Ríkið styðji byltingu í tækjamálum skóla 2. október 2012 04:00 Á næstu árum munu grunnskólar landsins þurfa að endurnýja tölvu- og tækjakost til að fylgja þróun. Skólastjóri Melaskóla leggur til að ríkið komi að kostnaði við umskiptin. Tilraunaverkefni, líkt og í Vogaskóla í Reykjavík, hafa gefið góða raun. Skólastjóri Melaskóla telur rétt að íhuga hvort stefnubreytingar sé þörf í tækni- og námsgagnaútgáfu fyrir grunnskóla. Íhuga mætti að færa hefðbundið námsefni yfir í stafrænt form fyrir spjaldtölvur og lesbretti. Þannig sparist fjármunir, sem nýta mætti til að aðstoða skólana við að endurnýja tölvur og tækjabúnað, sem er ein af frumforsendum þess að nýta nýja tækni í skólastarfi. Eins og fram kom í Fréttablaðinu er stór hluti tölvubúnaðar í grunnskólum í Reykjavík úreltur og úr sér genginn. „Við erum nýbúin að fá fimmtán nýjar fartölvur til okkar, en það er ekki nóg,“ segir Björn Ottesen Pétursson, skólastjóri Melaskóla, í samtali við Fréttablaðið. Þegar litið sé til framtíðar sé þörf á gagngerri endurnýjun í tölvukosti. „Ég hef áhyggjur af því að kostnaðurinn við að koma málum í rétt horf á næstu árum verði sveitarfélögunum ofviða. Þess vegna velti ég því fyrir mér hvort ríki og sveitarfélög geti ekki unnið saman í þessum málum.“ Ríkið leggur þegar fjármuni í grunnskólakerfið með námsgagnaútgáfu, en Björn segir að ef hluti af námsefni yrði settur á stafrænt form hlytist af því sparnaður sem hægt væri að nýta til tækjakaupa. „Stofnkostnaður yrði vissulega gífurlegur, en það er þörf á því að mynda stefnu til framtíðar í þessum málum.“ Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs í Reykjavík, segir aðspurð að um áhugaverða hugmynd sé að ræða, enda hafi tilraunaverkefni með nýja tækni og nýstárlega kennsluhætti lofað afar góðu. „Lausnin felst ekki einfaldlega í að kaupa iPad. Því að ný tæki skapa ekki nýtt skólastarf ef ekki verður framþróun í kennsluháttum,“ segir Oddný. „Við verðum að ákveða hvað við viljum gera og hvernig við getum ýtt undir sjálfstæði barna og unglinga til að hafa áhrif á sitt nám. Það er markmiðið, óháð tækjum og tólum, en ef tæknin getur hjálpað okkur til þess er það frábært.“ Aðspurð segir Oddný að sveitarstjórnir hafi ekki mikið svigrúm til þess að fjárfesta í umskiptum í tækjabúnaði. „Þannig er ég mjög opin fyrir því að skoða þessa hugmynd, að menntamálayfirvöld breyti flæði fjármagns frá hefðbundinni útgáfu námsefnis yfir í kaup á nýjum tækjabúnaði. En það sem mestu máli skiptir er innleiðing nýrra kennsluhátta og tækni getur flýtt fyrir því.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira
Skólastjóri Melaskóla telur rétt að íhuga hvort stefnubreytingar sé þörf í tækni- og námsgagnaútgáfu fyrir grunnskóla. Íhuga mætti að færa hefðbundið námsefni yfir í stafrænt form fyrir spjaldtölvur og lesbretti. Þannig sparist fjármunir, sem nýta mætti til að aðstoða skólana við að endurnýja tölvur og tækjabúnað, sem er ein af frumforsendum þess að nýta nýja tækni í skólastarfi. Eins og fram kom í Fréttablaðinu er stór hluti tölvubúnaðar í grunnskólum í Reykjavík úreltur og úr sér genginn. „Við erum nýbúin að fá fimmtán nýjar fartölvur til okkar, en það er ekki nóg,“ segir Björn Ottesen Pétursson, skólastjóri Melaskóla, í samtali við Fréttablaðið. Þegar litið sé til framtíðar sé þörf á gagngerri endurnýjun í tölvukosti. „Ég hef áhyggjur af því að kostnaðurinn við að koma málum í rétt horf á næstu árum verði sveitarfélögunum ofviða. Þess vegna velti ég því fyrir mér hvort ríki og sveitarfélög geti ekki unnið saman í þessum málum.“ Ríkið leggur þegar fjármuni í grunnskólakerfið með námsgagnaútgáfu, en Björn segir að ef hluti af námsefni yrði settur á stafrænt form hlytist af því sparnaður sem hægt væri að nýta til tækjakaupa. „Stofnkostnaður yrði vissulega gífurlegur, en það er þörf á því að mynda stefnu til framtíðar í þessum málum.“ Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs í Reykjavík, segir aðspurð að um áhugaverða hugmynd sé að ræða, enda hafi tilraunaverkefni með nýja tækni og nýstárlega kennsluhætti lofað afar góðu. „Lausnin felst ekki einfaldlega í að kaupa iPad. Því að ný tæki skapa ekki nýtt skólastarf ef ekki verður framþróun í kennsluháttum,“ segir Oddný. „Við verðum að ákveða hvað við viljum gera og hvernig við getum ýtt undir sjálfstæði barna og unglinga til að hafa áhrif á sitt nám. Það er markmiðið, óháð tækjum og tólum, en ef tæknin getur hjálpað okkur til þess er það frábært.“ Aðspurð segir Oddný að sveitarstjórnir hafi ekki mikið svigrúm til þess að fjárfesta í umskiptum í tækjabúnaði. „Þannig er ég mjög opin fyrir því að skoða þessa hugmynd, að menntamálayfirvöld breyti flæði fjármagns frá hefðbundinni útgáfu námsefnis yfir í kaup á nýjum tækjabúnaði. En það sem mestu máli skiptir er innleiðing nýrra kennsluhátta og tækni getur flýtt fyrir því.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira