Innlent

Engu nær um orsakir flugslyssins

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Rannsóknardeild flugslysa og rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum eru engu nær um hvað orsakaði flugslys þegar fisflugvél brotlenti á Njarðvíkurheiði skammt frá Seltjörn á Reykjanesi í gær.

Fisvélar eru mjög léttar flugvélar, en eru mótorknúnar, ólíkt svifflugvélum. Neyðarlínan fékk tilkynningu um slysið kl. tuttugu mínútur yfir þrjú í gær.

Teymi frá bæði lögreglunni og rannsóknardeild flugslysa voru á vettvangi í tæpar sex klukkustundir og var flak vélarinnar síðan flutt til Reykjavíkur til frekari athugunar.

Annar mannanna er um sextugt og hinn er á fertugsaldri. Annar flugmannanna, sá eldri, var mjög reyndur flugmaður, en talið að báðir hafi látist samstundis þegar vélin brotlenti.


Tengdar fréttir

Alvarlegt flugslys á Suðurnesjum

Lítil fisvél brotlenti rétt sunnan við Seltjörn á Njarðvíkurheiði. Tveir menn voru um borð. Lögreglumenn eru á vettvangi en tilkynnt var um slysið klukkan rúmlega þrjú í dag.

Tveir létust í flugslysi á Suðurnesjum

Lítil fisflugvél brotlenti skammt frá fisflugvellinum Sléttu sunnan við Seltjörn á Njarðvíkurheiði. Tveir menn voru í vélinni og voru þeir báðir úrskurðaðir látnir á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×