Innlent

Áskilur sér rétt til að skipta um skoðun síðar

Dagur B. Eggertsson ætlar ekki í landsmálin eða formannsslag, eins og mál standa. fréttablaðið/stefán
Dagur B. Eggertsson ætlar ekki í landsmálin eða formannsslag, eins og mál standa. fréttablaðið/stefán
Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, hefur hvorki í hyggju að fara í framboð fyrir næstu alþingiskosningar né taka þátt í formannsslag Samfylkingarinnar, segja heimildir Fréttablaðsins.

Dagur staðfestir að hann hafi látið þessi orð falla á borgarmálaráðsfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi, en þar með sé ekki öll sagan sögð. Dagur segist jafnframt hafa áskilið sér rétt til að skipta um skoðun þróist mál með þeim hætti. „Ég mun ekki segja mikið fyrr en nær dregur. En ég er af lífi og sál í borgarmálum. Það er engin launung á því.“ - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×