Telur brýnt að stofna millidómstig Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. október 2012 16:24 Jón Steinar Gunnlaugsson. Álagið á Hæstarétti er allt of mikið og afar brýnt að stofnað verði millidómstig, til dæmis í sakamálum. Þetta segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Hann telur rétt að fækka dómurum við Hæstarétt og til kasta réttarins komi aðeins stærri mál, líkt og þekkist erlendis. Jón Steinar er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Hann telur að álagið á Hæstarétt sé orðið óeðlilegt vegna mikillar fjölgunar bæði saka- og einkamála sem koma til kasta réttarins. „Álagið á réttinn er orðið allt of mikið. Ég held að það hafi haft pínulítil áhrif á þá veru, af því að dómurunum er raðað niður sem frummælendum og þá er ætlast til þess að þeir flytji fyrstu ræðu og haldi utan um málið, að það kunni að vera að álagið valdi því að menn hafi ekki alveg geta sinnt öðrum málum með þeim hætti sem þeir þurfa að gera," segir Jón. Jón Steinar segir málaþungann kominn út fyrir öll velsæmismörk. „Þegar menn eru að dæma 337 dóma yfir árið þá sjá auðvitað allir að þetta er tóm vitleysa. Og þegar menn eru að dæma svona mörg mál þá gefur það auðvitað augaleið að það hlýtur einhvers staðar að þurfa að fara einhverja skemmri leið, þó það eigi alls ekki að vera,"En viltu þá að tekið verði upp millidómstig, t.d. í sakamálum? Nafntogaðir lögfræðingar hafa fært fyrir því rök að það sé æskilegt. „Já, mér finnst að það þurfi að breyta Hæstarétti í raunverulegan Hæstarétt eins og ég kalla það. Það er að segja rétt þar sem fordæmi skapast, einhver túlkun sem endurtekur sig á lægri dómstigum. Og til þess að það gerist þá verður að fækka í dómnum. Þá þurfa allir dómarar að sitja saman í öllum málum. Þetta er ekki hægt að gera nema með því að stofna millidómstig til þess að taka þungann í málskotum, sérstaklega í minniháttarmálum. Í Hæstarétti sitji bara t.d. fimm dómarar sem dæma allir í öllum málum. Svo séu ekki nema hér um bil 100 mál sem eru dæmd þar á ári," segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður frekari umfjöllun upp úr viðtalinu við Jón Steinar, en hann meðal annars gagnrýnir harkalega nýlega niðurstöðu Hæstaréttar í sakamáli þar sem hann telur allt benda til að saklaus maður hafi verið dæmdur. Viðtalið við Jón Steinar í heild sinni má nálgast hér. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Álagið á Hæstarétti er allt of mikið og afar brýnt að stofnað verði millidómstig, til dæmis í sakamálum. Þetta segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Hann telur rétt að fækka dómurum við Hæstarétt og til kasta réttarins komi aðeins stærri mál, líkt og þekkist erlendis. Jón Steinar er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Hann telur að álagið á Hæstarétt sé orðið óeðlilegt vegna mikillar fjölgunar bæði saka- og einkamála sem koma til kasta réttarins. „Álagið á réttinn er orðið allt of mikið. Ég held að það hafi haft pínulítil áhrif á þá veru, af því að dómurunum er raðað niður sem frummælendum og þá er ætlast til þess að þeir flytji fyrstu ræðu og haldi utan um málið, að það kunni að vera að álagið valdi því að menn hafi ekki alveg geta sinnt öðrum málum með þeim hætti sem þeir þurfa að gera," segir Jón. Jón Steinar segir málaþungann kominn út fyrir öll velsæmismörk. „Þegar menn eru að dæma 337 dóma yfir árið þá sjá auðvitað allir að þetta er tóm vitleysa. Og þegar menn eru að dæma svona mörg mál þá gefur það auðvitað augaleið að það hlýtur einhvers staðar að þurfa að fara einhverja skemmri leið, þó það eigi alls ekki að vera,"En viltu þá að tekið verði upp millidómstig, t.d. í sakamálum? Nafntogaðir lögfræðingar hafa fært fyrir því rök að það sé æskilegt. „Já, mér finnst að það þurfi að breyta Hæstarétti í raunverulegan Hæstarétt eins og ég kalla það. Það er að segja rétt þar sem fordæmi skapast, einhver túlkun sem endurtekur sig á lægri dómstigum. Og til þess að það gerist þá verður að fækka í dómnum. Þá þurfa allir dómarar að sitja saman í öllum málum. Þetta er ekki hægt að gera nema með því að stofna millidómstig til þess að taka þungann í málskotum, sérstaklega í minniháttarmálum. Í Hæstarétti sitji bara t.d. fimm dómarar sem dæma allir í öllum málum. Svo séu ekki nema hér um bil 100 mál sem eru dæmd þar á ári," segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður frekari umfjöllun upp úr viðtalinu við Jón Steinar, en hann meðal annars gagnrýnir harkalega nýlega niðurstöðu Hæstaréttar í sakamáli þar sem hann telur allt benda til að saklaus maður hafi verið dæmdur. Viðtalið við Jón Steinar í heild sinni má nálgast hér.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira