Innlent

Ráðherra í myrkri

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir ráðherra kom í ráðuneytið áður en rafmagnið komst á að nýju.
Svandís Svavarsdóttir ráðherra kom í ráðuneytið áður en rafmagnið komst á að nýju.
Rafmagn fór af hluta Skuggahverfis rétt eftir klukkan eitt í dag þegar bilun varð í háspennukerfi við Lindargötu. Meðal annars fór rafmagnið af í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu en það komst þó fljótt á þar aftur.

Samkvæmt upplýsingum frá Eiríki Hjálmarssyni, upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar, var straumur kominn á flest hús um hálftíma síðar og um klukkutíma síðar var rafmagn að komast á síðustu húsin.

Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu var Svandís Svavarsdóttir ekki í húsinu þegar rafmagn fór af en kom í húsið áður en rafmagn komst á aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×