Innlent

Lögreglan handtók hælisleitenda í Sundahöfn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók erlendan hælisleitenda á athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn á sjötta tímanum í morgun og er hann nú vistaður í fangageymslu.

Hans varð vart í eftirlitskerfinu á svæðinu um klukkan hálf fimm og hefur hann væntanlega ætlað að laumast um borð í flutningaskip, sem fer vestur um haf í dag.

Allt bendir til að hann hafi verið einn á ferð, en ekki er enn vitað hverrar þjóðar hann er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×