Erlent

Ótrúleg björgun þegar fílskálfur féll í brunn

Þörf var á hröðum handtökum í Keníu á dögunum þegar tilkynnt var um átta mánaða gamlan fílskálf sem fallið hafði í brunn. Þrír vaskir náttúruverndarsinnar stukku þá til og brunuðu í átt að uppsprettunni.

Þegar komið var á staðinn þurftu þau að bægja móðurinni frá. Í örvæntingu sinni gekk hún í kringum brunninn og reyndi að klófesta kálfinn.

Náttúruverndarsinnarnir drógu reipi um kálfinn og reyndu eftir mesta megni að draga hann upp úr lindinni. Það tókst á endanum. En þá var sagan einungis hálfnuð.

Kálfurinn hljóp af stað í átt að móður sinni og björgunarfólkið fylgdi í kjölfarið. Það voru síðan miklir fagnaðarfundir þegar afkvæmi og foreldri sameinuðust eftir að öll von var talin úti.

Hægt er að sjá ótrúlegt myndband frá björguninni hér fyrir ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.