Hreppsnefnd skorar á Strax að lækka verðið 19. október 2012 06:00 Framkvæmdastjóri Samkaupa segir verð eins í öllum verslunum Samkaupa, líka í Strax á Flúðum þar sem opið sé alla daga vikunnar.Mynd/Samkaup „Verðlagið er svakalegt,“ segir Ragnar Magnússon, oddviti í hreppsnefnd Hrunamannahrepps, sem skorað hefur á verslunina Strax að lækka vöruverð og hafa lengur opið á veturna. Strax, sem Samkaup rekur, er eina matvöruverslunin á Flúðum. Á fundi hreppsnefndar í byrjun október fór Ragnar oddviti yfir þjónustu verslunarinnar við íbúa sveitarfélagsins. Sagt var að mikið hefði borið á kvörtunum vegna afgreiðslutíma og verðlagningar verslunarinnar. „Það er ríkjandi viðhorf að það sé verið að fleyta rjómann af versluninni með því að hafa bara vel opið yfir sumartímann þegar ferðamennirnir eru á kreiki en um leið og sá straumur hægist þá snarstytta þeir afgreiðslutímann,“ útskýrir Ragnar. Í ályktun hreppsnefndarinnar er því beint „til forsvarsmanna verslunarinnar Strax á Flúðum að lengja afgreiðslutíma verslunarinnar yfir vetrartímann og lækka vöruverð.“ Hreppsnefndin hefur þó enga formlega stöðu gagnvart versluninni að þessu leyti. „Þetta eru aðeins vinsamleg tilmæli til þeirra sem stjórna Strax að huga að þessum málum. Við höfum ekki fengið nein formleg viðbrögð af hálfu verslunarinnar en ákaflega jákvæðar undirtektir íbúanna í sveitinni við því að við skyldum hafa tekið þetta upp,“ segir Ragnar. Á sumrin hefur Strax opið til tíu á kvöldin en á veturna lokar klukkan sex síðdegis. Það segir Ragnar afleitt. „Fólk þarf að taka sér frí úr vinnu til þess að komast í verslun,“ lýsir oddvitinn stöðunni. Flestir fari reyndar í matvörubúðir á Selfossi því verðið sé svo hátt á Flúðum. „Verð á mörgum hlutum er alveg tvöfalt miðað við lágvöruverðsverslanir.“ Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, segir opnunartíma verslanakeðjunnar einfaldlega mismunandi eftir árstíma og staðsetningu á landinu. „Búðin á Flúðum er til dæmis opin alla daga vikunnar. Sumar búðir eru opnar fimm daga í viku og enn aðrar sex daga í viku,“ segir Ómar og leggur áherslu á að Samkaup reki verslanir víða í dreifbýli á svæðum sem aðrar verslunarkeðjur hafa ekki sýnt áhuga. Hvað verðlag snertir segir Ómar það hljóta að vera krafa íbúa á alla sem veita þeim þjónustu, hvort sem það eru verslunareigendur eða yfirvöld sveitarfélags, að kostnaði sé haldið í lágmarki. „Samkaup hafa yfirtekið rekstur verslana á landsbyggðinni og hafa í öllum tilvikum lækkað vöruverð frá því sem áður var,“ segir framkvæmdastjóri Samkaupa. gar@frettabladid.is Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
„Verðlagið er svakalegt,“ segir Ragnar Magnússon, oddviti í hreppsnefnd Hrunamannahrepps, sem skorað hefur á verslunina Strax að lækka vöruverð og hafa lengur opið á veturna. Strax, sem Samkaup rekur, er eina matvöruverslunin á Flúðum. Á fundi hreppsnefndar í byrjun október fór Ragnar oddviti yfir þjónustu verslunarinnar við íbúa sveitarfélagsins. Sagt var að mikið hefði borið á kvörtunum vegna afgreiðslutíma og verðlagningar verslunarinnar. „Það er ríkjandi viðhorf að það sé verið að fleyta rjómann af versluninni með því að hafa bara vel opið yfir sumartímann þegar ferðamennirnir eru á kreiki en um leið og sá straumur hægist þá snarstytta þeir afgreiðslutímann,“ útskýrir Ragnar. Í ályktun hreppsnefndarinnar er því beint „til forsvarsmanna verslunarinnar Strax á Flúðum að lengja afgreiðslutíma verslunarinnar yfir vetrartímann og lækka vöruverð.“ Hreppsnefndin hefur þó enga formlega stöðu gagnvart versluninni að þessu leyti. „Þetta eru aðeins vinsamleg tilmæli til þeirra sem stjórna Strax að huga að þessum málum. Við höfum ekki fengið nein formleg viðbrögð af hálfu verslunarinnar en ákaflega jákvæðar undirtektir íbúanna í sveitinni við því að við skyldum hafa tekið þetta upp,“ segir Ragnar. Á sumrin hefur Strax opið til tíu á kvöldin en á veturna lokar klukkan sex síðdegis. Það segir Ragnar afleitt. „Fólk þarf að taka sér frí úr vinnu til þess að komast í verslun,“ lýsir oddvitinn stöðunni. Flestir fari reyndar í matvörubúðir á Selfossi því verðið sé svo hátt á Flúðum. „Verð á mörgum hlutum er alveg tvöfalt miðað við lágvöruverðsverslanir.“ Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, segir opnunartíma verslanakeðjunnar einfaldlega mismunandi eftir árstíma og staðsetningu á landinu. „Búðin á Flúðum er til dæmis opin alla daga vikunnar. Sumar búðir eru opnar fimm daga í viku og enn aðrar sex daga í viku,“ segir Ómar og leggur áherslu á að Samkaup reki verslanir víða í dreifbýli á svæðum sem aðrar verslunarkeðjur hafa ekki sýnt áhuga. Hvað verðlag snertir segir Ómar það hljóta að vera krafa íbúa á alla sem veita þeim þjónustu, hvort sem það eru verslunareigendur eða yfirvöld sveitarfélags, að kostnaði sé haldið í lágmarki. „Samkaup hafa yfirtekið rekstur verslana á landsbyggðinni og hafa í öllum tilvikum lækkað vöruverð frá því sem áður var,“ segir framkvæmdastjóri Samkaupa. gar@frettabladid.is
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira