Innlent

Reyndi að kveikja í Kaffi Krús

Kaffi Krús
Kaffi Krús
Mikil hætta myndaðist þegar eldur kom upp á veitingastaðnum Kaffi Krús á Selfossi á föstudagskvöld. Gestir á veitingastaðnum tóku eftir að kveikt hafði verið í blómaskreytingu sem stóð upp við húsvegg.

Litlu munaði að eldurinn hefði náð að læsast í húsið. Það er snarræði starfsmanna að þakka að ekki fór verr en þeir stukku til og slökktu eldinn.

Síðar um nóttina var maður, grunaður um íkveikjuna, handtekinn. Hann var ölvaður og var vistaður í fangageymslu. Hann neitaði íkveikjunni við yfirheyrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×