Innlent

Oddný út - Katrín inn

Ríkisráðsfundur stendur nú yfir á Bessastöðum en fundurinn markar breytingar á ráðherraliði ríkisstjórnarinnar. Oddný Harðardóttir kveður í dag efnahags- og fjármálaráðuneytið og Karín Júlíusdóttir tekur þar formlega við lyklavöldum klukkan hálf eitt í dag.

Katrín, sem nýverið sneri aftur úr fæðingarorlofi, gegndi áður embætti iðnaðarráðherra. Breytingar á stjórnarráðinu sem komu til framkvæmda 1. september fólu í sér að iðnaðarráðuneytið var sett undir hatt nýs atvinnuvegaráðuneytis auk þess sem efnahags- og viðskiptaráðuneyti var sameinað fjármálaráðuneyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×