Í kröfum Íslendinga er ekkert sem ekki má leysa 2. október 2012 04:00 Johannes Hahn byggðamálastjóri ESB kom hingað í stutta heimsókn fyrir helgi. Fréttablaðið/GVA „Það er ekkert þarna sem ég tel vera óleysanlegt,“ sagði Johannes Hahn, byggðamálastjóri Evrópusambandsins, um samningsafstöðu Íslands í byggðamálum. „Það er farið fram á ýmsa hluti sem snerta sérstöðu Íslands hvað varðar legu landsins og staðsetningu. Það er ekkert óvenjulegt við að ríki, sem sækja um aðild að ESB, vilji ná fram einhverju er varðar sérstöðu þeirra, en allt það þarf að ræða ítarlega í samningaviðræðunum.“ Samningsafstaða Íslands í byggðamálum var birt um miðjan september. Þar er óskað eftir því að kaflinn um byggðamál verði opnaður fyrir áramót, og Hahn telur allar líkur á að af því geti orðið. „Í aðalatriðum hafa samningaviðræðurnar gengið vel. Við erum nokkurn veginn á áætlun,“ segir hann. Íslendingar fara fram á að í aðildarsamningi verði sérstaklega tekið mið af því að Ísland er, eins og það er orðað í samningsafstöðunni, „fámennt og afar strjálbýlt eyríki, staðsett á norðurslóðum, þar sem vegalengdir eru langar, bæði innanlands og til næstu Evrópuríkja og aðstæður áþekkar og á ystu svæðum Evrópusambandsins sem njóta sérstakrar stöðu.“ Allt þetta skiptir máli þegar ákvarðanir eru teknar um úthlutanir úr þeim sjóðum Evrópusambandsins sem ætlaðir eru til byggðamála. Þeir sjóðir eru harla digrir, því þangað fer um þriðjungurinn af heildarfjárlögum ESB. Þeir eru notaðir til að styrkja þróun og uppbyggingu hinna ólíku svæða Evrópusambandsins, en þau eru afar misjöfn innbyrðis og þurfa mismikla aðstoð. Hahn segir ákveðna forgangsröðun nauðsynlega við úthlutun styrkjanna og aðaláherslan hafi þar verið á lítil og meðalstór fyrirtæki, sem gegni lykilhlutverki við að tryggja atvinnu og skapa fleiri störf. Þessi aðstoð geti skipt miklu máli fyrir Ísland, ekki síst í dreifðari byggðum landsins. „Mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja sést vel á einföldu reikningsdæmi,“ segir Hahn. „Í Evrópusambandinu eru núna um það bil 23 milljónir lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en í ESB eru um 25 milljónir manna án atvinnu. Þetta þýðir að ef hvert og eitt þessara litlu og meðalstóru fyrirtækja gæti ráðið til sín einn nýjan starfsmann, þá væri atvinnuleysi úr sögunni í ESB. Ef hins vegar eingöngu væri treyst á 500 stærstu fyrirtækin, þá þyrfti hvert og eitt þeirra að geta útvegað fimmtíu þúsund manns vinnu, sem er óframkvæmanlegt.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
„Það er ekkert þarna sem ég tel vera óleysanlegt,“ sagði Johannes Hahn, byggðamálastjóri Evrópusambandsins, um samningsafstöðu Íslands í byggðamálum. „Það er farið fram á ýmsa hluti sem snerta sérstöðu Íslands hvað varðar legu landsins og staðsetningu. Það er ekkert óvenjulegt við að ríki, sem sækja um aðild að ESB, vilji ná fram einhverju er varðar sérstöðu þeirra, en allt það þarf að ræða ítarlega í samningaviðræðunum.“ Samningsafstaða Íslands í byggðamálum var birt um miðjan september. Þar er óskað eftir því að kaflinn um byggðamál verði opnaður fyrir áramót, og Hahn telur allar líkur á að af því geti orðið. „Í aðalatriðum hafa samningaviðræðurnar gengið vel. Við erum nokkurn veginn á áætlun,“ segir hann. Íslendingar fara fram á að í aðildarsamningi verði sérstaklega tekið mið af því að Ísland er, eins og það er orðað í samningsafstöðunni, „fámennt og afar strjálbýlt eyríki, staðsett á norðurslóðum, þar sem vegalengdir eru langar, bæði innanlands og til næstu Evrópuríkja og aðstæður áþekkar og á ystu svæðum Evrópusambandsins sem njóta sérstakrar stöðu.“ Allt þetta skiptir máli þegar ákvarðanir eru teknar um úthlutanir úr þeim sjóðum Evrópusambandsins sem ætlaðir eru til byggðamála. Þeir sjóðir eru harla digrir, því þangað fer um þriðjungurinn af heildarfjárlögum ESB. Þeir eru notaðir til að styrkja þróun og uppbyggingu hinna ólíku svæða Evrópusambandsins, en þau eru afar misjöfn innbyrðis og þurfa mismikla aðstoð. Hahn segir ákveðna forgangsröðun nauðsynlega við úthlutun styrkjanna og aðaláherslan hafi þar verið á lítil og meðalstór fyrirtæki, sem gegni lykilhlutverki við að tryggja atvinnu og skapa fleiri störf. Þessi aðstoð geti skipt miklu máli fyrir Ísland, ekki síst í dreifðari byggðum landsins. „Mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja sést vel á einföldu reikningsdæmi,“ segir Hahn. „Í Evrópusambandinu eru núna um það bil 23 milljónir lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en í ESB eru um 25 milljónir manna án atvinnu. Þetta þýðir að ef hvert og eitt þessara litlu og meðalstóru fyrirtækja gæti ráðið til sín einn nýjan starfsmann, þá væri atvinnuleysi úr sögunni í ESB. Ef hins vegar eingöngu væri treyst á 500 stærstu fyrirtækin, þá þyrfti hvert og eitt þeirra að geta útvegað fimmtíu þúsund manns vinnu, sem er óframkvæmanlegt.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira