Speglaveggur á MR fer aftur í leyfisferli 2. október 2012 04:00 Nágrannar segja glervegg á húsi MR við Þingholtsstræti hafa valdið þeim óþægindum. Gatan sé afar þröng, og því sé „spegilhlið […] viðkvæmari en ella“. Fréttablaðið/daníel Leyfi skipulagsyfirvalda í Reykjavík vegna endurbyggingar á austur- og vesturhlið Þingholtsstrætis 18 var nýlega fellt úr gildi. Umrædd bygging er hluti af húsnæði Menntaskólans í Reykjavík. Veggurinn, sem var klæddur með gleri og áli, skapraunar íbúum handan við götuna og segja þeir hann virka eins og spegil og að þeir horfi nú nánast beint inn um glugga hver annars, auk þess sem þeir séu „berskjaldaðir gagnvart gangandi umferð“. Í úrskurði segir að veggurinn hefði átt að fara í grenndarmat á sínum tíma, sem ekki var gert, og því fari veggurinn nú í leyfisferli á ný. Byggingarfulltrúi í Reykjavík samþykkti í maí síðastliðnum byggingarleyfi vegna framkvæmdarinnar. Eftir að lokið hafði verið við að glerklæða vegginn kærðu íbúar í þremur húsum leyfisveitinguna. Í málsrökum kærenda segir að nágrannar hafi talið að skipta ætti út gluggakörmum á hliðinni, en ekki hafi komið í ljós fyrr en í júlí að hún hefði öll verið klædd dökku gleri sem „virki eins og spegill“. Þeir horfðu nánast beint inn hver til annars, sem feli í sér „óþolandi inngrip í friðhelgi einkalífs þeirra“. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að grenndaráhrif vegna breytinganna, einkum vegna mikillar speglunar, væru svo mikil að skipulagsyfirvöldum hefði borið að grenndarkynna þær. Björn Stefán Hallsson byggingarfulltrúi segir í samtali við Fréttablaðið að nýtt ferli sé enn ekki komið af stað. „Væntanlega verður sótt um nýtt byggingarleyfi, sem verður sent í grenndarkynningu. Svo verða niðurstöður hennar og athugasemdir teknar fyrir af skipulagsráði. Þetta fær sína afgreiðslu og ferlið mun líklega taka upp undir átta vikur í heildina.“ Sigurður Björnsson, einn af kærendum, fagnar úrskurðinum, enda sé ástandið hvimleitt. „Við erum auðvitað ánægð með að úrskurðurinn féll okkur í hag, en það er óvíst hvernig málið fer.“ Sigurður segir íbúa vitanlega munu mótmæla núverandi útfærslu veggsins við endurupptöku málsins, en segist ekki vita hvort yfirvöld munu taka tillit til þeirra óska. „Það mun allavega ekki ganga að byggingarfulltrúi samþykki leyfið á sömu forsendum og haldið var af stað með. Við skiljum annars ekkert í því af hverju þessi leið var farin, og það með svona miklum látum, án þess að ræða við okkur.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Leyfi skipulagsyfirvalda í Reykjavík vegna endurbyggingar á austur- og vesturhlið Þingholtsstrætis 18 var nýlega fellt úr gildi. Umrædd bygging er hluti af húsnæði Menntaskólans í Reykjavík. Veggurinn, sem var klæddur með gleri og áli, skapraunar íbúum handan við götuna og segja þeir hann virka eins og spegil og að þeir horfi nú nánast beint inn um glugga hver annars, auk þess sem þeir séu „berskjaldaðir gagnvart gangandi umferð“. Í úrskurði segir að veggurinn hefði átt að fara í grenndarmat á sínum tíma, sem ekki var gert, og því fari veggurinn nú í leyfisferli á ný. Byggingarfulltrúi í Reykjavík samþykkti í maí síðastliðnum byggingarleyfi vegna framkvæmdarinnar. Eftir að lokið hafði verið við að glerklæða vegginn kærðu íbúar í þremur húsum leyfisveitinguna. Í málsrökum kærenda segir að nágrannar hafi talið að skipta ætti út gluggakörmum á hliðinni, en ekki hafi komið í ljós fyrr en í júlí að hún hefði öll verið klædd dökku gleri sem „virki eins og spegill“. Þeir horfðu nánast beint inn hver til annars, sem feli í sér „óþolandi inngrip í friðhelgi einkalífs þeirra“. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að grenndaráhrif vegna breytinganna, einkum vegna mikillar speglunar, væru svo mikil að skipulagsyfirvöldum hefði borið að grenndarkynna þær. Björn Stefán Hallsson byggingarfulltrúi segir í samtali við Fréttablaðið að nýtt ferli sé enn ekki komið af stað. „Væntanlega verður sótt um nýtt byggingarleyfi, sem verður sent í grenndarkynningu. Svo verða niðurstöður hennar og athugasemdir teknar fyrir af skipulagsráði. Þetta fær sína afgreiðslu og ferlið mun líklega taka upp undir átta vikur í heildina.“ Sigurður Björnsson, einn af kærendum, fagnar úrskurðinum, enda sé ástandið hvimleitt. „Við erum auðvitað ánægð með að úrskurðurinn féll okkur í hag, en það er óvíst hvernig málið fer.“ Sigurður segir íbúa vitanlega munu mótmæla núverandi útfærslu veggsins við endurupptöku málsins, en segist ekki vita hvort yfirvöld munu taka tillit til þeirra óska. „Það mun allavega ekki ganga að byggingarfulltrúi samþykki leyfið á sömu forsendum og haldið var af stað með. Við skiljum annars ekkert í því af hverju þessi leið var farin, og það með svona miklum látum, án þess að ræða við okkur.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira