Annar mannanna var reyndur flugmaður Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. október 2012 14:52 Mynd/Víkurfréttir Annar flugmannanna sem lést við brotlendingu fisflugvélar á Njarðvíkurheiði í gær var reyndur flugmaður. Rannsóknarnefnd flugslysa og rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum voru á vettvangi í sex klukkustundir í gær en eru engu nær um orsakir slyssins. Fisflugvélin brotlenti á Njarðvíkurheiði rétt hjá fisflugvellinum Sléttu skammt frá Seltjörn á Reykjanesi í gær en tveir flugmenn voru um borð og talið er að báðir hafi látist samstundis er vélin brotlenti. Fisvélar eru mjög léttar flugvélar, en eru mótorknúnar, ólíkt svifflugvélum. Neyðarlínan fékk tilkynningu um slysið kl. tuttugu mínútur yfir þrjú í gær. Teymi frá bæði lögreglunni og rannsóknardeild flugslysa voru á vettvangi í tæpar sex klukkustundir og var flak vélarinnar síðan flutt til Reykjavíkur til frekari athugunar. Annar mannanna er um sextugt og hinn er á fertugsaldri. Annar flugmannanna, sá eldri, var mjög reyndur flugmaður. Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá rannsóknarnefnd flugslysa kom á vettvang stuttu eftir að vélin brotlenti.Er eitthvað vitað um orsakir slyssins? „Nei enn sem komið er vitum við ekki um orsakir slyssins," segir Ragnar.Hvernig voru aðstæðurnar þegar þið komuð á vettvang? „Aðstæður voru mjög slæmar. Vélin var mjög skemmd. Búið var að taka mennina úr flakinu og reyna lífgunartilraunir sem báru ekki árangur," segir Ragnar.Það er talið að þeir hafi látist nærri samstundis þegar vélin brotlenti? „Já," svarar Ragnar. Ragnar segir að merkja megi aukningu í vélarbilunum og slysum á fisvélum, en það megi líklega rekja til þess að slíkar vélar hafi notið vaxandi vinsælda á liðnum árum. Hann segir að aðstæður til flugs hafi verið mjög góðar í gær. „Það voru mjög góðar aðstæður. Það var svona hægur andvari að austan en mjög fínar aðstæður til flugs," segir Ragnar. Engar vísbendingar eru um að mennirnir hafi reynt að senda neyðarkall eða verið í sambandi við flugturn áður en slysið varð. „Nú er vettvangsrannsókn lokið. Við erum að fara af stað með frumrannsóknina. Hún getur tekið nokkrar vikur og upp í einn til þrjá mánuði. Það er erfitt að segja. Það fer bara eftir umfangi rannsóknarinnar," segir Ragnar Guðmundsson hjá rannsóknarnefnd flugslysa. Tengdar fréttir Alvarlegt flugslys á Suðurnesjum Lítil fisvél brotlenti rétt sunnan við Seltjörn á Njarðvíkurheiði. Tveir menn voru um borð. Lögreglumenn eru á vettvangi en tilkynnt var um slysið klukkan rúmlega þrjú í dag. 20. október 2012 16:38 Tveir létust í flugslysi á Suðurnesjum Lítil fisflugvél brotlenti skammt frá fisflugvellinum Sléttu sunnan við Seltjörn á Njarðvíkurheiði. Tveir menn voru í vélinni og voru þeir báðir úrskurðaðir látnir á vettvangi. 20. október 2012 18:52 Engu nær um orsakir flugslyssins Rannsóknardeild flugslysa og rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum eru engu nær um hvað orsakaði flugslys þegar fisflugvél brotlenti á Njarðvíkurheiði skammt frá Seltjörn á Reykjanesi í gær. 21. október 2012 11:02 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Annar flugmannanna sem lést við brotlendingu fisflugvélar á Njarðvíkurheiði í gær var reyndur flugmaður. Rannsóknarnefnd flugslysa og rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum voru á vettvangi í sex klukkustundir í gær en eru engu nær um orsakir slyssins. Fisflugvélin brotlenti á Njarðvíkurheiði rétt hjá fisflugvellinum Sléttu skammt frá Seltjörn á Reykjanesi í gær en tveir flugmenn voru um borð og talið er að báðir hafi látist samstundis er vélin brotlenti. Fisvélar eru mjög léttar flugvélar, en eru mótorknúnar, ólíkt svifflugvélum. Neyðarlínan fékk tilkynningu um slysið kl. tuttugu mínútur yfir þrjú í gær. Teymi frá bæði lögreglunni og rannsóknardeild flugslysa voru á vettvangi í tæpar sex klukkustundir og var flak vélarinnar síðan flutt til Reykjavíkur til frekari athugunar. Annar mannanna er um sextugt og hinn er á fertugsaldri. Annar flugmannanna, sá eldri, var mjög reyndur flugmaður. Ragnar Guðmundsson rannsakandi hjá rannsóknarnefnd flugslysa kom á vettvang stuttu eftir að vélin brotlenti.Er eitthvað vitað um orsakir slyssins? „Nei enn sem komið er vitum við ekki um orsakir slyssins," segir Ragnar.Hvernig voru aðstæðurnar þegar þið komuð á vettvang? „Aðstæður voru mjög slæmar. Vélin var mjög skemmd. Búið var að taka mennina úr flakinu og reyna lífgunartilraunir sem báru ekki árangur," segir Ragnar.Það er talið að þeir hafi látist nærri samstundis þegar vélin brotlenti? „Já," svarar Ragnar. Ragnar segir að merkja megi aukningu í vélarbilunum og slysum á fisvélum, en það megi líklega rekja til þess að slíkar vélar hafi notið vaxandi vinsælda á liðnum árum. Hann segir að aðstæður til flugs hafi verið mjög góðar í gær. „Það voru mjög góðar aðstæður. Það var svona hægur andvari að austan en mjög fínar aðstæður til flugs," segir Ragnar. Engar vísbendingar eru um að mennirnir hafi reynt að senda neyðarkall eða verið í sambandi við flugturn áður en slysið varð. „Nú er vettvangsrannsókn lokið. Við erum að fara af stað með frumrannsóknina. Hún getur tekið nokkrar vikur og upp í einn til þrjá mánuði. Það er erfitt að segja. Það fer bara eftir umfangi rannsóknarinnar," segir Ragnar Guðmundsson hjá rannsóknarnefnd flugslysa.
Tengdar fréttir Alvarlegt flugslys á Suðurnesjum Lítil fisvél brotlenti rétt sunnan við Seltjörn á Njarðvíkurheiði. Tveir menn voru um borð. Lögreglumenn eru á vettvangi en tilkynnt var um slysið klukkan rúmlega þrjú í dag. 20. október 2012 16:38 Tveir létust í flugslysi á Suðurnesjum Lítil fisflugvél brotlenti skammt frá fisflugvellinum Sléttu sunnan við Seltjörn á Njarðvíkurheiði. Tveir menn voru í vélinni og voru þeir báðir úrskurðaðir látnir á vettvangi. 20. október 2012 18:52 Engu nær um orsakir flugslyssins Rannsóknardeild flugslysa og rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum eru engu nær um hvað orsakaði flugslys þegar fisflugvél brotlenti á Njarðvíkurheiði skammt frá Seltjörn á Reykjanesi í gær. 21. október 2012 11:02 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Alvarlegt flugslys á Suðurnesjum Lítil fisvél brotlenti rétt sunnan við Seltjörn á Njarðvíkurheiði. Tveir menn voru um borð. Lögreglumenn eru á vettvangi en tilkynnt var um slysið klukkan rúmlega þrjú í dag. 20. október 2012 16:38
Tveir létust í flugslysi á Suðurnesjum Lítil fisflugvél brotlenti skammt frá fisflugvellinum Sléttu sunnan við Seltjörn á Njarðvíkurheiði. Tveir menn voru í vélinni og voru þeir báðir úrskurðaðir látnir á vettvangi. 20. október 2012 18:52
Engu nær um orsakir flugslyssins Rannsóknardeild flugslysa og rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum eru engu nær um hvað orsakaði flugslys þegar fisflugvél brotlenti á Njarðvíkurheiði skammt frá Seltjörn á Reykjanesi í gær. 21. október 2012 11:02