjórnarskrárfrumvarp í vetur Formaður Stjórnskipurnar- og eftirlitsnefndar Alþingis telur að hægt verði að klára fyrstu umræðu um frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir jól. Formaðurinn er bjartsýn á að hægt verði að ljúka málinu fyrir Alþingiskosningarnar í vor. 21.10.2012 14:11 Rúmið titraði stanslaust Margir Siglfirðingar voru óttaslegnir í nótt þegar jarðskjálftarnir gengu yfir. Þar á meðal Birna Kristín Eiríksdóttir. 21.10.2012 13:59 Jóhanna er stolt af þjóðinni Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur að þingmenn verði mjög bundnir af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs sökum þess hve afgerandi niðurstaðan var. 21.10.2012 13:26 Meirihluti sagði já við öllu Meirihluti kjósenda virðist hafa sagt já við öllum spurningum á kjörseðlinum í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs í gær. 21.10.2012 13:09 Öflugasta skjálftahrina í tvo áratugi Jarðskjálftahrinan sem hefur gengið yfir Norðurland síðasta hálfa sólarhringinn er sú öflugasta sem hefur orðið á svæðinu í um tvo áratugi. Jarðskjálftafræðingur segir mikilvægt að fylgjast með framvindu mála þar sem jarðhræringarnar geti haft áhrif á skjálftavirkni annarra svæða. 21.10.2012 12:41 Geir leitar til Mannréttindadómstólsins Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefur kært málsmeðferð í Landsdómsmálinu til Mannréttindómstóls Evrópu. Hann telur að íslenska ríkið hafi í málinu brotið gegn ákvæðum í Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi. 21.10.2012 12:06 Salvör: Nú er mikilvægt að ná sátt um breytingar Formaður stjórnlagaráðs, Salvör Nordal, er sátt við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur ráðsins að nýrri stjórnarskrá. Hún telur mikilvægt að menn reyni nú að ná víðtækri samstöðu um þær breytingar sem óhjákvæmilega verða á nýrri stjórnarskrá. 21.10.2012 11:41 Ólafur Ragnar óskar fimleikastúlkunum til hamingju Forseti Íslands sendi í morgun hinum nýbökuðu evrópumeisturum hugheilar heillaóskir. 21.10.2012 11:14 Engu nær um orsakir flugslyssins Rannsóknardeild flugslysa og rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum eru engu nær um hvað orsakaði flugslys þegar fisflugvél brotlenti á Njarðvíkurheiði skammt frá Seltjörn á Reykjanesi í gær. 21.10.2012 11:02 Kertalukt kom Landhelgisgæslunni í viðbragðsstöðu Landhelgisgæslan fékk í gærkvöldi boð um gulleit ljós á himni yfir Seltjarnarnesi. Ljósin líktust mjög neyðarboðum sjómanna og því voru björgunarsveitir settar í viðbragðsstöðu. Brátt kom hins vegar á daginn að engin hætta var á ferðum, ljósin stöfuðu af svífandi kertaluktum sem eru gjarna settar á loft í partíum. 21.10.2012 10:54 Talning langt komin - 66% sögðu já Ríflegur meirihluti þeirra sem mættu á kjörstað í gær til að taka þátt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að breytingum á stjórnarskránni lýstu sig samþykk því að leggja tilllögur ráðsins til grundvallar að nýrri stjórnarskrá. 21.10.2012 10:23 Bensínþjófar ollu eldsvoða Átta bílar urðu eldi að bráð við Iðavelli í Keflavík um miðnætti þegar skammhlaup varð í dælubúnaði bensínþjófa sem þar voru á kreiki. 21.10.2012 10:07 Hundruð jarðskjálfta mældust á Norðurlandi Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Norðurlandi frá því í gærkvöldi. Sá stærsti, að stærðinni 5,2, varð um hálftvöleytið í nótt en sá fannst um allt Norðurland og víðar. 21.10.2012 10:05 Garðabær og Álftanes sameinast Garðbæingar samþykktu sameiningu við Álftanes í atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag 21.10.2012 01:52 Sjá næstu 50 fréttir
Brú Ólafs Elíassonar orðin að dómsmáli í Kaupmannahöfn Bygging reiðhjólabrúar í Kaupmannahöfn sem hönnuð var af Ólafi Elíassyni er orðin að máli fyrir héraðsdómi í borginni. 22.10.2012 06:58
Stór hrefna reyndist hvalreki fyrir einhverja Stóra hrefnu rak nýverið á fjöru við bæinn Berg við Grundarfjörð, sem vart er í frásögu færandi, nema fyrir það að þetta hefur reynst einhverjum raunverulegur hvalreki. 22.10.2012 06:55
Íbúafundur hafnar háspennuloftlínu fyrir norðan Fundur íbúa á áhrifasvæði háspennuloftlínu, sem Landsnet fyrirhugar að leggja á milli Blöndu og Akureyrar, og haldinn var um helgina, hafnar hugmyndinni. 22.10.2012 06:51
Kínverjar stöðva nektardans við jarðarfarir Stjórnvöld í héraðinu Jiangsu í Kína hafa stöðvað allan nektardans við jarðarfarir í Donghai sýslu. 22.10.2012 06:49
Smygluðu 9 tonnum af hassi með flutningabílum Flutningafyrirtæki á Jótlandi telur sig illa brennt eftir að í ljós er komið að stórtækir hasssmyglarar notuðu flutningabíla þess til að smygla yfir níu tonnum af hassi frá Spáni til Danmerkur. 22.10.2012 06:44
Þyrla flutti slasaðan fjallgöngumann á slysadeild Fjallgöngumaður slasaðist þegar hann hrapaði í klettabelti í Botnsúlum inn af Hvalfirði í gærkvöldi og rann drjúgan spöl niður hlíðina. 22.10.2012 06:37
Skotmaðurinn í Milwaukee framdi sjálfsmorð Fjórir féllu og fjórir særðust í skotárás í baðhúsi og hárgreiðslustofu í úthverfi Milwaukee-borgar í Bandaríkjunum í gær. Einn þeirra sem féllu er skotárárarmaðurinn en hann fannst í gærkvöldi inni á baðhúsinu og hafði greinilega framið sjálfsmorð eftir áráina. 22.10.2012 06:35
Fylgið jafnt fyrir síðustu kappræðurnar Ný skoðanakönnum hjá NBC sjónvarpsstöðinni og Wall Street Journal sýnir að fylgi þeirra Baracks Obama og Mitt Romney mælist nú jafnt meðal líklegra kjósenda í Bandaríkjunum og fá þeir 47% atkvæða hvor. 22.10.2012 06:32
Eftirskjálfti upp á 4,1 stig fyrir norðan í morgun Eftirskjálfti upp á 4,1 stig mældist á skjálftasvæðinu út af Norðurlandi á sjötta tímanum í morgun, þar sem snörp hrina hófst í fyrrinótt. 22.10.2012 06:27
Ljúka fyrstu umræðu um nýja stjórnarskrá fyrir jól Lögfræðinganefnd skilar af sér skýrslu um stjórnarskrárdrög innan tveggja vikna. Frumvarp til nýrrar stjórnarskrár lagt fram í kjölfarið. Stjórn og stjórnarandstaða búast við að fyrstu umræðu ljúki fyrir jól. 22.10.2012 06:00
30 gera athugasemdir við breytingar á Hjartagarði Alls bárust borginni 32 athugasemdir um skipulag á Hljómalindarreitnum í miðborg Reykjavíkur. Þrjátíu þeirra fjalla að einhverju eða öllu leyti um Hjartagarðinn, þar sem breytingar á honum eru gagnrýndar. 22.10.2012 00:00
Hjólreiðamaðurinn var skotinn fyrst Vitnisburður Zainab al-Hilli, sjö ára stúlku sem lifði af skotárás í Frakklandi, hefur breytt þeirri mynd sem franska lögreglan hafði gert sér af atburðarásinni. Svo virðist sem hjólreiðamaður, sem fannst látinn skammt frá bifreið fjölskyldu stúlkunnar, hafi fyrst verið skotinn. 22.10.2012 00:00
Í eina sæng eftir næstu áramót Sveitarfélögin Álftanes og Garðabær munu sameinast, undir merkjum hins síðarnefnda, í upphafi næsta árs. Sameining var samþykkt í báðum sveitarfélögum um helgina. 22.10.2012 00:00
Djúpar boranir ollu jarðskjálfta á Spáni Níu manns létu lífið og nærri 300 hlutu meiðsli þegar jarðskjálfti, sem mældist 5,1 stig, reið yfir bæinn Lorca á Spáni þann 11. maí árið 2011. 22.10.2012 00:00
Lítt hjálpleg úrslit Andstæðingar spænsku ríkisstjórnarinnar unnu sigur í héraðsstjórnarkosningum í Baskalandi í gær, samkvæmt útgönguspám, en stjórnarflokkurinn vann aftur á móti sigur í Galisíu. 22.10.2012 00:00
Ósáttir við stjórnina Hundruð manna hafa undanfarna daga barist við hersveitir, hliðholla Líbíustjórn, í bænum Bani Walid, sem er um 140 kílómetra suðaustur af höfuðborginni Trípolí. Þar í bæ voru stuðningsmenn Múammars Gaddafí öflugir og enn eru margir ósáttir við þau stjórnvöld sem tóku við eftir að Gaddafí hafði verið steypt af stóli. Í höfuðborginni Trípolí komu síðan um tvö hundruð manns saman fyrir utan þinghúsið og hvöttu til þess að þessum átökum linnti, enda kosti þau aðallega saklausa borgara lífið. 22.10.2012 00:00
"Það er kannski verið að eyðileggja líf þessa unga manns“ Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari segir að dómstólar hafi í seinni tíð gert of vægar sönnunarkröfur í kynferðisbrotamálum. Mun vægari kröfur en í öðrum tegundum sakamála. Hann segir að allt bendi til þess að ungur maður hafi fyrr á þessu ári verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot sem hann framdi ekki. 21.10.2012 18:30
Telur brýnt að stofna millidómstig Álagið á Hæstarétti er allt of mikið og afar brýnt að stofnað verði millidómstig, til dæmis í sakamálum. Þetta segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Hann telur rétt að fækka dómurum við Hæstarétt og til kasta réttarins komi aðeins stærri mál, líkt og þekkist erlendis. 21.10.2012 16:24
Skýr krafa um breytingu á stjórnarskránni Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að almenningur hafi í gær sett fram skýra kröfu á þingmenn að þeir ljúki nú við frumvarp að nýrri stjórnarskrá svo hægt verði að kjósa um það í vor. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að framhaldið sé enn óljóst. 21.10.2012 20:30
Óhugur í Siglfirðingum eftir skjálftana Óhugur er í Siglfirðingum eftir öfluga skjálftahrinu frá því í gærkvöldi. Þar hrundi úr hillum í nótt og rúður sprungur þegar skjálfti upp á 5,6 stig reið yfir, sem er sá stærsti sem komið hefur norðanlands frá Kópaskersskjálftanum árið 1976. Jarðskjálftafræðingur segir að menn þurfi að búa sig undir stærri skjálfta nær Skjálfandaflóa. 21.10.2012 20:21
Lögreglan kölluð til vegna brimbrettakonu Það vakti mikla athygli í Íran þegar brimbrettakonan Easkey Britton vippaði sér út í sjóinn og greip nokkrar öldur úti fyrir ströndum landsins á dögunum. Íranir eru ekki vanir því að konur leiki sér á brimbrettum og því kom ekki á óvart þegar einhver hringdi á lögregluna sem mætti í öllu sínu veldi vegna uppátækisins. 21.10.2012 19:55
Björgunarsveitir sækja slasaðan göngugarp Björgunarsveitir voru ræstar nú fyrir stundu eftir að spurðist af slösuðum manni í Botnssúlum innaf Hvalfirði. 21.10.2012 19:33
Nöfn mannanna sem létust í flugslysinu Mennirnir sem létust í flugslysinu á Njarðvíkurheiði þegar fisflugvél brotlenti rétt sunnan við Seltjörn í gær hétu Hans Óli Hansson og Ólafur Felix Haraldsson. 21.10.2012 18:46
Alþingi á ekki að breyta tillögum stjórnlagaráðs Þorvaldur Gylfason, meðlimur stjórnlagaráðs, segir að Alþingi eigi að afgreiða tillögur stjórnlagaráðs að mestu leyti óbreyttar. Hann er mjög ánægður með kjörsókn gærdagsins. 21.10.2012 18:00
Sá stærsti var 5,6 stig Stærstu skjálftarnir í nótt voru 5,6 að stærð og 4,8 að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 21.10.2012 16:57
Engar tilkynningar borist um tjón Enn hafa engar tilkynningar borist um tjón vegna jarðskjálftanna á Norðurlandi. Eigendur vátryggðra verðmæta sem kunna að hafa orðið fyrir tjóni vegna jarðskjálftanna eru hvattir til að tilkynna um tjón sitt sem allra fyrst. 21.10.2012 16:32
Ungar stúlkur ná kynþroskaaldri sífellt fyrr Ungar stúlkur verða kynþroska sífellt fyrr á ævinni með hverjum áratug sem líður. Sérfræðingar eiga í erfiðleikum með að skýra þessa þróun. 21.10.2012 16:12
Amerískur frumbyggi gerður að dýrlingi Benedikt páfi XVI gerði sjö manneskjur að kaþólskum dýrlingum í dag. Þeirra á meðal er frumbyggi frá Ameríku sem vakti athygli trúboða á sínum tíma. 21.10.2012 15:49
Annar mannanna var reyndur flugmaður Annar flugmannanna sem lést við brotlendingu fisflugvélar á Njarðvíkurheiði í gær var reyndur flugmaður. Rannsóknarnefnd flugslysa og rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum voru á vettvangi í sex klukkustundir í gær en eru engu nær um orsakir slyssins. 21.10.2012 14:52
Lögregluna grunar hverjir ollu eldsvoðanum Lögreglan á Suðurnesjum hefur ákveðnar grunsemdir um hverjir voru að verki í nótt þegar kviknaði í átta bílum við iðnaðarhúsnæði í Reykjanesbæ. Málið er enn til rannsóknar. 21.10.2012 14:36
Raunhæft að fullvinna stjórnarskrárfrumvarp í vetur Formaður Stjórnskipurnar- og eftirlitsnefndar Alþingis telur að hægt verði að klára fyrstu umræðu um frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir jól. Formaðurinn er bjartsýn á að hægt verði að ljúka málinu fyrir Alþingiskosningarnar í vor. 21.10.2012 14:11
Rúmið titraði stanslaust Margir Siglfirðingar voru óttaslegnir í nótt þegar jarðskjálftarnir gengu yfir. Þar á meðal Birna Kristín Eiríksdóttir. 21.10.2012 13:59
Jóhanna er stolt af þjóðinni Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur að þingmenn verði mjög bundnir af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs sökum þess hve afgerandi niðurstaðan var. 21.10.2012 13:26
Meirihluti sagði já við öllu Meirihluti kjósenda virðist hafa sagt já við öllum spurningum á kjörseðlinum í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs í gær. 21.10.2012 13:09
Öflugasta skjálftahrina í tvo áratugi Jarðskjálftahrinan sem hefur gengið yfir Norðurland síðasta hálfa sólarhringinn er sú öflugasta sem hefur orðið á svæðinu í um tvo áratugi. Jarðskjálftafræðingur segir mikilvægt að fylgjast með framvindu mála þar sem jarðhræringarnar geti haft áhrif á skjálftavirkni annarra svæða. 21.10.2012 12:41
Geir leitar til Mannréttindadómstólsins Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefur kært málsmeðferð í Landsdómsmálinu til Mannréttindómstóls Evrópu. Hann telur að íslenska ríkið hafi í málinu brotið gegn ákvæðum í Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi. 21.10.2012 12:06
Salvör: Nú er mikilvægt að ná sátt um breytingar Formaður stjórnlagaráðs, Salvör Nordal, er sátt við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur ráðsins að nýrri stjórnarskrá. Hún telur mikilvægt að menn reyni nú að ná víðtækri samstöðu um þær breytingar sem óhjákvæmilega verða á nýrri stjórnarskrá. 21.10.2012 11:41
Ólafur Ragnar óskar fimleikastúlkunum til hamingju Forseti Íslands sendi í morgun hinum nýbökuðu evrópumeisturum hugheilar heillaóskir. 21.10.2012 11:14
Engu nær um orsakir flugslyssins Rannsóknardeild flugslysa og rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum eru engu nær um hvað orsakaði flugslys þegar fisflugvél brotlenti á Njarðvíkurheiði skammt frá Seltjörn á Reykjanesi í gær. 21.10.2012 11:02
Kertalukt kom Landhelgisgæslunni í viðbragðsstöðu Landhelgisgæslan fékk í gærkvöldi boð um gulleit ljós á himni yfir Seltjarnarnesi. Ljósin líktust mjög neyðarboðum sjómanna og því voru björgunarsveitir settar í viðbragðsstöðu. Brátt kom hins vegar á daginn að engin hætta var á ferðum, ljósin stöfuðu af svífandi kertaluktum sem eru gjarna settar á loft í partíum. 21.10.2012 10:54
Talning langt komin - 66% sögðu já Ríflegur meirihluti þeirra sem mættu á kjörstað í gær til að taka þátt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að breytingum á stjórnarskránni lýstu sig samþykk því að leggja tilllögur ráðsins til grundvallar að nýrri stjórnarskrá. 21.10.2012 10:23
Bensínþjófar ollu eldsvoða Átta bílar urðu eldi að bráð við Iðavelli í Keflavík um miðnætti þegar skammhlaup varð í dælubúnaði bensínþjófa sem þar voru á kreiki. 21.10.2012 10:07
Hundruð jarðskjálfta mældust á Norðurlandi Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Norðurlandi frá því í gærkvöldi. Sá stærsti, að stærðinni 5,2, varð um hálftvöleytið í nótt en sá fannst um allt Norðurland og víðar. 21.10.2012 10:05
Garðabær og Álftanes sameinast Garðbæingar samþykktu sameiningu við Álftanes í atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag 21.10.2012 01:52