Innlent

Tók lögreglustöðina á Selfossi og sýsluskrifstofu eignarnámi

Maður kom í afgreiðslu lögreglustöðvarinnar á Selfossi um klukkan 19:30 síðastliðinn föstudag.

Hann afhenti bréf sem innihélt tilkynningu um að hann hefði tekið lögreglustöðina og sýsluskrifstofuna eignarnámi.

Í beinu framhaldi fór hann út af lögreglustöðinni og stefndi að aðaldyrum sýsluskrifstofnunar sem er sambyggð lögreglustöðinni. Þar braut hann rúðu í útihurð og braut sér leið inn í afgreiðsluna. Þar var hann handtekinn og færður í fangaklefa.

Maðurinn var í annarlegu ástandi og enginn leið að yfirheyra hann. Hann gisti fangageymslu fram á næsta dag. Hann mun verða ákærður fyrir eignaspjöll og húsbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×