Fleiri fréttir

Dæmigerða maríubjallan gerir sig heimakomna

Það er eitt og annað sem hlýnandi veðrátta hérlendis hefur í för með sér og nú bendir ýmislegt til þess að sjödeplan svonefnda, sem flestir þekkja sem klassísku maríubjölluna, sé að festa sig í sessi á landinu. Hingað til hefur hún reglulega borist til landsins með erlendum varningi en aldrei náð fótfestu.

Enn leitað að Rebekku

Lögregla leitar enn að Rebekku Rut Baldvinsdóttur. Rebekka Rut er 15 ára stúlka, ca. 156 sm.á hæð með sítt skollitað hár og grannvaxin. Rebekka var klædd í dökkbláa úlpu, hvítar náttbuxur með bleikum teinum og í svarta uppháa skó með hvítum botni síðast þegar til hennar spurðist.

Íhuga gæsluvarðhaldskröfu á hendur brunamanni

Lögreglan á Selfossi íhugar að krefjast enn á ný gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir manni, sem ítrekað hefur borið eld að húsum í bænum að undanförnu, eftir að hann reyndi enn einu sinni að kveikja í húsi í gærkvöldi.

Lottóvinningshafinn ekki stigið fram

Íslendingurinn stálheppni sem vann rúmar hundrað og þrjár milljónir króna í Víkingalottói í gær hefur ekki gefið sig fram en vinningsmiðann keypti hann hjá N1 í Stórahjalla í Kópavogi.

Saksóknari Alþingis kostaði 66,8 milljónir

Heildarkostnaður við embætti saksóknara Alþingis vegna landsdómsmálaferlanna gegn Geir H. Haarde var 66,8 milljónir króna. Í fjárlögum var gert ráð fyrir 36,4 milljóna króna fjárheimildum og því var keyrt fram úr áætlunum um 30,4 milljónir króna.

Vilja gamla trillu á leikskólann

Landssamband smábátaeigenda fékk skemmtilega fyrirspurn á dögunum þegar starfsfólk á leikskólanum á Sæborg í Reykjavík óskaði eftir lítilli, gamalli trillu til að setja á leikskólalóðina.

Hætta við að hljóðrita ríkisstjórnarfundi

Ríkisstjórnarfundir verða ekki hljóðritaðir, en kröfur um ritun funda verða skýrari, samkvæmt nýju frumvarpi sem meirihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar hefur lagt fram. Valgerður Bjarnadóttir, formaður nefndarinnar, mælti fyrir frumvarpinu í dag.

Tónleikar Rusty Anderson í Austurbæ hefjast klukkan 21 en ekki 22

Tónleikar Rusty Anderson, aðalgítarleikara Bítilsins Sir Paul McCartney, í Austurbæ í kvöld hefjast klukkan 21 en ekki klukkan 22 eins og kom fram í viðburðaupptalningu í Fréttablaðinu í dag. Upplýsingarnar sem þar komu fram áttu við tónleika gítarleikarans á Græna hattinum á Akureyri á föstudagskvöldið. Miðaverð á tónleikana í Austurbæ er 3.900 krónur.

Vopnahlé á fórnarhátíð gæti skipt sköpum

Lakhdar Brahimi, erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins gagnvart Sýrlandi, skorar á stjórnarherinn og uppreisnarmenn að leggja niður vopn í fjóra daga meðan fórnarhátíð múslima er haldin síðar í þessum mánuði.

Hafragrautsmaður veldur lögreglunni hugarangri

Ökumaður sem ók á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í morgun sá hvar í bílnum við hliðina var karl um þrítugt og í aftursæti bifreiðarinnar var barn. Maðurinn var að borða graut undir stýri að sögn þess sem tilkynnti málið til lögreglu, en fullyrt var að um hafragraut hafi verið að ræða.

Borgin þurfi flugvöll til að sinna skyldum sínum

Greiðar flugsamgöngur landsbyggðarinnar til Reykjavíkur eru forsenda þess að borgin geti gegnt hlutverki sínu sem höfuðborg landsins alls. Þetta segir í bókun sem bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær þar sem rædd var nýútkomin skýrsla KPMG um áhrif þess að færa flugvöllinn úr Vatnsmýri.

Tugmilljónir í reiðhjólaförgun

Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn áætla að verja jafngildi tæpra 50 milljóna íslenskra króna í ár til þess að fjarlægja reiðhjól sem hafa verið yfirgefin víðs vegar um borgina.

Twitter lokar á nýnasista í Þýskalandi

Samskiptavefurinn Twitter hefur lokað á aðgang nýnasistagrúppu sem hélt uppi áróðri á vefnum. Það voru þýsk stjórnvöld sem kröfðust þess að aðgangnum yrði lokað. Tíst nýnasistagrúppunnar verður ekki sýnilegt notendum Twitter í Þýskalandi, þótt fólk í öðrum löndum geti séð það. Þetta er í fyrsta sinn sem samskiptavefurinn beitir svokölluðum heimaritskoðunarreglum, sem settar voru í janúar síðastliðnum. Sú regla gengur út á að loka á efni í tilteknum löndum ef tístið brýtur gegn lögum þar. Eins og kunnugt er hefur nýnasistaáróður verið bannaður í Þýskalandi frá lokum síðari heimsstyrjaldar.

Ný lestrarstefna í grunnskólum borgarinnar

Skóla- og frístundaráð samþykkti í gær nýja lestrarstefnu fyrir grunnskóla Reykjavíkur. Með henni á að auka vægi lestrar og ritunar á öllum skólastigum.

Allt að 20 gráðu hiti og sól í Danmörku

Á meðan kalt veður er allsráðandi á Íslandi búa frændur okkar Danir við þann sjaldgæfa lúxus að allt að 20 gráðu hiti er í Danmörku í dag með sól og blíðu. Það er afarsjaldgæft að svo mikill hiti mælist í landinu í miðjum október.

Yfir 10 þúsund krefjast Betra lífs

Nú hafa rúmlega 10 þúsund skrifað undir í kröfuna um Betra líf fyrir þolendur áfengis- og vímuefnavandans. SÁÁ kynnti átakið fyrir tæpum tveimur vikum. Þeir sem skrifa undir skora á stjórnvöld að verja 10 prósent af áfengisgjaldinu til að byggja upp endurhæfingu fyrir mikið veika áfengissjúklinga, aðstoð við fólk eftir meðferð til að komast til virkni í samfélaginu og úrræði fyrir börn sem alast upp við álag vegna mikillar ofneyslu á heimilum sínum.

Níu af tíu réðu fólk í fyrra

Samdráttartímanum í íslensku atvinnulífi er líklegast lokið þó að ekki sé útlit fyrir mikinn vöxt á næstunni. Níu af hverjum tíu fyrirtækjum og stofnunum réðu til sín fólk á síðasta ári. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar Arneyjar Einarsdóttur og Katrínar Ólafsdóttur, lektora við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, sem verða kynntar í dag.

Minnkandi minkaveiðar

Alls veiddust 339 refir og 133 minkar í sveitarfélaginu Skagafirði á þessu ári. "Minkaveiðin hefur farið minnkandi undanfarin ár en refaveiðin er heldur að aukast,“ segir um veiðarnar í fundargerð landbúnaðarnefndar Skagafjarðar. "Nefndarmenn eru sammála um að refur er að fjölga sér og ný greni eru að finnast nær byggð en áður hefur verið,“ segir landbúnaðarnefndin sem skorar á ríkið að auka aftur fjármagn til veiðanna. "Undanfarin ár hefur verið stöðugt minna fjármagn frá ríkinu í þessa veiði og alls ekkert til refaveiðinnar.“ - gar

Vilhjálmur vill eitt af efstu sætunum í Kraganum

Vilhjálmur Bjarnason, lektor og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Vilhjálmur býður sig fram í eitthvert efstu sætanna, frá 1 – 6.

Tvö innbrot í borginni í nótt

Tilkynnt var um tvö innbrot á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Annarsvegar í hús við Furugerði og hinsvegar í verslun Max við Kauptún. Ekki er ljóst hverju, eða hvort einhverju var stolið, en þeir sem þarna voru að verki eru ófundnir.

Barnaníðingar vekja óhug í Kanada

Lögreglan í Kanada hefur upprætt hring barnaníðinga og voru 21 þeirra handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í gær.

Formaður ræðir ekki þotuveiki flugþjóna

„Þetta málefni er ekki til umræðu af hálfu stéttarfélagsins í fjölmiðlum,“ segir Sigrún Jónsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, aðspurð um veikindi flugþjóna í millilandaflugi.

Helgi neitar að afla gagna um Guðlaug Þór

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hafnaði í gær beiðni verjanda Gunnars Þ. Andersen um að afla fyrir hann gagna um viðskipti þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.

Paul Ryan notaði súpueldhús í pólitískum tilgangi

Aðstandendur svokallaðs súpueldhúss í bænum Youngstown í Ohio, þar sem fátækum er gefinn hádegismatur á hverjum degi, eru æfir af reiði út í Paul Ryan varaforsetaefni Mitt Romney. Saka þeir Ryan um að hafa notað súpueldhúsið í pólitískum tilgangi.

Kyrkislangan Medúsa komin í heimsmetabók Guiness

Kyrkislanga sem heitir Medúsa er komin í heimsmetabók Guiness. Hún er lengsta slangan í heiminum sem er í haldi en lengd hennar mælist nú 7,67 metrar. Það þarf 15 til 18 manns til að lyfta henni upp.

Einhliða upptaka ekki talinn valkostur

Ekki er hægt að gera ráð fyrir upptöku annarrar myntar á næstu árum og því er mikilvægt að tryggja trausta peningastefnu á grundvelli krónunnar. Þetta er sameiginlegt mat samráðshóps allra þingflokka um mótun gengis- og peningamálastefnu sem kemur fram í nýbirtu bréfi til Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.

Búa sig undir ólíkar niðurstöður í Icesave

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að dómur í Icesave-málinu gæti fallið fyrir jól, hugsanlega í byrjun desember. Hann fundaði með Tim Ward, aðalmálflutningsmanni Íslands, í gær. Össur segir að í undirbúningi séu viðbrögð við mismunandi útkomum dómsins og brugðið geti til beggja átta.

Árni Páll nýtur mests stuðnings

Flestir vilja sjá Árna Pál Árnason leiða Samfylkinguna þegar Jóhanna Sigurðardóttir lætur af formennsku í vor. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Viðskiptablaðsins á trausti til þeirra sem til greina koma í embættið.

Best að búa hjá báðum foreldrum

Unglingum sem búa hjá báðum foreldrum líður almennt betur en þeim sem búa aðeins hjá öðru þeirra. Þetta sýnir ný rannsókn Benedikts Jóhannssonar, sérfræðings í klínískri sálfræði hjá Reykjavíkurborg.

Friðarviðræður hafnar í Ósló

Friðarviðræður milli skæruliðasveitanna FARC og Kólumbíustjórnar hófust í Ósló í gær. Þetta er í annað sinn sem reynt er að semja af alvöru um frið við skæruliðana, sem áratugum saman hafa barist við stjórnarherinn í Kólumbíu.

Norðmenn horfa til Íslands í haustfríinu

Reykjavík er vinsælasti áfangastaður Norðmanna í árvissum haustfríum samkvæmt uppflettingum á Dohop.no. Evrópulönd eru vinsælust, þótt sól og hiti heilli líka. „Aufúsugestir og sækja mikið hingað,“ segir framkvæmdastjóri SAF.

Stærri og færri ráðuneyti

Umfangsmiklar breytingar hafa orðið á íslensku stjórnkerfi í kjölfar hrunsins. Ríkisstjórnin setti sér þá stefnu í stjórnarsáttmála að fækka ráðuneytum og stækka þau og sérstök úttekt var gerð á fyrirkomulaginu. Aukið vald forsætisráðherra er gagnrýnt.

Fundu plánetu með fjórar sólir

Áhugamenn um stjörnufræði duttu niður á stórmerka uppgötvun á dögunum þegar þeir komu auga á reikistjörnuna PH1 sem er í nágrenni við fjórar sólir. Raunar er um að ræða tvö tvístirni, A og B, en PH1 og B snúast um A. PH1 er að öllum líkindum gasstjarna í líkingu við Neptúnus eða Úranus.

Tengsl milli næturvinnu og krabbameins

Karlmenn sem stunda mikla næturvinnu eru mun líklegri til að fá krabbamein en aðrir, ef marka má rannsóknarniðurstöður franskra vísindamanna.

Vilja efla ferðaþjónustu utan háannatíma

Nokkrir þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um nýsköpunarátak til að efla heilsársferðaþjónustu úti í landi. Er þetta í þriðja sinn sem tillagan er lögð fram.

Ætlaði að sprengja Seðlabanka Bandaríkjanna

Talið er að 21 árs gamall karlmaður frá Bangladesh hafi ætlað að sprengja byggingu Seðlabanka Bandaríkjanna í loft upp. Maðurinn, sem heitir Quazi Muhammed Rezwanul Ahsan Nafis, var handtekinn í New York í dag.

Sala Gagnaveitunnar ill nauðsyn

"Það kæmi mér ekki á óvart ef það yrði mikill áhugi frá fjárfestum á Gagnaveitu Reykjavíkur." Þetta segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur nú gefið Orkuveitu Reykjavíkur umboð til að hefja undirbúning á sölu á 49 prósent hlut í Gagnaveitunni.

Sjá næstu 50 fréttir