Innlent

Björgunarsveitir sækja slasaðan göngugarp

BBI skrifar
Björgunarsveitir voru ræstar nú fyrir stundu eftir að spurðist af slösuðum manni í Botnssúlum innaf Hvalfirði.

Maðurinn féll fram af klettabelti í Botnssúlum þar sem hann var á gangi með þremur félögum sínum. Maðurinn slasaðist við fallið en ekki er vitað hve alvarlegir áverkar hans eru. Hann er þó ekki talinn í mikilli hættu.

Allar björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu og Akranesi voru sendar af stað til að sækja manninn en það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem að lokum náði til hans. Hún flutti hann rakleitt í sjúkrahús í Reykjavík þar sem hann lenti laust uppúr klukkan átta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×