Innlent

Hvetja verktaka til að klára verk

Bæjarráðið vill uppfylla samning við ríkið.
Bæjarráðið vill uppfylla samning við ríkið.
Verkefnisstjóri við byggingu hjúkrunarheimilis í Sjálandshverfi í Garðabæ segir í greinargerð til bæjarstjórnar að framkvæmdir á vegum Hamarsfells ehf. við innanhúsfrágang gangi seint og séu átta til níu vikum á eftir áætlun. Verktakanum hafi því verið send orðsending þar sem hann er hvattur til að „grípa til árangursríkra ráðstafana til að uppfylla skyldur sínar samkvæmt verksamningi um að skila verkinu á umsömdum tíma,“ segir í fundargerð bæjarráðs. „Í orðsendingunni kemur fram að dráttur á afhendingu húsnæðisins geti valdið verkkaupa tjóni en verkkaupi er bundinn af samningi við ríkið um rekstur hjúkrunarheimilis í húsnæðinu.“ - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×