Ljúka fyrstu umræðu um nýja stjórnarskrá fyrir jól Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 22. október 2012 06:00 kosningar fréttablaðið/vilhelm Nefnd lögfræðinga, sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fékk til að fara yfir drög stjórnlagaráðs að stjórnarskrá, skilar af sér skýrslu innan tveggja vikna. Í kjölfarið verður frumvarp um nýja stjórnarskrá lagt fram á þingi. Valgerður Bjarnadóttir, formaður nefndarinnar, segir að gangi þetta eftir eigi ekki að vera nein vandkvæði á því að ljúka fyrstu umræðu um málið fyrir jól. Hún á ekki von á að gerðar verði miklar breytingar á drögum stjórnlagaráðs. „Mér sýnist niðurstaðan vera mjög skýr. Stjórnarandstaðan hefur reyndar haft allt á hornum sér varðandi málið og ef eitthvað stingur hana meira í augun en annað tel ég sjálfsagt að við förum yfir það.„ Hún muni gera sitt til að breikka hópinn sem standi að baki málinu. Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segir að komi frumvarp um nýja stjórnarskrá fram á næstu vikum sé ekki ólíklegt að það takist að ljúka fyrstu umræðu fyrir jól. Hann telur þó of snemmt að segja til um hvort málið klárist fyrir kosningar. „Öll málsmeðferð er eftir í þinginu og það á eftir að reyna á hversu mikið svigrúm þingmenn telja sig hafa til að gera breytingar á tillögum stjórnlagaráðs.“ Birgir segir að haft hafi verið á orði að gera megi lagatæknilegar breytingar, en ekki efnislegar. Það geti þó verið þrautin þyngri að skera úr um það. „Ef menn gera athugasemdir við framsetningu ákvæða, orðalag, hugtakanotkun og þess háttar geta menn lent í klemmu við að ákvarða hvort þar sé um að ræða lagatæknilegar breytingar eða efnislegar breytingar.“ Tveir þriðju kjósenda samþykktu á laugardag að drög stjórnlagaráðs skyldu verða grundvöllur að nýrri stjórnarskrá. Alls greiddu 115.814 atkvæði, eða 48,9% kjósenda. Valgerður segist vera ánægð með þátttökuna og undir það tekur Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, sem segir hana meiri en hún bjóst við. Birgir er þessu ósammála. „Ég lít þannig á að það veiki töluvert þau skilaboð sem ráða má út úr þessari ráðgefandi atkvæðagreiðslu að helmingur landsmanna skuli kjósa að sitja heima.“ Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Nefnd lögfræðinga, sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fékk til að fara yfir drög stjórnlagaráðs að stjórnarskrá, skilar af sér skýrslu innan tveggja vikna. Í kjölfarið verður frumvarp um nýja stjórnarskrá lagt fram á þingi. Valgerður Bjarnadóttir, formaður nefndarinnar, segir að gangi þetta eftir eigi ekki að vera nein vandkvæði á því að ljúka fyrstu umræðu um málið fyrir jól. Hún á ekki von á að gerðar verði miklar breytingar á drögum stjórnlagaráðs. „Mér sýnist niðurstaðan vera mjög skýr. Stjórnarandstaðan hefur reyndar haft allt á hornum sér varðandi málið og ef eitthvað stingur hana meira í augun en annað tel ég sjálfsagt að við förum yfir það.„ Hún muni gera sitt til að breikka hópinn sem standi að baki málinu. Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segir að komi frumvarp um nýja stjórnarskrá fram á næstu vikum sé ekki ólíklegt að það takist að ljúka fyrstu umræðu fyrir jól. Hann telur þó of snemmt að segja til um hvort málið klárist fyrir kosningar. „Öll málsmeðferð er eftir í þinginu og það á eftir að reyna á hversu mikið svigrúm þingmenn telja sig hafa til að gera breytingar á tillögum stjórnlagaráðs.“ Birgir segir að haft hafi verið á orði að gera megi lagatæknilegar breytingar, en ekki efnislegar. Það geti þó verið þrautin þyngri að skera úr um það. „Ef menn gera athugasemdir við framsetningu ákvæða, orðalag, hugtakanotkun og þess háttar geta menn lent í klemmu við að ákvarða hvort þar sé um að ræða lagatæknilegar breytingar eða efnislegar breytingar.“ Tveir þriðju kjósenda samþykktu á laugardag að drög stjórnlagaráðs skyldu verða grundvöllur að nýrri stjórnarskrá. Alls greiddu 115.814 atkvæði, eða 48,9% kjósenda. Valgerður segist vera ánægð með þátttökuna og undir það tekur Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, sem segir hana meiri en hún bjóst við. Birgir er þessu ósammála. „Ég lít þannig á að það veiki töluvert þau skilaboð sem ráða má út úr þessari ráðgefandi atkvæðagreiðslu að helmingur landsmanna skuli kjósa að sitja heima.“
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira