Í kröfum Íslendinga er ekkert sem ekki má leysa 2. október 2012 04:00 Johannes Hahn byggðamálastjóri ESB kom hingað í stutta heimsókn fyrir helgi. Fréttablaðið/GVA „Það er ekkert þarna sem ég tel vera óleysanlegt,“ sagði Johannes Hahn, byggðamálastjóri Evrópusambandsins, um samningsafstöðu Íslands í byggðamálum. „Það er farið fram á ýmsa hluti sem snerta sérstöðu Íslands hvað varðar legu landsins og staðsetningu. Það er ekkert óvenjulegt við að ríki, sem sækja um aðild að ESB, vilji ná fram einhverju er varðar sérstöðu þeirra, en allt það þarf að ræða ítarlega í samningaviðræðunum.“ Samningsafstaða Íslands í byggðamálum var birt um miðjan september. Þar er óskað eftir því að kaflinn um byggðamál verði opnaður fyrir áramót, og Hahn telur allar líkur á að af því geti orðið. „Í aðalatriðum hafa samningaviðræðurnar gengið vel. Við erum nokkurn veginn á áætlun,“ segir hann. Íslendingar fara fram á að í aðildarsamningi verði sérstaklega tekið mið af því að Ísland er, eins og það er orðað í samningsafstöðunni, „fámennt og afar strjálbýlt eyríki, staðsett á norðurslóðum, þar sem vegalengdir eru langar, bæði innanlands og til næstu Evrópuríkja og aðstæður áþekkar og á ystu svæðum Evrópusambandsins sem njóta sérstakrar stöðu.“ Allt þetta skiptir máli þegar ákvarðanir eru teknar um úthlutanir úr þeim sjóðum Evrópusambandsins sem ætlaðir eru til byggðamála. Þeir sjóðir eru harla digrir, því þangað fer um þriðjungurinn af heildarfjárlögum ESB. Þeir eru notaðir til að styrkja þróun og uppbyggingu hinna ólíku svæða Evrópusambandsins, en þau eru afar misjöfn innbyrðis og þurfa mismikla aðstoð. Hahn segir ákveðna forgangsröðun nauðsynlega við úthlutun styrkjanna og aðaláherslan hafi þar verið á lítil og meðalstór fyrirtæki, sem gegni lykilhlutverki við að tryggja atvinnu og skapa fleiri störf. Þessi aðstoð geti skipt miklu máli fyrir Ísland, ekki síst í dreifðari byggðum landsins. „Mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja sést vel á einföldu reikningsdæmi,“ segir Hahn. „Í Evrópusambandinu eru núna um það bil 23 milljónir lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en í ESB eru um 25 milljónir manna án atvinnu. Þetta þýðir að ef hvert og eitt þessara litlu og meðalstóru fyrirtækja gæti ráðið til sín einn nýjan starfsmann, þá væri atvinnuleysi úr sögunni í ESB. Ef hins vegar eingöngu væri treyst á 500 stærstu fyrirtækin, þá þyrfti hvert og eitt þeirra að geta útvegað fimmtíu þúsund manns vinnu, sem er óframkvæmanlegt.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
„Það er ekkert þarna sem ég tel vera óleysanlegt,“ sagði Johannes Hahn, byggðamálastjóri Evrópusambandsins, um samningsafstöðu Íslands í byggðamálum. „Það er farið fram á ýmsa hluti sem snerta sérstöðu Íslands hvað varðar legu landsins og staðsetningu. Það er ekkert óvenjulegt við að ríki, sem sækja um aðild að ESB, vilji ná fram einhverju er varðar sérstöðu þeirra, en allt það þarf að ræða ítarlega í samningaviðræðunum.“ Samningsafstaða Íslands í byggðamálum var birt um miðjan september. Þar er óskað eftir því að kaflinn um byggðamál verði opnaður fyrir áramót, og Hahn telur allar líkur á að af því geti orðið. „Í aðalatriðum hafa samningaviðræðurnar gengið vel. Við erum nokkurn veginn á áætlun,“ segir hann. Íslendingar fara fram á að í aðildarsamningi verði sérstaklega tekið mið af því að Ísland er, eins og það er orðað í samningsafstöðunni, „fámennt og afar strjálbýlt eyríki, staðsett á norðurslóðum, þar sem vegalengdir eru langar, bæði innanlands og til næstu Evrópuríkja og aðstæður áþekkar og á ystu svæðum Evrópusambandsins sem njóta sérstakrar stöðu.“ Allt þetta skiptir máli þegar ákvarðanir eru teknar um úthlutanir úr þeim sjóðum Evrópusambandsins sem ætlaðir eru til byggðamála. Þeir sjóðir eru harla digrir, því þangað fer um þriðjungurinn af heildarfjárlögum ESB. Þeir eru notaðir til að styrkja þróun og uppbyggingu hinna ólíku svæða Evrópusambandsins, en þau eru afar misjöfn innbyrðis og þurfa mismikla aðstoð. Hahn segir ákveðna forgangsröðun nauðsynlega við úthlutun styrkjanna og aðaláherslan hafi þar verið á lítil og meðalstór fyrirtæki, sem gegni lykilhlutverki við að tryggja atvinnu og skapa fleiri störf. Þessi aðstoð geti skipt miklu máli fyrir Ísland, ekki síst í dreifðari byggðum landsins. „Mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja sést vel á einföldu reikningsdæmi,“ segir Hahn. „Í Evrópusambandinu eru núna um það bil 23 milljónir lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en í ESB eru um 25 milljónir manna án atvinnu. Þetta þýðir að ef hvert og eitt þessara litlu og meðalstóru fyrirtækja gæti ráðið til sín einn nýjan starfsmann, þá væri atvinnuleysi úr sögunni í ESB. Ef hins vegar eingöngu væri treyst á 500 stærstu fyrirtækin, þá þyrfti hvert og eitt þeirra að geta útvegað fimmtíu þúsund manns vinnu, sem er óframkvæmanlegt.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira