Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. september 2025 13:38 Mótmæli fara fram um allt land í dag. vísir/anton Mótmælin Þjóð gegn þjóðarmorði hefjast klukkan tvö um allt land en komið verður saman í sjö bæjarfélögum. Skipuleggjandi á Akureyri segist finna fyrir miklum meðbyr. Nöfn myrtra barna í Ísrael og Palestínu verða lesin upp í Glerárkirkju sem mun taka allan dag. Fjöldafundir munu fara fram í Reykjavík, á Ísafirði, Egilsstöðum, Akureyri, Stykkishólmi, Húsavík og Hólmavík samtímis í dag og er búist við margmenni víðast hvar. 185 félög standa að fundunum en markmið þeirra er að sýna íbúum á Gaza samstöðu og krefjast aðgerða frá ríkisstjórninni til að stöðva þjóðarmorð í Palestínu. Eitt ár og 324 dagar eru síðan Hamas gerðu árás á Ísrael þann sjöunda október 2023 en síðan þá hefur geisað stanslaus hernaðar Ísraelhers á Gaza og tugir þúsunda verið myrtir. Oddný Björg Rafnsdóttir, einn skipuleggjenda mótmælanna á Akureyri, segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum meðbyr og núna. „Ég vonast eftir sem flestum. Sólin skín og mér finnst vera baráttuhugur í fólki. Mér finnst vera orðin svona almenn hneykslun í samfélaginu og nú sé fólk tilbúið að koma og mæta og segja að það standi gegn þjóðarmorði.“ Drífa Snædal, talskona stígamóta er fundarstjóri á Akureyri og þá munu fjölmargir fara með ræðu ásamt tónlistaratriðum. „Síðan verða leiklesin bréf frá Gaza. Það verða lesin bréf frá móður á gaza og bréf frá föður á gaza. Edda Björgvinsdóttir mun lesa móður og Hlynur Hallsson, forstöðumaður myndlistarsafnsins á Akureyri, mun lesa föður.“ Kristín S.Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og stofnandi Vonarbrúar Hildur Eir Bolladóttir prestur, Katla Ósk Káradóttir, fulltrúi Stúdentafélags Háskólans á Akureyri og Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara fara með ræður en Svavar Knútur, Ösp Kristjánsdóttir og Helga Ragnarsdóttir sjá um tónlistaratriði. Prestar í Glerárkirkju standa fyrir gjörningi í allan dag. „Þar er búið að lesa núna, upp nöfn allra ísraelskra barna sem voru myrt 7. október. Núna stendur yfir lestur nafna þeirra barna á Gaza sem hafa verið myrt. Sá lestur mun líklega standa yfir í sjö klukkustundir. Þetta er það mikið af nöfnum. Ég vona að nú sjái stjórnvöld að það verði að grípa til alvöru aðgerða.“ Palestína Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Fleiri fréttir Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Sjá meira
Fjöldafundir munu fara fram í Reykjavík, á Ísafirði, Egilsstöðum, Akureyri, Stykkishólmi, Húsavík og Hólmavík samtímis í dag og er búist við margmenni víðast hvar. 185 félög standa að fundunum en markmið þeirra er að sýna íbúum á Gaza samstöðu og krefjast aðgerða frá ríkisstjórninni til að stöðva þjóðarmorð í Palestínu. Eitt ár og 324 dagar eru síðan Hamas gerðu árás á Ísrael þann sjöunda október 2023 en síðan þá hefur geisað stanslaus hernaðar Ísraelhers á Gaza og tugir þúsunda verið myrtir. Oddný Björg Rafnsdóttir, einn skipuleggjenda mótmælanna á Akureyri, segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum meðbyr og núna. „Ég vonast eftir sem flestum. Sólin skín og mér finnst vera baráttuhugur í fólki. Mér finnst vera orðin svona almenn hneykslun í samfélaginu og nú sé fólk tilbúið að koma og mæta og segja að það standi gegn þjóðarmorði.“ Drífa Snædal, talskona stígamóta er fundarstjóri á Akureyri og þá munu fjölmargir fara með ræðu ásamt tónlistaratriðum. „Síðan verða leiklesin bréf frá Gaza. Það verða lesin bréf frá móður á gaza og bréf frá föður á gaza. Edda Björgvinsdóttir mun lesa móður og Hlynur Hallsson, forstöðumaður myndlistarsafnsins á Akureyri, mun lesa föður.“ Kristín S.Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og stofnandi Vonarbrúar Hildur Eir Bolladóttir prestur, Katla Ósk Káradóttir, fulltrúi Stúdentafélags Háskólans á Akureyri og Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara fara með ræður en Svavar Knútur, Ösp Kristjánsdóttir og Helga Ragnarsdóttir sjá um tónlistaratriði. Prestar í Glerárkirkju standa fyrir gjörningi í allan dag. „Þar er búið að lesa núna, upp nöfn allra ísraelskra barna sem voru myrt 7. október. Núna stendur yfir lestur nafna þeirra barna á Gaza sem hafa verið myrt. Sá lestur mun líklega standa yfir í sjö klukkustundir. Þetta er það mikið af nöfnum. Ég vona að nú sjái stjórnvöld að það verði að grípa til alvöru aðgerða.“
Palestína Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Fleiri fréttir Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum