Skoða mismunun í dönskum háskóla Þorgils Jónsson skrifar 19. október 2012 06:00 Viðskiptaháskólinn í Kaupmannahöfn hefur neitað íslenskum námsmönnum um skólavist vegna meintrar vankunnáttu í dönsku. Mynd/CBS Menntamálaráðuneytið kannar nú hvort íslenskir námsmenn hafi mátt þola mismunun þegar þeim hefur verið synjað um skólavist við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) vegna meintrar ófullnægjandi dönskukunnáttu. Skólinn krefst þess að íslenskir umsækjendur hafi lokið átján einingum í dönsku í framhaldsskóla. Þó að dönskum skólum sé almennt frjálst að setja sín eigin inntökuskilyrði kannar íslenska menntamálaráðuneytið nú hvort um mismunun sé að ræða. Í samningum milli Norðurlandanna er miðað við að öll Norðurlandamál séu metin til jafns milli landanna. Óvíst er hversu margir Íslendingar hafa þurft að hætta við að sækja nám í Danmörku vegna málsins, en samkvæmt upplýsingum frá íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn hafa sex námsmenn kvartað undan CBS vegna svipaðra mála. Þrír þeirra hafa kært ákvörðunina til menntamálaráðuneytisins. María Ósk Bender er á meðal þeirra, en hún flutti út með fjölskyldu sína í sumar, í góðri trú um að hún fengi að hefja meistaranám í mannauðsstjórnun í CBS. Hún hafði fengið inni í skólanum en var svo beðin um að senda inn upplýsingar um námsferil í dönsku. „Þá byrjaði ballið. Skólinn krafðist átján eininga í dönsku en níu einingar þarf til stúdentsprófs á Íslandi. Það er í raun einstakt að nokkrir hafi lokið átján einingum.“María Ósk BenderMaría fékk einmitt það uppáskrifað frá menntamálaráðuneytinu og sendi út til skólans. „Þá hélt ég að ég væri orðin gulltryggð, og við fluttum út. Svo var ég búin að vera í skólanum í viku þegar ég fæ loks svar og þeir halda því til streitu að hægt sé að ná átján einingum á Íslandi.“ María hefur kært úrskurðinn til yfirstjórnar skólans, en er ekki bjartsýn á að það gangi eftir, því að annar Íslendingur hefur þegar fengið synjun og kært það til danskra menntamálayfirvalda. María segir framhaldið í óvissu hjá fjölskyldunni, en heimför er ekki á döfinni. „Það er ekki til umræðu. Við erum komin hér út og stelpurnar okkar eru byrjaðar á leikskóla. Nú ætla ég að leita að vinnu og skrá mig í fjarnám eftir áramót. Svo sjáum við til hvort rætist ekki úr málunum, en þetta blessast örugglega allt á endanum.“ Í svari frá íslenska menntamálaráðuneytinu segir að mál námsmannanna ættu að skýrast brátt. Skóla - og menntamál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Menntamálaráðuneytið kannar nú hvort íslenskir námsmenn hafi mátt þola mismunun þegar þeim hefur verið synjað um skólavist við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) vegna meintrar ófullnægjandi dönskukunnáttu. Skólinn krefst þess að íslenskir umsækjendur hafi lokið átján einingum í dönsku í framhaldsskóla. Þó að dönskum skólum sé almennt frjálst að setja sín eigin inntökuskilyrði kannar íslenska menntamálaráðuneytið nú hvort um mismunun sé að ræða. Í samningum milli Norðurlandanna er miðað við að öll Norðurlandamál séu metin til jafns milli landanna. Óvíst er hversu margir Íslendingar hafa þurft að hætta við að sækja nám í Danmörku vegna málsins, en samkvæmt upplýsingum frá íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn hafa sex námsmenn kvartað undan CBS vegna svipaðra mála. Þrír þeirra hafa kært ákvörðunina til menntamálaráðuneytisins. María Ósk Bender er á meðal þeirra, en hún flutti út með fjölskyldu sína í sumar, í góðri trú um að hún fengi að hefja meistaranám í mannauðsstjórnun í CBS. Hún hafði fengið inni í skólanum en var svo beðin um að senda inn upplýsingar um námsferil í dönsku. „Þá byrjaði ballið. Skólinn krafðist átján eininga í dönsku en níu einingar þarf til stúdentsprófs á Íslandi. Það er í raun einstakt að nokkrir hafi lokið átján einingum.“María Ósk BenderMaría fékk einmitt það uppáskrifað frá menntamálaráðuneytinu og sendi út til skólans. „Þá hélt ég að ég væri orðin gulltryggð, og við fluttum út. Svo var ég búin að vera í skólanum í viku þegar ég fæ loks svar og þeir halda því til streitu að hægt sé að ná átján einingum á Íslandi.“ María hefur kært úrskurðinn til yfirstjórnar skólans, en er ekki bjartsýn á að það gangi eftir, því að annar Íslendingur hefur þegar fengið synjun og kært það til danskra menntamálayfirvalda. María segir framhaldið í óvissu hjá fjölskyldunni, en heimför er ekki á döfinni. „Það er ekki til umræðu. Við erum komin hér út og stelpurnar okkar eru byrjaðar á leikskóla. Nú ætla ég að leita að vinnu og skrá mig í fjarnám eftir áramót. Svo sjáum við til hvort rætist ekki úr málunum, en þetta blessast örugglega allt á endanum.“ Í svari frá íslenska menntamálaráðuneytinu segir að mál námsmannanna ættu að skýrast brátt.
Skóla - og menntamál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira