Hollande og Merkel greinir á um leiðir 19. október 2012 06:00 Angela Merkel og François Hollande á tali við Martin Schulz, forseta Evrópuþingsins. nordicphotos/AFP Ágreiningur milli Angelu Merkel Þýskalandskanslara og François Hollande Frakklandsforseta setur svip sinn á tveggja daga leiðtogafund Evrópusambandsins, sem hófst í Brussel í gær. Eins og á undanförnum leiðtogafundum snýst ágreiningurinn um það hvaða leiðir eigi að fara til að styrkja evrusvæðið og koma í veg fyrir alvarlega skuldakreppu í framtíðinni. Merkel sagðist fyrir fundinn ekki sjá neina ástæðu til að taka stórar ákvarðanir á þessum fundi. Hún vill stefna að því að eftirlit Evrópusambandsins með fjárlagagerð aðildarríkjanna verði stóreflt, þannig að stjórnvöld í Brussel fái jafnvel neitunarvald standist fjárlög einstakra aðildarríkja ekki kröfur bandalagsins. Hollande vildi hins vegar hraða stofnun bankabandalags evruríkjanna með sameiginlegu bankaeftirliti og taldi ekkert standa í vegi fyrir því að af þessu gæti orðið fyrir árslok. „Eina ákvörðunin sem við þurfum að taka, eða staðfesta, er að koma á fót bankabandalagi fyrir árslok,“ sagði hann. „Fyrsta skrefið er bankaeftirlit.“ Merkel stóð hins vegar fast á því að mikilvægara sé að tryggja gæðin en að hraða ákvörðunum um bankaeftirlitið: „Það er mikið af afar flóknum lagalegum álitamálum, og ég er ekki að gera málið erfiðara en það er,“ sagði hún. Meðan leiðtogarnir sátu á fundum í Brussel logaði allt í mótmælum á götum Grikklands, þar sem ríkisstjórnarflokkarnir eru enn að reyna að koma sér saman um stórfelldan viðbótarniðurskurð á fjárlögum. Reikna má með því að brotthvarf Grikklands af evrusvæðinu muni kosta önnur ríki, fyrirtæki og fjárfesta allt að 198 milljarða evra í beinu tapi vegna glataðra skuldabréfa. Þetta er mat þýsku Bertelsmann-stofnunarinnar, sem telur að þessi kostnaður yrði í sjálfu sér vel viðráðanlegur. Fari hins vegar svo að Portúgal, Spánn og Ítalía fylgi í kjölfarið yrði heildarkostnaður heimsbyggðarinnar vegna samdráttar í heimsframleiðslunni á næstu árum allt að 17.200 milljarðar evra, eða nærri 2.800.000 milljarðar króna. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Ágreiningur milli Angelu Merkel Þýskalandskanslara og François Hollande Frakklandsforseta setur svip sinn á tveggja daga leiðtogafund Evrópusambandsins, sem hófst í Brussel í gær. Eins og á undanförnum leiðtogafundum snýst ágreiningurinn um það hvaða leiðir eigi að fara til að styrkja evrusvæðið og koma í veg fyrir alvarlega skuldakreppu í framtíðinni. Merkel sagðist fyrir fundinn ekki sjá neina ástæðu til að taka stórar ákvarðanir á þessum fundi. Hún vill stefna að því að eftirlit Evrópusambandsins með fjárlagagerð aðildarríkjanna verði stóreflt, þannig að stjórnvöld í Brussel fái jafnvel neitunarvald standist fjárlög einstakra aðildarríkja ekki kröfur bandalagsins. Hollande vildi hins vegar hraða stofnun bankabandalags evruríkjanna með sameiginlegu bankaeftirliti og taldi ekkert standa í vegi fyrir því að af þessu gæti orðið fyrir árslok. „Eina ákvörðunin sem við þurfum að taka, eða staðfesta, er að koma á fót bankabandalagi fyrir árslok,“ sagði hann. „Fyrsta skrefið er bankaeftirlit.“ Merkel stóð hins vegar fast á því að mikilvægara sé að tryggja gæðin en að hraða ákvörðunum um bankaeftirlitið: „Það er mikið af afar flóknum lagalegum álitamálum, og ég er ekki að gera málið erfiðara en það er,“ sagði hún. Meðan leiðtogarnir sátu á fundum í Brussel logaði allt í mótmælum á götum Grikklands, þar sem ríkisstjórnarflokkarnir eru enn að reyna að koma sér saman um stórfelldan viðbótarniðurskurð á fjárlögum. Reikna má með því að brotthvarf Grikklands af evrusvæðinu muni kosta önnur ríki, fyrirtæki og fjárfesta allt að 198 milljarða evra í beinu tapi vegna glataðra skuldabréfa. Þetta er mat þýsku Bertelsmann-stofnunarinnar, sem telur að þessi kostnaður yrði í sjálfu sér vel viðráðanlegur. Fari hins vegar svo að Portúgal, Spánn og Ítalía fylgi í kjölfarið yrði heildarkostnaður heimsbyggðarinnar vegna samdráttar í heimsframleiðslunni á næstu árum allt að 17.200 milljarðar evra, eða nærri 2.800.000 milljarðar króna. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira