Fleiri fréttir Ikea fjarlægir konur úr kynningarbæklingi IKEA sætir nú gagnrýni eftir að fyrirtækið eyddi öllum konum úr kynningabæklingi sínum í Sádí-Arabíu.Það var sænski fréttamiðillinn Metro sem greindi frá þessu í gær. Í umfjöllun blaðsins mátti sjá ljósmyndir úr bæklingi IKEA þar sem allar konur höfðu verið fjarlægðar með hjálp myndvinnsluforrita. 2.10.2012 07:45 Heitavatnslaust í Grafarvogi Heitavatnslaust hefur verið í Hamrahverfi og hluta Húsa- og Foldahverfa í Grafarvogi frá klukkan átta og verður svo fram á kvöld vegna viðgerðar á hitavatnslögn. 2.10.2012 07:45 Adele flytur titillag James Bond Breska stórsöngkonan Adele mun syngja titillag nýjustu kvikmyndarinnar um spæjarann James Bond. Kvikmyndin heitir Skyfall og verður þetta í þriðja sinn sem leikarinn Daniel Craig bregður sér í hlutverk Bond. 2.10.2012 07:31 Hátt í 40 látnir eftir ferjuslys Þrjátíu og sex hið minnsta fórust og fjöldi slasaðist þegar tvær ferjur lentu í árekstri við strendur Hong Kong í gærkvöld. Leki kom upp í minni ferjunni eftir áreksturinn og sökk hún fljótlega eftir slysið. 2.10.2012 07:30 Bifhjólamaður féll í götuna Ekið var á lamb á veginum um Svalbarðsströnd við Eyjafjörð í gærkvöldi og drapst það samstundis. Ökumanni tókst á halda bílnum á veginum þrátt fyrir mikið högg. 2.10.2012 07:26 Áskilur sér rétt til að skipta um skoðun síðar Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, hefur hvorki í hyggju að fara í framboð fyrir næstu alþingiskosningar né taka þátt í formannsslag Samfylkingarinnar, segja heimildir Fréttablaðsins. 2.10.2012 07:00 Páfagaukur býður í afmælið sitt Páfagaukurinn Olli, eða Ollie Kinchin eins og hann heitir fullu nafni, heldur upp á tvítugsafmælið sitt í dag. Af því tilefni tekur hann á móti gestum í miðasölu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins á opnunartíma og gerir það sem honum finnst skemmtilegast; hitta fólk, segja „halló“ og bjóða því upp á hnetur. 2.10.2012 05:00 Fangi skráði örnefni í landi Sogns í Ölfusi „Ég á tvö sumur hérna eftir enn þá. Ég get komið ýmsu í verk á þeim tíma,“ segir Ágúst Dalkvist fangi, sem í sumar skráði og hnitsetti örnefni á landareign fangelsisins á Sogni. „Þetta er ekki dýr framkvæmd en er mjög flott verk hjá honum,“ segir Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri, sem hefur nú sent bæjaryfirvöldum í Hveragerði, Ölfusi og Árborg bréf og boðið fram þjónustu fanga við örnefnaskráningu á svæðinu. 2.10.2012 05:00 Hvetja verktaka til að klára verk Verkefnisstjóri við byggingu hjúkrunarheimilis í Sjálandshverfi í Garðabæ segir í greinargerð til bæjarstjórnar að framkvæmdir á vegum Hamarsfells ehf. við innanhúsfrágang gangi seint og séu átta til níu vikum á eftir áætlun. Verktakanum hafi því verið send orðsending þar sem hann er hvattur til að „grípa til árangursríkra ráðstafana til að uppfylla skyldur sínar samkvæmt verksamningi um að skila verkinu á umsömdum tíma,“ 2.10.2012 04:00 Landsbjörg æfir með erlendum Slysavarnafélagið Landsbjörg tekur þessa dagana þátt í áhafnaskiptum með sjö evrópskum sjóbjörgunarfélögum. Verkefnið gengur út á það að frá Íslandi fara sjö sjálfboðaliðar sem eru í áhöfnum björgunarskipa eða báta til nokkurra Evrópulanda og á móti koma sjálfboðaliðar frá sömu löndum. 2.10.2012 04:00 Segir SÞ styðja hryðjuverkalið Walid al Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands, segir að enginn friður geti orðið í Sýrlandi fyrr en nágrannalöndin hætti að styðja hryðjuverkamenn. 2.10.2012 04:00 Gaman að matreiða dílamjóra „Við vorum svo heppin að fá slatta af dílamjóra á fiskmarkaðnum,“ segir Magnús Ingi Magnússon, veitingamaður á Sjávarbarnum við Grandagarð 9. Þar er um þessar mundir boðið upp á þessa óvenjulegu fisktegund. 2.10.2012 04:00 Í kröfum Íslendinga er ekkert sem ekki má leysa „Það er ekkert þarna sem ég tel vera óleysanlegt,“ sagði Johannes Hahn, byggðamálastjóri Evrópusambandsins, um samningsafstöðu Íslands í byggðamálum. „Það er farið fram á ýmsa hluti sem snerta sérstöðu Íslands hvað varðar legu landsins og staðsetningu. Það er ekkert óvenjulegt við að ríki, sem sækja um aðild að ESB, vilji ná fram einhverju er varðar sérstöðu þeirra, en allt það þarf að ræða ítarlega í samningaviðræðunum.“ 2.10.2012 04:00 Speglaveggur á MR fer aftur í leyfisferli Leyfi skipulagsyfirvalda í Reykjavík vegna endurbyggingar á austur- og vesturhlið Þingholtsstrætis 18 var nýlega fellt úr gildi. Umrædd bygging er hluti af húsnæði Menntaskólans í Reykjavík. 2.10.2012 04:00 Ríkið styðji byltingu í tækjamálum skóla Skólastjóri Melaskóla telur rétt að íhuga hvort stefnubreytingar sé þörf í tækni- og námsgagnaútgáfu fyrir grunnskóla. Íhuga mætti að færa hefðbundið námsefni yfir í stafrænt form fyrir spjaldtölvur og lesbretti. Þannig sparist fjármunir, sem nýta mætti til að aðstoða skólana við að endurnýja tölvur og tækjabúnað, sem er ein af frumforsendum þess að nýta nýja tækni í skólastarfi. 2.10.2012 04:00 Stuðningur við landbúnað er tvöfalt hærri hér á landi Ísland greiðir fimmta hæsta stuðning við landbúnað af OECD-löndunum. Noregur trónir á toppnum og Sviss, Kórea og Japan greiða öll hærri stuðning en Ísland. Þetta kemur fram í skýrslu OECD. 2.10.2012 04:00 386 milljóna tap á hálfu ári Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar var neikvæð um 386 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Áætlanir höfðu gert ráð fyrir 153 milljóna króna halla. Niðurstaðan á fyrri helmingi ársins er þó betri en á sama tímabili í fyrra þegar hallinn var 1.162 milljónir. Lakari niðurstaða er að stærstum hluta rakin til fjármagnsliða. Nettó fjármagnsgjöld voru 1.820 milljónir króna, en gert var ráð fyrir 1.275 milljónum. Í greinargerð segir að frávikið megi einkum skýra með verðbólguskoti sem varð í upphafi ársins. 2.10.2012 00:00 Segja stuðningsmenn Assange ábyrga fyrir tölvuárásum Fjöldi tölvuárása var gerður á sænska fjölmiðla og aðrar sænskar stofnanir í dag. Talið er að þar hafi verið að verki stuðningsmenn Julians Assange, stofnanda WikiLeaks. Assange er, sem kunnugt er, sakaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum þar í landi. 1.10.2012 23:24 Þjófóttar mæðgur með allt of vægan dóm Dómur yfir þjófóttum mæðgum sem voru dæmdar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag er allt of vægur að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Mæðgurnar voru dæmdar fyrir ítrekaðan þjófnað og verðmæti varanna sem þær stálu hljóp á milljónum. 1.10.2012 21:30 Skömm og þunglyndi fylgir ófrjósemi Fimmtán prósent para glíma við ófrjósemi. Skömm og þunglyndi getur fylgt í kjölfarið að sögn konu sem hefur reynt að eignast barn í sex ár. 1.10.2012 19:15 Lömb sem fundust undanfarna daga fá líklega að lifa veturinn Lömb sem eru grafin úr fönn eru ekki endilega óæt en þau þurfa klárlega á því að halda að þau séu tekin á hús og fái tíma til að jafna sig áður en þau eru send á sláturhús. Þetta segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda, samtali við Reykjavík síðdegis. 1.10.2012 20:58 Mark Zuckerberg hitti Medvedev Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hitti Dmitri Medvedev, forsætisráðherra Rússa og fyrrverandi forseta, í dag. Gott samtal við Medvedev, sagði Zuckerman á fésbókarvegg sínum. Zuckerberg heimsótti líka Rauða torgið, fékk sér að borða á McDonalds og tók þátt í að dæma í keppni á milli rússneskra forritara. Í frétt á vef The New York Times segir að einn af stofnendum Facebook, Sergey Brin, sé rússneskur að uppruna. 1.10.2012 19:59 Fundu 600 töflur af rítalíni og skotvopn í húsleit Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á haglabyssur, riffla með hljóðdeyfum, lyfseðilsskyld lyf og peninga í húsleit síðastliðinn föstudag. 1.10.2012 17:55 Hópur pilta réðst á einn - 10 spor saumuð Hópur pilta réðst á mann um tvítugt í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Piltarnir börðu hann og spörkuðu í hann með þeim afleiðingum að sauma þurfti tæplega tíu spor í höfuð hans og nef. Talið var að hann hefði nefbrotnað. Árásarmennirnir töldu sig eiga vantalað við félaga þess sem ráðist var á og komu að íbúð hins fyrrnefnda í því skyni. Maðurinn varnaði þeim inngöngu og réðust þeir þá á hann. Lögregla rannsakar málið. 1.10.2012 16:46 Stálu vörum fyrir rúmar 6 milljónir Mæðgur hafa verið dæmdar fyrir stórfelldan þjófnað úr verslunum, en dómur þess eðlis féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Móðirin skal sæta fangelsi í fimmtán mánuði, en 12 mánuðir eru skilorðsbundnir. Dóttirin fékk fjögurra mánaða fangelsisdóm en refsingu er frestað og fellur hún niður eftir þrjú ár haldi hún skilorð þann tíma. 1.10.2012 16:32 Próf- og beltislaust talandi í síma á óskoðuðum bíl Lögreglan á Suðurnesjum hefur undanfarna daga haft afskipti af allmörgum ökumönnum sem ekki hafa verið til fyrirmyndar í umferðinni. 1.10.2012 15:24 Dópaður og réttindalaus Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina rúmlega tvítugan ökumann þar sem hann var grunaður um ölvun við akstur. 1.10.2012 15:23 Ráðherra í myrkri Rafmagn fór af hluta Skuggahverfis rétt eftir klukkan eitt í dag þegar bilun varð í háspennukerfi við Lindargötu. Meðal annars fór rafmagnið af í umhverfisráðuneytinu en það komst þó fljótt á þar aftur. 1.10.2012 15:16 Ísland áfangastaður ársins að mati lesenda The Guardian Ísland hefur verið valið land ársins í Evrópu 2012, í árlegu vali lesenda breska dagblaðsins The Guardian á áhugaverðustu áfangastöðum heims, eða hinum svokölluðu Guardian Readers‘ Travel Awards. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsstofu. 1.10.2012 15:06 Katrín fer gegn Árna Páli Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, ætlar að sækjast eftir fyrsta sæti í suðvesturkjördæmi í prófkjöri Samfylkingarinnar. "Ég hef verið að melta þetta með mér í nokkurn tíma og ég hef ákveðið að gefa kost á mér í það sæti. Svo er það félagsmanna í suðvesturkjördæmi að taka ákvörðun um það hvernig þeir vilja stilla upp. Ég allavega býð mig fram," segir Katrín, sem tók við lyklavöldum í ráðuneytinu nú skömmu eftir hádegið. Árni Páll Árnason er fyrsti þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu og sækist hann áfram eftir því sæti., en Katrín er annars Bæði hafa þau verið orðuð við formannsframboð. Spurð hvort hún ætli að bjóða sig fram til formanns svarar Katrín: "Ég segi nú bara: Eitt í einu! Það er heilmikið að gefa kost á sér að vera oddviti í kjördæmi. Ef það gengur eftir þá mun ég auðvitað sjá til. En það er einn slagur fyrst og síðan mun ég meta stöðuna í framhaldi af því. En það er ekkert ákveðið og ég hef ekki gengið með formanninn í maganum hingað til en maður á aldrei að útiloka neitt í pólitík," segir Katrín. Árni Páll gefur heldur enn ekkert upp um hvort hann stefni á að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hann segir ekki heldur ljóst hvenær hann gerir upp hug sinn. "Það bara kemur þegar það kemur," segir hann. 1.10.2012 14:00 Illa unnið að framkvæmdum OR á Hengilssvæðinu Framkvæmdir við niðurdælingu vatns frá Hellisheiðarvirkjun, sem leysti úr læðingi jarðhræringar við Húsmúla á Hengilssvæðinu haustið 2011 eru sagðar hafa verið illa undirbúnar og illa unnar. Þetta kemur fram í skýrslu sérfræðinga sem unnin var fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Í skýrslunni segir að jarðskjálftar vegna framkvæmdarinnar hafi komið á óvart og vakið um tíma kvíði og tortryggni. Fyrstu viðbrögð hafi verið fálmkennd og nokkurn tíma hafi tekið að átta sig á atburðarrásinni og hvernig við skyldi brugðist. 1.10.2012 13:43 Heildarupphæð barnabóta hækkar um 30% Síðasta embættisverk Oddnýjar Harðardóttur á stóli fjármálaráðherra var að kynna breytingar á barnabótakerfinu en á Ríkisráðsfundi nú rétt fyrir hádegið tók Katrín Júlíusdóttir við ráðuneytinu af Oddnýju. Heildarupphæð bótanna hækkar um þrjátíu prósent og tekjuskerðingarmörk hækka einnig. 1.10.2012 12:25 Sveinn Arason: Upphlaup hjá fjárlaganefnd Ríkisendurskoðandi segir það hreint upphlaup hjá fjárlaganefnd að neita að afhenda honum frumvarp til umsagnar. Hann telur sinn enn njóta fulls trausts forseta Alþingis. 1.10.2012 12:13 Oddný út - Katrín inn Ríkisráðsfundur stendur nú yfir á Bessastöðum en fundurinn markar breytingar á ráðherraliði ríkisstjórnarinnar. Oddný Harðardóttir kveður í dag efnahags- og fjármálaráðuneytið og Karín Júlíusdóttir tekur þar formlega við lyklavöldum klukkan hálf eitt í dag. 1.10.2012 12:09 Grófu 150 fjár upp úr snjó Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra skipulagði nú um helgina umfangsmiklar aðgerðir, í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörgu, búnaðarráðunauta, bændur og aðrar hlutaðeigandi. 1.10.2012 11:56 Reyndi að kveikja í Kaffi Krús Mikil hætta myndaðist þegar eldur kom upp á veitingastaðnum Kaffi Krús á Selfossi á föstudagskvöld. Gestir á veitingastaðnum tóku eftir að kveikt hafði verið í blómaskreytingu sem stóð upp við húsvegg. 1.10.2012 10:58 Bekkjabófar í hefndarhug Að morgni síðastliðins miðvikudags tóku starfsmenn Samkaupa við Tryggvagötu á Selfossi eftir því að tveir bekkir sem höfðu verið framan við verslunina voru horfnir. 1.10.2012 10:55 Tók lögreglustöðina á Selfossi og sýsluskrifstofu eignarnámi Maður kom í afgreiðslu lögreglustöðvarinnar á Selfossi um klukkan 19:30 síðastliðinn föstudag. 1.10.2012 10:51 Nöfn þeirra sem létust lesin upp Rannsóknarnefnd, sem hefur það verkefni að kanna skotárásirnar í Marikana námunni í Suður-Afríku í ágúst síðastliðnum, tók til starfa í dag. Nefndin hóf störf sín á því að lesa upp nöfn þeirra sem létust. 1.10.2012 10:43 Hátt í 500 greitt atkvæði utan kjörfundar Alls hafa 438 greitt atkvæði utan kjörfundar í stjórnlagaráðskosningunum sem fram fara 20. október næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum í Reykjavík hafa 268 einstaklingar greitt atkvæði í Reykjavík. 1.10.2012 10:02 Jarðskjálftar við Grímsey Jarðskjálfti að stærð 3.2 með upptök um tuttugu kílómetra austan við Grímsey varð klukkan þrjú í nótt. Annar skjálfti, 2.6 að stærð, varð á sömu slóðum klukkan sex í morgun. 1.10.2012 09:59 Krefjast frávísunar al-Thani málsins Verjendur Kaupþingsmanna í al-Thani málinu svokallaða kröfðust frávísunar við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Enginn sakborninganna var mættur í Héraðsdóm, en Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, og fulltrúar hinna sakborninganna voru mættir til að leggja fram greinargerð í málinu. 1.10.2012 09:37 Oddný fundar fyrir ráðherraskipti Oddný G. Harðardóttir, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, boðaði til blaðamannafundar klukkan níu í morgun. Efni fundarins er bætt stuðningskerfi við barnafjölskyldur og breyttar úthlutunarreglur barnabóta. Fundurinn var haldinn í fundarsalnum Hóli í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í Arnarhvoli. 1.10.2012 09:29 Fyrirtöku í máli Pussy Riot frestað Fyrirtöku á áfrýjunarmáli þriggja kvenna úr rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot var frestað í morgun. Konurnar voru dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir óspektir og guðlast í ágúst. 1.10.2012 09:17 Sjálfsmorðsárás í Afganistan - þrettán féllu Þrettán hið minnsta létust í sjálfsmorðssprengjuárás í Afganistan í morgun. Sextíu aðrir liggja sárir eftir. Ódæðismaðurinn ók á mótorhjóli að hermönnum við útimarkað í borginni Khost og sprengdi sig í loft upp. 1.10.2012 08:30 Sjá næstu 50 fréttir
Ikea fjarlægir konur úr kynningarbæklingi IKEA sætir nú gagnrýni eftir að fyrirtækið eyddi öllum konum úr kynningabæklingi sínum í Sádí-Arabíu.Það var sænski fréttamiðillinn Metro sem greindi frá þessu í gær. Í umfjöllun blaðsins mátti sjá ljósmyndir úr bæklingi IKEA þar sem allar konur höfðu verið fjarlægðar með hjálp myndvinnsluforrita. 2.10.2012 07:45
Heitavatnslaust í Grafarvogi Heitavatnslaust hefur verið í Hamrahverfi og hluta Húsa- og Foldahverfa í Grafarvogi frá klukkan átta og verður svo fram á kvöld vegna viðgerðar á hitavatnslögn. 2.10.2012 07:45
Adele flytur titillag James Bond Breska stórsöngkonan Adele mun syngja titillag nýjustu kvikmyndarinnar um spæjarann James Bond. Kvikmyndin heitir Skyfall og verður þetta í þriðja sinn sem leikarinn Daniel Craig bregður sér í hlutverk Bond. 2.10.2012 07:31
Hátt í 40 látnir eftir ferjuslys Þrjátíu og sex hið minnsta fórust og fjöldi slasaðist þegar tvær ferjur lentu í árekstri við strendur Hong Kong í gærkvöld. Leki kom upp í minni ferjunni eftir áreksturinn og sökk hún fljótlega eftir slysið. 2.10.2012 07:30
Bifhjólamaður féll í götuna Ekið var á lamb á veginum um Svalbarðsströnd við Eyjafjörð í gærkvöldi og drapst það samstundis. Ökumanni tókst á halda bílnum á veginum þrátt fyrir mikið högg. 2.10.2012 07:26
Áskilur sér rétt til að skipta um skoðun síðar Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, hefur hvorki í hyggju að fara í framboð fyrir næstu alþingiskosningar né taka þátt í formannsslag Samfylkingarinnar, segja heimildir Fréttablaðsins. 2.10.2012 07:00
Páfagaukur býður í afmælið sitt Páfagaukurinn Olli, eða Ollie Kinchin eins og hann heitir fullu nafni, heldur upp á tvítugsafmælið sitt í dag. Af því tilefni tekur hann á móti gestum í miðasölu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins á opnunartíma og gerir það sem honum finnst skemmtilegast; hitta fólk, segja „halló“ og bjóða því upp á hnetur. 2.10.2012 05:00
Fangi skráði örnefni í landi Sogns í Ölfusi „Ég á tvö sumur hérna eftir enn þá. Ég get komið ýmsu í verk á þeim tíma,“ segir Ágúst Dalkvist fangi, sem í sumar skráði og hnitsetti örnefni á landareign fangelsisins á Sogni. „Þetta er ekki dýr framkvæmd en er mjög flott verk hjá honum,“ segir Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri, sem hefur nú sent bæjaryfirvöldum í Hveragerði, Ölfusi og Árborg bréf og boðið fram þjónustu fanga við örnefnaskráningu á svæðinu. 2.10.2012 05:00
Hvetja verktaka til að klára verk Verkefnisstjóri við byggingu hjúkrunarheimilis í Sjálandshverfi í Garðabæ segir í greinargerð til bæjarstjórnar að framkvæmdir á vegum Hamarsfells ehf. við innanhúsfrágang gangi seint og séu átta til níu vikum á eftir áætlun. Verktakanum hafi því verið send orðsending þar sem hann er hvattur til að „grípa til árangursríkra ráðstafana til að uppfylla skyldur sínar samkvæmt verksamningi um að skila verkinu á umsömdum tíma,“ 2.10.2012 04:00
Landsbjörg æfir með erlendum Slysavarnafélagið Landsbjörg tekur þessa dagana þátt í áhafnaskiptum með sjö evrópskum sjóbjörgunarfélögum. Verkefnið gengur út á það að frá Íslandi fara sjö sjálfboðaliðar sem eru í áhöfnum björgunarskipa eða báta til nokkurra Evrópulanda og á móti koma sjálfboðaliðar frá sömu löndum. 2.10.2012 04:00
Segir SÞ styðja hryðjuverkalið Walid al Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands, segir að enginn friður geti orðið í Sýrlandi fyrr en nágrannalöndin hætti að styðja hryðjuverkamenn. 2.10.2012 04:00
Gaman að matreiða dílamjóra „Við vorum svo heppin að fá slatta af dílamjóra á fiskmarkaðnum,“ segir Magnús Ingi Magnússon, veitingamaður á Sjávarbarnum við Grandagarð 9. Þar er um þessar mundir boðið upp á þessa óvenjulegu fisktegund. 2.10.2012 04:00
Í kröfum Íslendinga er ekkert sem ekki má leysa „Það er ekkert þarna sem ég tel vera óleysanlegt,“ sagði Johannes Hahn, byggðamálastjóri Evrópusambandsins, um samningsafstöðu Íslands í byggðamálum. „Það er farið fram á ýmsa hluti sem snerta sérstöðu Íslands hvað varðar legu landsins og staðsetningu. Það er ekkert óvenjulegt við að ríki, sem sækja um aðild að ESB, vilji ná fram einhverju er varðar sérstöðu þeirra, en allt það þarf að ræða ítarlega í samningaviðræðunum.“ 2.10.2012 04:00
Speglaveggur á MR fer aftur í leyfisferli Leyfi skipulagsyfirvalda í Reykjavík vegna endurbyggingar á austur- og vesturhlið Þingholtsstrætis 18 var nýlega fellt úr gildi. Umrædd bygging er hluti af húsnæði Menntaskólans í Reykjavík. 2.10.2012 04:00
Ríkið styðji byltingu í tækjamálum skóla Skólastjóri Melaskóla telur rétt að íhuga hvort stefnubreytingar sé þörf í tækni- og námsgagnaútgáfu fyrir grunnskóla. Íhuga mætti að færa hefðbundið námsefni yfir í stafrænt form fyrir spjaldtölvur og lesbretti. Þannig sparist fjármunir, sem nýta mætti til að aðstoða skólana við að endurnýja tölvur og tækjabúnað, sem er ein af frumforsendum þess að nýta nýja tækni í skólastarfi. 2.10.2012 04:00
Stuðningur við landbúnað er tvöfalt hærri hér á landi Ísland greiðir fimmta hæsta stuðning við landbúnað af OECD-löndunum. Noregur trónir á toppnum og Sviss, Kórea og Japan greiða öll hærri stuðning en Ísland. Þetta kemur fram í skýrslu OECD. 2.10.2012 04:00
386 milljóna tap á hálfu ári Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar var neikvæð um 386 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Áætlanir höfðu gert ráð fyrir 153 milljóna króna halla. Niðurstaðan á fyrri helmingi ársins er þó betri en á sama tímabili í fyrra þegar hallinn var 1.162 milljónir. Lakari niðurstaða er að stærstum hluta rakin til fjármagnsliða. Nettó fjármagnsgjöld voru 1.820 milljónir króna, en gert var ráð fyrir 1.275 milljónum. Í greinargerð segir að frávikið megi einkum skýra með verðbólguskoti sem varð í upphafi ársins. 2.10.2012 00:00
Segja stuðningsmenn Assange ábyrga fyrir tölvuárásum Fjöldi tölvuárása var gerður á sænska fjölmiðla og aðrar sænskar stofnanir í dag. Talið er að þar hafi verið að verki stuðningsmenn Julians Assange, stofnanda WikiLeaks. Assange er, sem kunnugt er, sakaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum þar í landi. 1.10.2012 23:24
Þjófóttar mæðgur með allt of vægan dóm Dómur yfir þjófóttum mæðgum sem voru dæmdar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag er allt of vægur að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Mæðgurnar voru dæmdar fyrir ítrekaðan þjófnað og verðmæti varanna sem þær stálu hljóp á milljónum. 1.10.2012 21:30
Skömm og þunglyndi fylgir ófrjósemi Fimmtán prósent para glíma við ófrjósemi. Skömm og þunglyndi getur fylgt í kjölfarið að sögn konu sem hefur reynt að eignast barn í sex ár. 1.10.2012 19:15
Lömb sem fundust undanfarna daga fá líklega að lifa veturinn Lömb sem eru grafin úr fönn eru ekki endilega óæt en þau þurfa klárlega á því að halda að þau séu tekin á hús og fái tíma til að jafna sig áður en þau eru send á sláturhús. Þetta segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda, samtali við Reykjavík síðdegis. 1.10.2012 20:58
Mark Zuckerberg hitti Medvedev Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hitti Dmitri Medvedev, forsætisráðherra Rússa og fyrrverandi forseta, í dag. Gott samtal við Medvedev, sagði Zuckerman á fésbókarvegg sínum. Zuckerberg heimsótti líka Rauða torgið, fékk sér að borða á McDonalds og tók þátt í að dæma í keppni á milli rússneskra forritara. Í frétt á vef The New York Times segir að einn af stofnendum Facebook, Sergey Brin, sé rússneskur að uppruna. 1.10.2012 19:59
Fundu 600 töflur af rítalíni og skotvopn í húsleit Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á haglabyssur, riffla með hljóðdeyfum, lyfseðilsskyld lyf og peninga í húsleit síðastliðinn föstudag. 1.10.2012 17:55
Hópur pilta réðst á einn - 10 spor saumuð Hópur pilta réðst á mann um tvítugt í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Piltarnir börðu hann og spörkuðu í hann með þeim afleiðingum að sauma þurfti tæplega tíu spor í höfuð hans og nef. Talið var að hann hefði nefbrotnað. Árásarmennirnir töldu sig eiga vantalað við félaga þess sem ráðist var á og komu að íbúð hins fyrrnefnda í því skyni. Maðurinn varnaði þeim inngöngu og réðust þeir þá á hann. Lögregla rannsakar málið. 1.10.2012 16:46
Stálu vörum fyrir rúmar 6 milljónir Mæðgur hafa verið dæmdar fyrir stórfelldan þjófnað úr verslunum, en dómur þess eðlis féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Móðirin skal sæta fangelsi í fimmtán mánuði, en 12 mánuðir eru skilorðsbundnir. Dóttirin fékk fjögurra mánaða fangelsisdóm en refsingu er frestað og fellur hún niður eftir þrjú ár haldi hún skilorð þann tíma. 1.10.2012 16:32
Próf- og beltislaust talandi í síma á óskoðuðum bíl Lögreglan á Suðurnesjum hefur undanfarna daga haft afskipti af allmörgum ökumönnum sem ekki hafa verið til fyrirmyndar í umferðinni. 1.10.2012 15:24
Dópaður og réttindalaus Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina rúmlega tvítugan ökumann þar sem hann var grunaður um ölvun við akstur. 1.10.2012 15:23
Ráðherra í myrkri Rafmagn fór af hluta Skuggahverfis rétt eftir klukkan eitt í dag þegar bilun varð í háspennukerfi við Lindargötu. Meðal annars fór rafmagnið af í umhverfisráðuneytinu en það komst þó fljótt á þar aftur. 1.10.2012 15:16
Ísland áfangastaður ársins að mati lesenda The Guardian Ísland hefur verið valið land ársins í Evrópu 2012, í árlegu vali lesenda breska dagblaðsins The Guardian á áhugaverðustu áfangastöðum heims, eða hinum svokölluðu Guardian Readers‘ Travel Awards. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsstofu. 1.10.2012 15:06
Katrín fer gegn Árna Páli Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, ætlar að sækjast eftir fyrsta sæti í suðvesturkjördæmi í prófkjöri Samfylkingarinnar. "Ég hef verið að melta þetta með mér í nokkurn tíma og ég hef ákveðið að gefa kost á mér í það sæti. Svo er það félagsmanna í suðvesturkjördæmi að taka ákvörðun um það hvernig þeir vilja stilla upp. Ég allavega býð mig fram," segir Katrín, sem tók við lyklavöldum í ráðuneytinu nú skömmu eftir hádegið. Árni Páll Árnason er fyrsti þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu og sækist hann áfram eftir því sæti., en Katrín er annars Bæði hafa þau verið orðuð við formannsframboð. Spurð hvort hún ætli að bjóða sig fram til formanns svarar Katrín: "Ég segi nú bara: Eitt í einu! Það er heilmikið að gefa kost á sér að vera oddviti í kjördæmi. Ef það gengur eftir þá mun ég auðvitað sjá til. En það er einn slagur fyrst og síðan mun ég meta stöðuna í framhaldi af því. En það er ekkert ákveðið og ég hef ekki gengið með formanninn í maganum hingað til en maður á aldrei að útiloka neitt í pólitík," segir Katrín. Árni Páll gefur heldur enn ekkert upp um hvort hann stefni á að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hann segir ekki heldur ljóst hvenær hann gerir upp hug sinn. "Það bara kemur þegar það kemur," segir hann. 1.10.2012 14:00
Illa unnið að framkvæmdum OR á Hengilssvæðinu Framkvæmdir við niðurdælingu vatns frá Hellisheiðarvirkjun, sem leysti úr læðingi jarðhræringar við Húsmúla á Hengilssvæðinu haustið 2011 eru sagðar hafa verið illa undirbúnar og illa unnar. Þetta kemur fram í skýrslu sérfræðinga sem unnin var fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Í skýrslunni segir að jarðskjálftar vegna framkvæmdarinnar hafi komið á óvart og vakið um tíma kvíði og tortryggni. Fyrstu viðbrögð hafi verið fálmkennd og nokkurn tíma hafi tekið að átta sig á atburðarrásinni og hvernig við skyldi brugðist. 1.10.2012 13:43
Heildarupphæð barnabóta hækkar um 30% Síðasta embættisverk Oddnýjar Harðardóttur á stóli fjármálaráðherra var að kynna breytingar á barnabótakerfinu en á Ríkisráðsfundi nú rétt fyrir hádegið tók Katrín Júlíusdóttir við ráðuneytinu af Oddnýju. Heildarupphæð bótanna hækkar um þrjátíu prósent og tekjuskerðingarmörk hækka einnig. 1.10.2012 12:25
Sveinn Arason: Upphlaup hjá fjárlaganefnd Ríkisendurskoðandi segir það hreint upphlaup hjá fjárlaganefnd að neita að afhenda honum frumvarp til umsagnar. Hann telur sinn enn njóta fulls trausts forseta Alþingis. 1.10.2012 12:13
Oddný út - Katrín inn Ríkisráðsfundur stendur nú yfir á Bessastöðum en fundurinn markar breytingar á ráðherraliði ríkisstjórnarinnar. Oddný Harðardóttir kveður í dag efnahags- og fjármálaráðuneytið og Karín Júlíusdóttir tekur þar formlega við lyklavöldum klukkan hálf eitt í dag. 1.10.2012 12:09
Grófu 150 fjár upp úr snjó Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra skipulagði nú um helgina umfangsmiklar aðgerðir, í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörgu, búnaðarráðunauta, bændur og aðrar hlutaðeigandi. 1.10.2012 11:56
Reyndi að kveikja í Kaffi Krús Mikil hætta myndaðist þegar eldur kom upp á veitingastaðnum Kaffi Krús á Selfossi á föstudagskvöld. Gestir á veitingastaðnum tóku eftir að kveikt hafði verið í blómaskreytingu sem stóð upp við húsvegg. 1.10.2012 10:58
Bekkjabófar í hefndarhug Að morgni síðastliðins miðvikudags tóku starfsmenn Samkaupa við Tryggvagötu á Selfossi eftir því að tveir bekkir sem höfðu verið framan við verslunina voru horfnir. 1.10.2012 10:55
Tók lögreglustöðina á Selfossi og sýsluskrifstofu eignarnámi Maður kom í afgreiðslu lögreglustöðvarinnar á Selfossi um klukkan 19:30 síðastliðinn föstudag. 1.10.2012 10:51
Nöfn þeirra sem létust lesin upp Rannsóknarnefnd, sem hefur það verkefni að kanna skotárásirnar í Marikana námunni í Suður-Afríku í ágúst síðastliðnum, tók til starfa í dag. Nefndin hóf störf sín á því að lesa upp nöfn þeirra sem létust. 1.10.2012 10:43
Hátt í 500 greitt atkvæði utan kjörfundar Alls hafa 438 greitt atkvæði utan kjörfundar í stjórnlagaráðskosningunum sem fram fara 20. október næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum í Reykjavík hafa 268 einstaklingar greitt atkvæði í Reykjavík. 1.10.2012 10:02
Jarðskjálftar við Grímsey Jarðskjálfti að stærð 3.2 með upptök um tuttugu kílómetra austan við Grímsey varð klukkan þrjú í nótt. Annar skjálfti, 2.6 að stærð, varð á sömu slóðum klukkan sex í morgun. 1.10.2012 09:59
Krefjast frávísunar al-Thani málsins Verjendur Kaupþingsmanna í al-Thani málinu svokallaða kröfðust frávísunar við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Enginn sakborninganna var mættur í Héraðsdóm, en Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, og fulltrúar hinna sakborninganna voru mættir til að leggja fram greinargerð í málinu. 1.10.2012 09:37
Oddný fundar fyrir ráðherraskipti Oddný G. Harðardóttir, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, boðaði til blaðamannafundar klukkan níu í morgun. Efni fundarins er bætt stuðningskerfi við barnafjölskyldur og breyttar úthlutunarreglur barnabóta. Fundurinn var haldinn í fundarsalnum Hóli í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í Arnarhvoli. 1.10.2012 09:29
Fyrirtöku í máli Pussy Riot frestað Fyrirtöku á áfrýjunarmáli þriggja kvenna úr rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot var frestað í morgun. Konurnar voru dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir óspektir og guðlast í ágúst. 1.10.2012 09:17
Sjálfsmorðsárás í Afganistan - þrettán féllu Þrettán hið minnsta létust í sjálfsmorðssprengjuárás í Afganistan í morgun. Sextíu aðrir liggja sárir eftir. Ódæðismaðurinn ók á mótorhjóli að hermönnum við útimarkað í borginni Khost og sprengdi sig í loft upp. 1.10.2012 08:30