"Það er kannski verið að eyðileggja líf þessa unga manns“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. október 2012 18:30 Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari segir að dómstólar hafi í seinni tíð gert of vægar sönnunarkröfur í kynferðisbrotamálum. Mun vægari kröfur en í öðrum tegundum sakamála. Hann segir að allt bendi til þess að ungur maður hafi fyrr á þessu ári verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot sem hann framdi ekki. Jón Steinar, sem nýlega lét af embætti hæstaréttardómara, er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Hann hefur gagnrýnt dómstóla fyrir að slaka á kröfunum til sönnunar þegar kynferðisbrot eru annars vegar. Jón Steinar segi að dómarar megi ekki setja sig í guðlegar stellingar og reyna að spyrja sig hver sé sannleikurinn tilteknu í máli, heldur aðeins að spyrja sig hvað hafi sannast um málsatvik, en hann hefur tæpt á þessu í grein sem hann skrifaði í Tímarit lögfræðinga og ber heitið "Guðlegt vald." „Spurningin sem dómarinn á að spyrja sjálfan sig, og hefur kunnáttu til að svara, er spurningin: Hvað hefur sannast um atvik í því máli sem er til umfjöllunar. Það á að leysa úr því hvort sönnunarfærsla hefur átt sér stað í málinu sem nægir til að hefja sökina yfir (skynsamlegan, innsk.blm) vafa," segir Jón Steinar. Jón Steinar segir að dómstólar hafi slakað of mikið á sönnunarkröfum í kynferðibrotamálum og þannig látið undan þrýstingi í opinberri umræðu. Hann nefnir sérstaklega dóm Hæstaréttar í máli nr. 31/2012 sem kveðinn var upp í júní sl. Þá var sautján ára unglingspiltur sakfelldur fyrir nauðgun á fjórtán ára gamalli stúlku. Sératkvæðum var skilað í bæði héraðsdómi og Hæstarétti en tveir dómarar töldu sök piltsins ekki hafna yfir skynsamlegan vafa og vildu sýkna af ákæru um nauðgun, en maðurinn var jafnframt ákærður og sakfelldur fyrir 202. gr. almennra hegningarlaga þar sem stúlkan var ekki orðin 15 ára þegar brotið átti sér stað. Dómararnir sem vildu sýkna af nauðgun töldu rétt að sakfella fyrir þetta ákvæði eingöngu. „Það voru semsagt tveir dómarar, einn í héraði og einn í Hæstarétti, sem töldu sökina ekki sannaða. Ég beini því til manna að lesa yfir þennan dóm. Forsendurnar í héraði og Hæstarétti. Og upplýsingar, sem enginn vafi er á að eru réttar, sem koma fram í sératkvæðinu í Hæstarétti og spyrja svo sjálfan sig: Er það hafið yfir vafa að þessi unglingspiltur, sem hann var, hafi verið sekur um það brot sem hann var sakaður um? Ég held það hafi verið nánast sannað í málinu að hann braut ekki af sér. Hann er dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Það er kannski verið að eyðileggja líf þessa unga manns án þess að hann hafi neitt til þess unnið," segir Jón Steinar. Viðtalið við Jón Steinar í heild sinni má nálgast hér.thorbjorn@stod2.is Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Rigning í dag Veður Fleiri fréttir Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari segir að dómstólar hafi í seinni tíð gert of vægar sönnunarkröfur í kynferðisbrotamálum. Mun vægari kröfur en í öðrum tegundum sakamála. Hann segir að allt bendi til þess að ungur maður hafi fyrr á þessu ári verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot sem hann framdi ekki. Jón Steinar, sem nýlega lét af embætti hæstaréttardómara, er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Hann hefur gagnrýnt dómstóla fyrir að slaka á kröfunum til sönnunar þegar kynferðisbrot eru annars vegar. Jón Steinar segi að dómarar megi ekki setja sig í guðlegar stellingar og reyna að spyrja sig hver sé sannleikurinn tilteknu í máli, heldur aðeins að spyrja sig hvað hafi sannast um málsatvik, en hann hefur tæpt á þessu í grein sem hann skrifaði í Tímarit lögfræðinga og ber heitið "Guðlegt vald." „Spurningin sem dómarinn á að spyrja sjálfan sig, og hefur kunnáttu til að svara, er spurningin: Hvað hefur sannast um atvik í því máli sem er til umfjöllunar. Það á að leysa úr því hvort sönnunarfærsla hefur átt sér stað í málinu sem nægir til að hefja sökina yfir (skynsamlegan, innsk.blm) vafa," segir Jón Steinar. Jón Steinar segir að dómstólar hafi slakað of mikið á sönnunarkröfum í kynferðibrotamálum og þannig látið undan þrýstingi í opinberri umræðu. Hann nefnir sérstaklega dóm Hæstaréttar í máli nr. 31/2012 sem kveðinn var upp í júní sl. Þá var sautján ára unglingspiltur sakfelldur fyrir nauðgun á fjórtán ára gamalli stúlku. Sératkvæðum var skilað í bæði héraðsdómi og Hæstarétti en tveir dómarar töldu sök piltsins ekki hafna yfir skynsamlegan vafa og vildu sýkna af ákæru um nauðgun, en maðurinn var jafnframt ákærður og sakfelldur fyrir 202. gr. almennra hegningarlaga þar sem stúlkan var ekki orðin 15 ára þegar brotið átti sér stað. Dómararnir sem vildu sýkna af nauðgun töldu rétt að sakfella fyrir þetta ákvæði eingöngu. „Það voru semsagt tveir dómarar, einn í héraði og einn í Hæstarétti, sem töldu sökina ekki sannaða. Ég beini því til manna að lesa yfir þennan dóm. Forsendurnar í héraði og Hæstarétti. Og upplýsingar, sem enginn vafi er á að eru réttar, sem koma fram í sératkvæðinu í Hæstarétti og spyrja svo sjálfan sig: Er það hafið yfir vafa að þessi unglingspiltur, sem hann var, hafi verið sekur um það brot sem hann var sakaður um? Ég held það hafi verið nánast sannað í málinu að hann braut ekki af sér. Hann er dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Það er kannski verið að eyðileggja líf þessa unga manns án þess að hann hafi neitt til þess unnið," segir Jón Steinar. Viðtalið við Jón Steinar í heild sinni má nálgast hér.thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Rigning í dag Veður Fleiri fréttir Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira