Innlent

Gaman að matreiða dílamjóra

Magnúsi Inga Magnússyni veitingamanni þykir spennandi að bjóða upp á nýjar fisktegundir. Hér er hann með dílamjóra. fréttablaðið/gva
Magnúsi Inga Magnússyni veitingamanni þykir spennandi að bjóða upp á nýjar fisktegundir. Hér er hann með dílamjóra. fréttablaðið/gva
„Við vorum svo heppin að fá slatta af dílamjóra á fiskmarkaðnum,“ segir Magnús Ingi Magnússon, veitingamaður á Sjávarbarnum við Grandagarð 9. Þar er um þessar mundir boðið upp á þessa óvenjulegu fisktegund.

Að sögn Magnúsar er dílamjóri djúpsjávarfiskur og svipaður steinbít í laginu.

„Hann er rosalega góður á bragðið. Hann er stinnur og holdið er svolítið rauðleitt eins og á karfa,“ segir hann.

Aðeins veiddust um 300 kíló af dílamjóra hér við land á síðasta ári, að því er Magnús greinir frá. „Það er ekki algengt að hann sé á boðstólum en nú er kjörið tækifæri fyrir fiskáhugamenn að smakka.“- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×