Innlent

Hátt í 500 greitt atkvæði utan kjörfundar

Alls hafa 438 greitt atkvæði utan kjörfundar í stjórnlagaráðskosningunum sem fram fara 20. október næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum í Reykjavík hafa 268 einstaklingar greitt atkvæði í Reykjavík.

Hægt hefur verið að greiða atkvæði síðan 25. ágúst síðastliðinn.

Kynningarvefur Lagastofnunar Háskóla Íslands, gerður að beiðni forsætisnefndar Alþingis, hefur verið opnaður.

Á vefnum er að finna umfjöllun um spurningarnar, upplýsingar um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og rakin forsaga málsins. Þá er tillögum stjórnlagaráðs og texta stjórnarskrár Íslands stillt upp í samliggjandi dálkum þannig að hægt er að bera saman tillögur ráðsins og ákvæði stjórnarskrárinnar.

Einnig eru tengingar í fjölmarga vefi sem geta veitt nánari upplýsingar um efnið eða eru vettvangur umræðu. Hægt er að nálgast vefinn hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×