Fangi skráði örnefni í landi Sogns í Ölfusi 2. október 2012 05:00 Í örnefnaskrá Ágústs Dalkvist segir um Sognar að hann sé 294 metra hár tvískiptur móbergshryggur norðvestur af húsunum á Sogni. Mynd/Ágúst Dalkvist „Ég á tvö sumur hérna eftir enn þá. Ég get komið ýmsu í verk á þeim tíma,“ segir Ágúst Dalkvist fangi, sem í sumar skráði og hnitsetti örnefni á landareign fangelsisins á Sogni. „Þetta er ekki dýr framkvæmd en er mjög flott verk hjá honum,“ segir Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri, sem hefur nú sent bæjaryfirvöldum í Hveragerði, Ölfusi og Árborg bréf og boðið fram þjónustu fanga við örnefnaskráningu á svæðinu. „Við erum með menn sem hafa mjög mikinn áhuga og eru tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu. Ég hef trú á því að það séu fjölmörg svona verkefni sem við gætum tekið að okkur fyrir sveitarfélögin. Hér um slóðir eru örnefni sem ekki mega glatast,“ segir Margrét sem einmitt í gær fékk send viðbrögð örnefnasafns Stofnunar Árna Magnússonar við verki Ágústs. „Verulegur fengur er í þessu fyrir okkur og þökkum við innilega fyrir sendinguna,“ vitnar Margrét í svarbréf örnefnasafnsins. „Fyrst að Örnefnastofnun er ánægð með okkar vinnu í þessu er ég viss um að þetta gæti gengið vel.“ Ágúst átti sjálfur frumkvæði að skráningunni í sumar. Hann segist vera „sveitakarl“ og hafa mikinn áhuga á örnefnum og þeim sögum sem þær segja. Honum lítist afar vel á að fleiri slík verkefni bjóðist. „Ég gerði þetta einmitt í þeim tilgangi að skapa verkefni fyrir fangelsið í framhaldinu. Mér líst mjög vel á það, bæði fyrir mig næsta sumar og fyrir aðra sem á eftir mér koma,“ segir Ágúst og bendir á að auk sveitarfélaganna gæti slík vinna verið upplögð fyrir ferðaþjónustubændur sem vilja skapa skemmtilegar gönguleiðir fyrir gesti sína. „Það er af nógu að taka.“ Skráin sem Ágúst tók saman geymir örnefni og hnit þeirra auk ljósmynda og stuttra frásagna. Langflest örnefnin segir hann fengin úr eldri skrá frá árinu 1967. Mesta vinnan hafi falist í að finna sjálfa staðina. Sumir séu reyndar horfnir þar sem land hafi verið sléttað. „Það eru bæði hæðir og hólar sem eru bara farnir,“ segir hann. Nú stendur til að merkja helstu örnefnin með plötum eins og þeim sem framleiddar eru fyrir bílnúmer á Litla-Hrauni. „Það verða bara helstu staðirnir merktir, annars yrði þetta eins og skiltaskógur,“ segir Ágúst Dalkvist. gar@frettabladid.is Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira
„Ég á tvö sumur hérna eftir enn þá. Ég get komið ýmsu í verk á þeim tíma,“ segir Ágúst Dalkvist fangi, sem í sumar skráði og hnitsetti örnefni á landareign fangelsisins á Sogni. „Þetta er ekki dýr framkvæmd en er mjög flott verk hjá honum,“ segir Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri, sem hefur nú sent bæjaryfirvöldum í Hveragerði, Ölfusi og Árborg bréf og boðið fram þjónustu fanga við örnefnaskráningu á svæðinu. „Við erum með menn sem hafa mjög mikinn áhuga og eru tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu. Ég hef trú á því að það séu fjölmörg svona verkefni sem við gætum tekið að okkur fyrir sveitarfélögin. Hér um slóðir eru örnefni sem ekki mega glatast,“ segir Margrét sem einmitt í gær fékk send viðbrögð örnefnasafns Stofnunar Árna Magnússonar við verki Ágústs. „Verulegur fengur er í þessu fyrir okkur og þökkum við innilega fyrir sendinguna,“ vitnar Margrét í svarbréf örnefnasafnsins. „Fyrst að Örnefnastofnun er ánægð með okkar vinnu í þessu er ég viss um að þetta gæti gengið vel.“ Ágúst átti sjálfur frumkvæði að skráningunni í sumar. Hann segist vera „sveitakarl“ og hafa mikinn áhuga á örnefnum og þeim sögum sem þær segja. Honum lítist afar vel á að fleiri slík verkefni bjóðist. „Ég gerði þetta einmitt í þeim tilgangi að skapa verkefni fyrir fangelsið í framhaldinu. Mér líst mjög vel á það, bæði fyrir mig næsta sumar og fyrir aðra sem á eftir mér koma,“ segir Ágúst og bendir á að auk sveitarfélaganna gæti slík vinna verið upplögð fyrir ferðaþjónustubændur sem vilja skapa skemmtilegar gönguleiðir fyrir gesti sína. „Það er af nógu að taka.“ Skráin sem Ágúst tók saman geymir örnefni og hnit þeirra auk ljósmynda og stuttra frásagna. Langflest örnefnin segir hann fengin úr eldri skrá frá árinu 1967. Mesta vinnan hafi falist í að finna sjálfa staðina. Sumir séu reyndar horfnir þar sem land hafi verið sléttað. „Það eru bæði hæðir og hólar sem eru bara farnir,“ segir hann. Nú stendur til að merkja helstu örnefnin með plötum eins og þeim sem framleiddar eru fyrir bílnúmer á Litla-Hrauni. „Það verða bara helstu staðirnir merktir, annars yrði þetta eins og skiltaskógur,“ segir Ágúst Dalkvist. gar@frettabladid.is
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira