Innlent

Heitavatnslaust í Grafarvogi

Heitavatnslaust hefur verið í Hamrahverfi og hluta Húsa- og Foldahverfa í Grafarvogi frá klukkan átta og verður svo fram á kvöld vegna viðgerðar á hitavatnslögn.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysum og tjóni þegar vatni verður hleypt á, að nýju.

Þá ráðleggur Orkuveitan fólki á þessu svæði að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur, til að koma í veg fyrir kólnun innandyra. Önnur bilun varð á svipuðum stað fyrir rúmri viku, og varð þá heitavatnslaust á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×