Fleiri fréttir Vilja að íslensk stjórnvöld dragi lærdóm af hryðjuverkunum í Noregi Aðalfundur Lögreglufélags Austurlands, samþykkti á aðalfundi sínum, sem haldinn var á Seyðisfirði í gær, að skorar á stjórnvöld að bregðast ekki þeirri frumskyldu sinni að vernda og þjóna þegnum landsins, eins og það er orðað í áskoruninni. 19.10.2012 14:11 Björgunarsveitin á forsíðu símaskrárinnar Í dag var skrifað undir samkomulag þess efnis að næsta bindi Símaskrárinnar verði helgað sjálfboðaliðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Forsíðan hefur á stundum verið heldur umdeild, meðal annars prýddi Egill Gilzenegger Einarsson forsíðuna í eitt skiptið. Þá myndskreytti Hugleikur Dagson forsíðuna um árið. 19.10.2012 13:26 Er Stangaveiðifélagið að missa Norðurá? Veiðifélag Norðurár hefur hafnað ósk Stangaveiðifélags Reykjavíkur um lækkun á leiguverði. Þar með er ljóst að 66 ára samstarfi þessara aðila lýkur næsta sumar. Vefsíða Skessuhorns greinir frá þessu. 19.10.2012 13:18 Gylfi Arnbjörnsson endurkjörinn forseti - Kosið um varaforseta Gylfi Arnbjörnsson var endurkjörinn forseti ASÍ nú í hádeginu. Hann fékk mótframboð frá Ragnari Þór Ingólfssyni, stjórnarmanni í VR, Gylfi fékk um 69% atkvæða en Ragnar fékk 31% atkvæða. 19.10.2012 12:37 Grásleppukarlar í vanda vegna evrukreppunnar Kreppa er orðin á hrognamarkaði í heiminum og er fjórðungur allra grásleppuhrogna af síðustu vertíð hérlendis óseldur. Grásleppusjómenn vilja dregið verði úr veiðunum um þirðjung á næsta ári til að bregðast við ástandinu. 19.10.2012 12:07 Greiðir atkvæði gegn tillögum stjórnlagaráðs Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, ætlar að greiða atkvæði gegn frumvarpi stjórnlagaráðs á morgun. Hann er ósáttur við ákvæði í frumvarpinu um þjóðaratkvæðagreiðslur og takmarkanir á heimildum til útlendinga um kaup á fasteignum og atvinnufyrirtækjum. 19.10.2012 11:59 Jan Mayen-áform Noregs spennandi fyrir Íslendinga Áform Norðmanna um að opna sinn hluta Jan Mayen-svæðisins til olíuleitar gætu haft verulega þýðingu fyrir Íslendinga, bæði vegna samningsákvæðis um fjórðungshlut Íslands, en einnig vegna nálægðar við Drekasvæðið. Norsk stjórnvöld hófu í vikunni opið umsagnarferli vegna umhverfismats við Jan Mayen en þetta er liður í þeirri stefnumörkun þeirra að opna svæðið til olíuvinnslu. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, fylgdi þessari ákvörðun úr hlaði með yfirlýsingu um að við Jan Mayen gætu verið verulegar olíu- og gaslindir. Frestur er veittur fram í janúar til að skila inn athugasemdum en þegar umhverfismatinu lýkur hyggst ríkisstjórn Noregs leggja áætlun fyrir norska stórþingið þar sem nánar verður mælt fyrir um olíuleitina. Íslendingar hafa sérstaka ástæðu til að fylgjast grannt með hvaða stefnu Norðmenn taka því ákveði þeir að hefja olíuleit sín megin á Jan Mayen-hryggnum má telja líklegt að athygli olíuiðnaðarins muni jafnframt beinast að Drekasvæðinu, þeim hluta sem er Íslandsmegin. Þá hafa Íslendingar einnig beinna hagsmuna að gæta, hefji Norðmenn olíuleit þarna, því Jan Mayen-samkomulag þjóðanna veitir Íslendingum rétt til 25 prósenta hlutdeildar í olíuleit og vinnslu á stóru svæði Noregsmegin miðlínunnar. 19.10.2012 11:45 Ragnar Þór býður sig fram gegn Gylfa Ragnar Þór Ingólfsson, Stjórnarmaður VR, hefur tilkynnt kjörstjórn ASÍ að hann hyggist bjóða sig fram gegn Gylfa Arnbjörnssyni, forseta sambandsins, á fjölmennu þingi sem stendur nú yfir. Kosningin mun fara fram á milli 11:00 og 12:00 en hún verður leynileg. Um 300 fulltrúar 51. stéttarfélags eru á þinginu, þar af eru VR með flesta fulltrúa. 19.10.2012 10:50 Um 600 manns á fundi Landsbjargar Slysavarnafélagið Landsbjörg býst við að um 600 manns verði viðstaddir alþjóðlegu ráðstefnuna Björgun á Grand hóteli Reykjavík um helgina, en þetta er ein af stærstu ráðstefnunum í björgunargeiranum í heiminum. Í tilkynningu sem barst frá Landsbjörg í morgun segir að hátt í 60 fyrirlestrar verði fluttir á ráðstefnunni. Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, flytur opnunarfyrirlesturinn. Í honum mun Víðir fjalla um hvort Íslendingar eru undirbúnir undir hamfarir sem geta orðið og hvort hægt sé að nýta þá reynslu sem þegar hefur safnast, t.d. í eldgosum síðustu áratuga og stórum jarðskjálftum. 19.10.2012 10:42 Efnahags- og viðskiptanefnd fundar klukkan eitt Efnahags- og viðskiptanefnd mun funda klukkan eitt í dag til þess að fara yfir vaxtadóm Hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka. Dómurinn kveður á um að bankarnir megi ekki reikna vexti afturvirkt. Um leið og hann var kveðinn upp kallað Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, til fundar í henni. Þangað munu mæta fulltrúar frá Samtökum fjármálafyrirtækja og viðskiptabönkunum þremur, Umboðsmanni skuldara, Hagsmunasamtökum heimilanna, Samtökum lánþega og Borgarbyggðar. Þá mun Ása Ólafsdóttir lektor einnig verða á fundinum. 19.10.2012 10:32 Leggjast gegn stofnun atvinnumáladeildar Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins leggst gegn tillögu borgarstjórans, Jóns Gnarr, um að stofna sameiginlega atvinnumáladeild hjá borginni. Í bókun Sjálfstæðisflokksins, sem lögð var fram á borgarráðsfundi í gær, kom fram að að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, geti ekki fallist á að það sé gert með þeim hætti sem borgarstjórinn leggur tillöguna fram. 19.10.2012 10:11 Leyfa rækjuveiðar í Skjálfanda og Arnarfirði Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til að leyfilegt verði að veiða 400 tonn af rækju í Skjálfanda á þessu fiskveiðiári og 450 tonn í Arnarfirði. Hinsvegar verði áfram bann við rækjuveiðum í Ísafjarðardjúpi og Axarfirði. 19.10.2012 09:08 Líkur á blóðregni í Danmörku í dag og á morgun Veðurstofa Danmerkur hefur sagt Dönum að í dag og á morgun gætu þeir upplifað afar sjaldgæft veðurafbrigði sem kallast blóðregn, það er að það rigni rauðum dropum víða um landið. 19.10.2012 06:53 Rwanda náði sæti í öryggisráðinu en ekki Finnar Fimm þjóðir voru kosnar til næstu tveggja ára í lausasætin í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær þar á meðal Rwanda. 19.10.2012 06:49 Um 30 lömb drápust þegar flutningabíll valt á hliðina Um það bil 30 lömb drápust þegar stór fjárflutningabíll valt á hliðina út af Hróarstunguvegi, milli Lagarfljóts og Jökulsár á Dal á Austurlandi í gærkvöldi, en hátt í 300 lömb voru í tengivagninum. 19.10.2012 06:47 Ágóðinn af kannabisrækt fór til fátækra í Kenýa Ensk bændahjón á sjötugsaldri í Englandi hafa verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir umfangsmikla kannabisrækt á bóndabæ sínum. 19.10.2012 06:45 Saksóknari Alþingis kostaði tæplega 67 milljónir Kostnaður vegna saksóknara Alþingis í landsdómsmálinu gegn Geir Haarde nam tæplega 67 milljónum króna frá árinu 2010 og þar til í mars í ár. 19.10.2012 06:40 Þrjú gráhærð mótorhjólagengi upprætt í New York Lögreglan í New York hefur upprætt þrjú gráhærð mótorhjólagengi í Brooklyn en allir meðlimir þeirra eru komnir á sextugsaldurinn eða eldri. 19.10.2012 06:36 Tveimur erlendum stúlkum bjargað úr hlíðum Kistufells Björgunarsveitarmenn frá Bolungarvík komu í gærkvöldi tveimur erlendum stúlkum til bjargar, sem voru í vandræðum í hlíðum Kistufells í botni Súgandafjarðar. 19.10.2012 06:30 Lögreglan handtók hælisleitenda í Sundahöfn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók erlendan hælisleitenda á athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn á sjötta tímanum í morgun og er hann nú vistaður í fangageymslu. 19.10.2012 06:29 Leikkonan sem lék Emmanuelle er látin Hollenska leikkonan Sylvia Kristel er látin, sextug að aldri. Hún varð þekkt í kvikmyndasögunni fyrir hlutverk sitt sem Emmanuelle í samnefndum léttbláum kvikmyndum á áttunda áratug síðustu aldar. 19.10.2012 06:25 Hreppsnefnd skorar á Strax að lækka verðið „Verðlagið er svakalegt,“ segir Ragnar Magnússon, oddviti í hreppsnefnd Hrunamannahrepps, sem skorað hefur á verslunina Strax að lækka vöruverð og hafa lengur opið á veturna. 19.10.2012 06:00 Þak sett á innheimtukostnað Reglugerð um þann kostnað sem lögmenn mega innheimta af skuldurum er nú til umsagnar hjá Lögmannafélagi Íslands. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að samkvæmt lögum yrði hlustað á sjónarmið félagsins, en ráðuneytið væri ekki skuldbundið til að fara eftir þeim. 19.10.2012 06:00 Reyna greiningu á kúaveiru á Keldum Sýni sem tekin voru á 40 kúabúum á Austurlandi vegna smitandi barkabólgu voru öll neikvæð að undanskildu endurteknu sýni á Egilsstaðabúinu, þar sem sýkingin greindist upphaflega, og úr einum grip á bænum Fljótsbakka sem einnig er á Fljótsdalshéraði. Gripurinn var gefinn frá Egilsstaðabúinu í febrúar. Eðli sýkingarinnar, eða stofn veirunnar, liggur ekki fyrir enn en á Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum er unnið að því að rækta veiruna til greiningar. 19.10.2012 06:00 Skjalasafnið fyllir 8.000 öskjur Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS) afhendir Þjóðskjalasafni Íslands skjalasafn sitt til varðveislu í dag. Safnið er gríðarmikið vöxtum og geymir frumheimildir um merkilegan kafla í sögu 20. aldar á Íslandi. 19.10.2012 06:00 Þriðji aðili fær aldrei upplýsingar Kínverska fjarskiptatæknifyrirtækið Huawei tekur öryggismál afar alvarlega, að því er fram kemur í yfirlýsingu Kenneths Fredriksen, aðstoðarsvæðisforstjóra Huawei í Mið- og Austur-Evrópu auk Norðurlanda. 19.10.2012 06:00 Kambódíubúar syrgja Sihanuk Jarðneskar leifar Norodoms Sihanouk, fyrrverandi konungs Kambódíu, voru í gær fluttar heim til Kambódíu frá Kína þar sem hann lést á mánudaginn. Sihanouk hafði dvalið í Kína frá því í janúar, þar sem hann gekkst undir læknismeðferð. Sihanouk ríkti í Kambódíu á árunum 1941 til 1955 og síðan aftur frá 1993 til 2004, en þá tók sonur hans, Norodom Sihamoni, við tigninni. 19.10.2012 06:00 Mikilvægt fólk fær ekki að fara frá Kúbu Íbúar á Kúbu geta brátt ferðast úr landi án þess að þurfa að fá sérstaka brottfararheimild frá stjórnvöldum og greiða fyrir háa upphæð. Kúbustjórn tilkynnti um þetta í ríkisdagblaðinu Granma og sagði nýja fyrirkomulagið taka gildi 14. janúar. 19.10.2012 06:00 Hundruð manna mótmæla Jafnt kaþólskir íbúar Norður-Írlands sem mótmælendur tóku þátt í mótmælum í Belfast í gær gegn fyrstu fóstureyðingarstofunni sem opnuð er á Írlandi. 19.10.2012 06:00 Hollande og Merkel greinir á um leiðir Ágreiningur milli Angelu Merkel Þýskalandskanslara og François Hollande Frakklandsforseta setur svip sinn á tveggja daga leiðtogafund Evrópusambandsins, sem hófst í Brussel í gær. 19.10.2012 06:00 Tímamótareikistjörnufundur Evrópskir stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu, álíka massamikla og jörðina, á braut um stjörnu í Alfa Centauri-kerfinu, sem er nálægasta stjörnukerfi við jörðina, í um 4,3 ljósára fjarlægð. Þetta kemur fram á Stjörnufræðivefnum. 19.10.2012 06:00 Skoða mismunun í dönskum háskóla Íslenskir námsmenn hafa lent í stappi við danskan háskóla vegna krafna um dönskukunnáttu. Mögulega brot á samningi milli Norðurlandanna. María Ósk Bender flutti út með fjölskylduna en var synjað þegar þangað var komið. 19.10.2012 06:00 Ótrúleg björgun þegar fílskálfur féll í brunn Þörf var á hröðum handtökum í Keníu á dögunum þegar tilkynnt var um átta mánaða gamlan fílskálf sem fallið hafði í brunn. Þrír vaskir náttúruverndarsinnar stukku þá til og brunuðu í átt að uppsprettunni. 18.10.2012 22:04 Erlendar stúlkur í vanda Tvær erlendar stúlkur hringdu kaldar og hræddar í Neyðarlínuna í kvöld. Þær gengu upp úr Hnífsdal fyrr í dag en týndust þegar rökkva tók. 18.10.2012 21:34 „Erfitt að kjósa um sameiningu þegar upplýsingarnar eru hlutdrægar Um helgina verður kosið um sameiningu Garðabæjar og Álftaness. Ólafur Örn Nielsen, Garðbæingur, hefur nú kvartað undan einhliða áróðri bæjarfélaganna í aðdraganda kosninganna. 18.10.2012 21:30 Komast með hundruð milljarða úr landi þrátt fyrir höft Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur segir stjórnvöld á Íslandi ekki átta sig á alvarleika þess, fái erlendir vogunarsjóðir að komast með mörg hundruð milljarða úr þrotabúum gömlu bankanna. 18.10.2012 20:27 Svona skal farga sparperum Gera þarf varúðarráðstafanir þegar svokallaðar sparperur brotna og alltaf þarf að skila þeim í sérstök ílát á endurvinnslustöðum. Fréttastofa fékk sérfræðing hjá Umberfisstofnun til að sýna réttu handtökin við þessar perur. 18.10.2012 20:13 Rekja hundaskítinn til eigandans Ef erfðagreining yrði gerð á öllum hundum hér á landi væri tiltölulega auðvelt að hafa upp á þeim hundaeigendum sem skilja skít eftir ferfætlinga sína á víðavangi. Tvöhundruð íslenskir hundar hafa þegar verið greindir. 18.10.2012 20:00 Beitir sér fyrir bættri aðstöðu á gjörgæslu Lækni, sem sveið lélegur aðbúnaður sem ástvinum sjúklinga á gjörgæslu er boðið upp á, ákvað að gera eitthvað í málunum, skrifaði bók sem nýtist heilbrigðisstarfsfólki og lætur ágóðann renna í endurbætur á aðstöðunni. 18.10.2012 19:50 Verulegar olíulindir gætu verið við Jan Mayen Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, segir að á Jan Mayen-svæðinu gætu verið verulegar olíu- og gaslindir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu ráðherrans í tilefni þess að umhverfismat vegna olíuleitar í lögsögu Noregs á svæðinu er nú komið í opið umsagnarferli. Næstu þrjá mánuði, til 16. janúar 2013, býðst almenningi, félögum og stofnunum að senda inn athugasemdir, en umhverfismatið er liður í þeirri stefnumörkun norskra stjórnvalda að opna svæðið til olíuvinnslu. 18.10.2012 18:30 Reyndi að svipta sig lífi eftir brot gegn systurdóttur Hæstiréttur staðfesti í dag sex mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir 24 karlmanni en hafði verið verið sakfelldur fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn fjögurra ára gamalli telpu árið 2010. 18.10.2012 17:28 Fyrrverandi starfsmaður Kaupþings þarf að greiða 641 milljón Hæstiréttur staðfesti í dag að Helga Þór Bergs, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings, ber að greiða þrotabúi Kaupþings 641 milljón króna vegna láns sem Helgi tók hjá bankanum til kaupa á hlutabréfum í honum. Auk Helga tóku tugir aðrir starfsmanna Kaupþings lán fyrir hlutabréfakaupunum með persónulegri ábyrgð. Um hálfum mánuði fyrir fall bankans var ábyrgðunum hins vegar aflétt. Slitastjórn Kaupþings höfðaði mál gegn Helga og öðrum starfsmönnum og krafðist þess að afléttingu ábyrgðanna yrði rift og hafa nú bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur staðfest riftunina í tilfelli Helga. 18.10.2012 17:03 Fær ekki bætur fyrir "smekklaus ummæli“ Hæstiréttur hafnaði í dag kröfum Heiðars Más Guðjónssonar um ómerkingu ummæla og miskabætur vegna fréttaflutnings í DV. Ummælin sem um ræddi þóttu mikilvæg í þjóðfélagsumræðu og þó þau hefðu að einhverju leyti verið sett fram af smekkleysi hefðu þau átt brýnt erindi til almennings. 18.10.2012 17:00 Meintur brennuvargur í mánaðarlangt gæsluvarðhald Karlmaður sem grunaður eru um að hafa borið eld að ýmsum stöðum í Árborg að undanförnu var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. nóvember næstkomandi. Nú síðast er maðurinn grunaður um að hafa kveikt í ruslakassa við veitingastaðinn KFC. Maðurinn var nýverið úrskurðaður í mánaðar gæsluvarðhald fyrir íkveikjur, að kröfu lögreglunnar á Selfossi, en Hæstiréttur ómerkti þann úrskurð, þannig að honum var sleppt úr haldi. Ekki liggur fyrir hvort maðurinn hyggst áfrýja hinum nýja úrskurði. 18.10.2012 16:47 Var óheimilt að reikna vexti á láni Borgarbyggðar aftur í tímann Arion banka var óheimilt að endurreikna vexti gengisláns Borgarbyggðar aftur í tímann samkvæmt vöxtum Seðlabankans. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar Íslands, sem var kveðinn upp núna klukkan fjögur. 18.10.2012 16:36 Sjá næstu 50 fréttir
Vilja að íslensk stjórnvöld dragi lærdóm af hryðjuverkunum í Noregi Aðalfundur Lögreglufélags Austurlands, samþykkti á aðalfundi sínum, sem haldinn var á Seyðisfirði í gær, að skorar á stjórnvöld að bregðast ekki þeirri frumskyldu sinni að vernda og þjóna þegnum landsins, eins og það er orðað í áskoruninni. 19.10.2012 14:11
Björgunarsveitin á forsíðu símaskrárinnar Í dag var skrifað undir samkomulag þess efnis að næsta bindi Símaskrárinnar verði helgað sjálfboðaliðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Forsíðan hefur á stundum verið heldur umdeild, meðal annars prýddi Egill Gilzenegger Einarsson forsíðuna í eitt skiptið. Þá myndskreytti Hugleikur Dagson forsíðuna um árið. 19.10.2012 13:26
Er Stangaveiðifélagið að missa Norðurá? Veiðifélag Norðurár hefur hafnað ósk Stangaveiðifélags Reykjavíkur um lækkun á leiguverði. Þar með er ljóst að 66 ára samstarfi þessara aðila lýkur næsta sumar. Vefsíða Skessuhorns greinir frá þessu. 19.10.2012 13:18
Gylfi Arnbjörnsson endurkjörinn forseti - Kosið um varaforseta Gylfi Arnbjörnsson var endurkjörinn forseti ASÍ nú í hádeginu. Hann fékk mótframboð frá Ragnari Þór Ingólfssyni, stjórnarmanni í VR, Gylfi fékk um 69% atkvæða en Ragnar fékk 31% atkvæða. 19.10.2012 12:37
Grásleppukarlar í vanda vegna evrukreppunnar Kreppa er orðin á hrognamarkaði í heiminum og er fjórðungur allra grásleppuhrogna af síðustu vertíð hérlendis óseldur. Grásleppusjómenn vilja dregið verði úr veiðunum um þirðjung á næsta ári til að bregðast við ástandinu. 19.10.2012 12:07
Greiðir atkvæði gegn tillögum stjórnlagaráðs Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, ætlar að greiða atkvæði gegn frumvarpi stjórnlagaráðs á morgun. Hann er ósáttur við ákvæði í frumvarpinu um þjóðaratkvæðagreiðslur og takmarkanir á heimildum til útlendinga um kaup á fasteignum og atvinnufyrirtækjum. 19.10.2012 11:59
Jan Mayen-áform Noregs spennandi fyrir Íslendinga Áform Norðmanna um að opna sinn hluta Jan Mayen-svæðisins til olíuleitar gætu haft verulega þýðingu fyrir Íslendinga, bæði vegna samningsákvæðis um fjórðungshlut Íslands, en einnig vegna nálægðar við Drekasvæðið. Norsk stjórnvöld hófu í vikunni opið umsagnarferli vegna umhverfismats við Jan Mayen en þetta er liður í þeirri stefnumörkun þeirra að opna svæðið til olíuvinnslu. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, fylgdi þessari ákvörðun úr hlaði með yfirlýsingu um að við Jan Mayen gætu verið verulegar olíu- og gaslindir. Frestur er veittur fram í janúar til að skila inn athugasemdum en þegar umhverfismatinu lýkur hyggst ríkisstjórn Noregs leggja áætlun fyrir norska stórþingið þar sem nánar verður mælt fyrir um olíuleitina. Íslendingar hafa sérstaka ástæðu til að fylgjast grannt með hvaða stefnu Norðmenn taka því ákveði þeir að hefja olíuleit sín megin á Jan Mayen-hryggnum má telja líklegt að athygli olíuiðnaðarins muni jafnframt beinast að Drekasvæðinu, þeim hluta sem er Íslandsmegin. Þá hafa Íslendingar einnig beinna hagsmuna að gæta, hefji Norðmenn olíuleit þarna, því Jan Mayen-samkomulag þjóðanna veitir Íslendingum rétt til 25 prósenta hlutdeildar í olíuleit og vinnslu á stóru svæði Noregsmegin miðlínunnar. 19.10.2012 11:45
Ragnar Þór býður sig fram gegn Gylfa Ragnar Þór Ingólfsson, Stjórnarmaður VR, hefur tilkynnt kjörstjórn ASÍ að hann hyggist bjóða sig fram gegn Gylfa Arnbjörnssyni, forseta sambandsins, á fjölmennu þingi sem stendur nú yfir. Kosningin mun fara fram á milli 11:00 og 12:00 en hún verður leynileg. Um 300 fulltrúar 51. stéttarfélags eru á þinginu, þar af eru VR með flesta fulltrúa. 19.10.2012 10:50
Um 600 manns á fundi Landsbjargar Slysavarnafélagið Landsbjörg býst við að um 600 manns verði viðstaddir alþjóðlegu ráðstefnuna Björgun á Grand hóteli Reykjavík um helgina, en þetta er ein af stærstu ráðstefnunum í björgunargeiranum í heiminum. Í tilkynningu sem barst frá Landsbjörg í morgun segir að hátt í 60 fyrirlestrar verði fluttir á ráðstefnunni. Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, flytur opnunarfyrirlesturinn. Í honum mun Víðir fjalla um hvort Íslendingar eru undirbúnir undir hamfarir sem geta orðið og hvort hægt sé að nýta þá reynslu sem þegar hefur safnast, t.d. í eldgosum síðustu áratuga og stórum jarðskjálftum. 19.10.2012 10:42
Efnahags- og viðskiptanefnd fundar klukkan eitt Efnahags- og viðskiptanefnd mun funda klukkan eitt í dag til þess að fara yfir vaxtadóm Hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka. Dómurinn kveður á um að bankarnir megi ekki reikna vexti afturvirkt. Um leið og hann var kveðinn upp kallað Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, til fundar í henni. Þangað munu mæta fulltrúar frá Samtökum fjármálafyrirtækja og viðskiptabönkunum þremur, Umboðsmanni skuldara, Hagsmunasamtökum heimilanna, Samtökum lánþega og Borgarbyggðar. Þá mun Ása Ólafsdóttir lektor einnig verða á fundinum. 19.10.2012 10:32
Leggjast gegn stofnun atvinnumáladeildar Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins leggst gegn tillögu borgarstjórans, Jóns Gnarr, um að stofna sameiginlega atvinnumáladeild hjá borginni. Í bókun Sjálfstæðisflokksins, sem lögð var fram á borgarráðsfundi í gær, kom fram að að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, geti ekki fallist á að það sé gert með þeim hætti sem borgarstjórinn leggur tillöguna fram. 19.10.2012 10:11
Leyfa rækjuveiðar í Skjálfanda og Arnarfirði Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til að leyfilegt verði að veiða 400 tonn af rækju í Skjálfanda á þessu fiskveiðiári og 450 tonn í Arnarfirði. Hinsvegar verði áfram bann við rækjuveiðum í Ísafjarðardjúpi og Axarfirði. 19.10.2012 09:08
Líkur á blóðregni í Danmörku í dag og á morgun Veðurstofa Danmerkur hefur sagt Dönum að í dag og á morgun gætu þeir upplifað afar sjaldgæft veðurafbrigði sem kallast blóðregn, það er að það rigni rauðum dropum víða um landið. 19.10.2012 06:53
Rwanda náði sæti í öryggisráðinu en ekki Finnar Fimm þjóðir voru kosnar til næstu tveggja ára í lausasætin í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær þar á meðal Rwanda. 19.10.2012 06:49
Um 30 lömb drápust þegar flutningabíll valt á hliðina Um það bil 30 lömb drápust þegar stór fjárflutningabíll valt á hliðina út af Hróarstunguvegi, milli Lagarfljóts og Jökulsár á Dal á Austurlandi í gærkvöldi, en hátt í 300 lömb voru í tengivagninum. 19.10.2012 06:47
Ágóðinn af kannabisrækt fór til fátækra í Kenýa Ensk bændahjón á sjötugsaldri í Englandi hafa verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir umfangsmikla kannabisrækt á bóndabæ sínum. 19.10.2012 06:45
Saksóknari Alþingis kostaði tæplega 67 milljónir Kostnaður vegna saksóknara Alþingis í landsdómsmálinu gegn Geir Haarde nam tæplega 67 milljónum króna frá árinu 2010 og þar til í mars í ár. 19.10.2012 06:40
Þrjú gráhærð mótorhjólagengi upprætt í New York Lögreglan í New York hefur upprætt þrjú gráhærð mótorhjólagengi í Brooklyn en allir meðlimir þeirra eru komnir á sextugsaldurinn eða eldri. 19.10.2012 06:36
Tveimur erlendum stúlkum bjargað úr hlíðum Kistufells Björgunarsveitarmenn frá Bolungarvík komu í gærkvöldi tveimur erlendum stúlkum til bjargar, sem voru í vandræðum í hlíðum Kistufells í botni Súgandafjarðar. 19.10.2012 06:30
Lögreglan handtók hælisleitenda í Sundahöfn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók erlendan hælisleitenda á athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn á sjötta tímanum í morgun og er hann nú vistaður í fangageymslu. 19.10.2012 06:29
Leikkonan sem lék Emmanuelle er látin Hollenska leikkonan Sylvia Kristel er látin, sextug að aldri. Hún varð þekkt í kvikmyndasögunni fyrir hlutverk sitt sem Emmanuelle í samnefndum léttbláum kvikmyndum á áttunda áratug síðustu aldar. 19.10.2012 06:25
Hreppsnefnd skorar á Strax að lækka verðið „Verðlagið er svakalegt,“ segir Ragnar Magnússon, oddviti í hreppsnefnd Hrunamannahrepps, sem skorað hefur á verslunina Strax að lækka vöruverð og hafa lengur opið á veturna. 19.10.2012 06:00
Þak sett á innheimtukostnað Reglugerð um þann kostnað sem lögmenn mega innheimta af skuldurum er nú til umsagnar hjá Lögmannafélagi Íslands. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að samkvæmt lögum yrði hlustað á sjónarmið félagsins, en ráðuneytið væri ekki skuldbundið til að fara eftir þeim. 19.10.2012 06:00
Reyna greiningu á kúaveiru á Keldum Sýni sem tekin voru á 40 kúabúum á Austurlandi vegna smitandi barkabólgu voru öll neikvæð að undanskildu endurteknu sýni á Egilsstaðabúinu, þar sem sýkingin greindist upphaflega, og úr einum grip á bænum Fljótsbakka sem einnig er á Fljótsdalshéraði. Gripurinn var gefinn frá Egilsstaðabúinu í febrúar. Eðli sýkingarinnar, eða stofn veirunnar, liggur ekki fyrir enn en á Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum er unnið að því að rækta veiruna til greiningar. 19.10.2012 06:00
Skjalasafnið fyllir 8.000 öskjur Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS) afhendir Þjóðskjalasafni Íslands skjalasafn sitt til varðveislu í dag. Safnið er gríðarmikið vöxtum og geymir frumheimildir um merkilegan kafla í sögu 20. aldar á Íslandi. 19.10.2012 06:00
Þriðji aðili fær aldrei upplýsingar Kínverska fjarskiptatæknifyrirtækið Huawei tekur öryggismál afar alvarlega, að því er fram kemur í yfirlýsingu Kenneths Fredriksen, aðstoðarsvæðisforstjóra Huawei í Mið- og Austur-Evrópu auk Norðurlanda. 19.10.2012 06:00
Kambódíubúar syrgja Sihanuk Jarðneskar leifar Norodoms Sihanouk, fyrrverandi konungs Kambódíu, voru í gær fluttar heim til Kambódíu frá Kína þar sem hann lést á mánudaginn. Sihanouk hafði dvalið í Kína frá því í janúar, þar sem hann gekkst undir læknismeðferð. Sihanouk ríkti í Kambódíu á árunum 1941 til 1955 og síðan aftur frá 1993 til 2004, en þá tók sonur hans, Norodom Sihamoni, við tigninni. 19.10.2012 06:00
Mikilvægt fólk fær ekki að fara frá Kúbu Íbúar á Kúbu geta brátt ferðast úr landi án þess að þurfa að fá sérstaka brottfararheimild frá stjórnvöldum og greiða fyrir háa upphæð. Kúbustjórn tilkynnti um þetta í ríkisdagblaðinu Granma og sagði nýja fyrirkomulagið taka gildi 14. janúar. 19.10.2012 06:00
Hundruð manna mótmæla Jafnt kaþólskir íbúar Norður-Írlands sem mótmælendur tóku þátt í mótmælum í Belfast í gær gegn fyrstu fóstureyðingarstofunni sem opnuð er á Írlandi. 19.10.2012 06:00
Hollande og Merkel greinir á um leiðir Ágreiningur milli Angelu Merkel Þýskalandskanslara og François Hollande Frakklandsforseta setur svip sinn á tveggja daga leiðtogafund Evrópusambandsins, sem hófst í Brussel í gær. 19.10.2012 06:00
Tímamótareikistjörnufundur Evrópskir stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu, álíka massamikla og jörðina, á braut um stjörnu í Alfa Centauri-kerfinu, sem er nálægasta stjörnukerfi við jörðina, í um 4,3 ljósára fjarlægð. Þetta kemur fram á Stjörnufræðivefnum. 19.10.2012 06:00
Skoða mismunun í dönskum háskóla Íslenskir námsmenn hafa lent í stappi við danskan háskóla vegna krafna um dönskukunnáttu. Mögulega brot á samningi milli Norðurlandanna. María Ósk Bender flutti út með fjölskylduna en var synjað þegar þangað var komið. 19.10.2012 06:00
Ótrúleg björgun þegar fílskálfur féll í brunn Þörf var á hröðum handtökum í Keníu á dögunum þegar tilkynnt var um átta mánaða gamlan fílskálf sem fallið hafði í brunn. Þrír vaskir náttúruverndarsinnar stukku þá til og brunuðu í átt að uppsprettunni. 18.10.2012 22:04
Erlendar stúlkur í vanda Tvær erlendar stúlkur hringdu kaldar og hræddar í Neyðarlínuna í kvöld. Þær gengu upp úr Hnífsdal fyrr í dag en týndust þegar rökkva tók. 18.10.2012 21:34
„Erfitt að kjósa um sameiningu þegar upplýsingarnar eru hlutdrægar Um helgina verður kosið um sameiningu Garðabæjar og Álftaness. Ólafur Örn Nielsen, Garðbæingur, hefur nú kvartað undan einhliða áróðri bæjarfélaganna í aðdraganda kosninganna. 18.10.2012 21:30
Komast með hundruð milljarða úr landi þrátt fyrir höft Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur segir stjórnvöld á Íslandi ekki átta sig á alvarleika þess, fái erlendir vogunarsjóðir að komast með mörg hundruð milljarða úr þrotabúum gömlu bankanna. 18.10.2012 20:27
Svona skal farga sparperum Gera þarf varúðarráðstafanir þegar svokallaðar sparperur brotna og alltaf þarf að skila þeim í sérstök ílát á endurvinnslustöðum. Fréttastofa fékk sérfræðing hjá Umberfisstofnun til að sýna réttu handtökin við þessar perur. 18.10.2012 20:13
Rekja hundaskítinn til eigandans Ef erfðagreining yrði gerð á öllum hundum hér á landi væri tiltölulega auðvelt að hafa upp á þeim hundaeigendum sem skilja skít eftir ferfætlinga sína á víðavangi. Tvöhundruð íslenskir hundar hafa þegar verið greindir. 18.10.2012 20:00
Beitir sér fyrir bættri aðstöðu á gjörgæslu Lækni, sem sveið lélegur aðbúnaður sem ástvinum sjúklinga á gjörgæslu er boðið upp á, ákvað að gera eitthvað í málunum, skrifaði bók sem nýtist heilbrigðisstarfsfólki og lætur ágóðann renna í endurbætur á aðstöðunni. 18.10.2012 19:50
Verulegar olíulindir gætu verið við Jan Mayen Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, segir að á Jan Mayen-svæðinu gætu verið verulegar olíu- og gaslindir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu ráðherrans í tilefni þess að umhverfismat vegna olíuleitar í lögsögu Noregs á svæðinu er nú komið í opið umsagnarferli. Næstu þrjá mánuði, til 16. janúar 2013, býðst almenningi, félögum og stofnunum að senda inn athugasemdir, en umhverfismatið er liður í þeirri stefnumörkun norskra stjórnvalda að opna svæðið til olíuvinnslu. 18.10.2012 18:30
Reyndi að svipta sig lífi eftir brot gegn systurdóttur Hæstiréttur staðfesti í dag sex mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir 24 karlmanni en hafði verið verið sakfelldur fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn fjögurra ára gamalli telpu árið 2010. 18.10.2012 17:28
Fyrrverandi starfsmaður Kaupþings þarf að greiða 641 milljón Hæstiréttur staðfesti í dag að Helga Þór Bergs, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings, ber að greiða þrotabúi Kaupþings 641 milljón króna vegna láns sem Helgi tók hjá bankanum til kaupa á hlutabréfum í honum. Auk Helga tóku tugir aðrir starfsmanna Kaupþings lán fyrir hlutabréfakaupunum með persónulegri ábyrgð. Um hálfum mánuði fyrir fall bankans var ábyrgðunum hins vegar aflétt. Slitastjórn Kaupþings höfðaði mál gegn Helga og öðrum starfsmönnum og krafðist þess að afléttingu ábyrgðanna yrði rift og hafa nú bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur staðfest riftunina í tilfelli Helga. 18.10.2012 17:03
Fær ekki bætur fyrir "smekklaus ummæli“ Hæstiréttur hafnaði í dag kröfum Heiðars Más Guðjónssonar um ómerkingu ummæla og miskabætur vegna fréttaflutnings í DV. Ummælin sem um ræddi þóttu mikilvæg í þjóðfélagsumræðu og þó þau hefðu að einhverju leyti verið sett fram af smekkleysi hefðu þau átt brýnt erindi til almennings. 18.10.2012 17:00
Meintur brennuvargur í mánaðarlangt gæsluvarðhald Karlmaður sem grunaður eru um að hafa borið eld að ýmsum stöðum í Árborg að undanförnu var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. nóvember næstkomandi. Nú síðast er maðurinn grunaður um að hafa kveikt í ruslakassa við veitingastaðinn KFC. Maðurinn var nýverið úrskurðaður í mánaðar gæsluvarðhald fyrir íkveikjur, að kröfu lögreglunnar á Selfossi, en Hæstiréttur ómerkti þann úrskurð, þannig að honum var sleppt úr haldi. Ekki liggur fyrir hvort maðurinn hyggst áfrýja hinum nýja úrskurði. 18.10.2012 16:47
Var óheimilt að reikna vexti á láni Borgarbyggðar aftur í tímann Arion banka var óheimilt að endurreikna vexti gengisláns Borgarbyggðar aftur í tímann samkvæmt vöxtum Seðlabankans. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar Íslands, sem var kveðinn upp núna klukkan fjögur. 18.10.2012 16:36