Í kröfum Íslendinga er ekkert sem ekki má leysa 2. október 2012 04:00 Johannes Hahn byggðamálastjóri ESB kom hingað í stutta heimsókn fyrir helgi. Fréttablaðið/GVA „Það er ekkert þarna sem ég tel vera óleysanlegt,“ sagði Johannes Hahn, byggðamálastjóri Evrópusambandsins, um samningsafstöðu Íslands í byggðamálum. „Það er farið fram á ýmsa hluti sem snerta sérstöðu Íslands hvað varðar legu landsins og staðsetningu. Það er ekkert óvenjulegt við að ríki, sem sækja um aðild að ESB, vilji ná fram einhverju er varðar sérstöðu þeirra, en allt það þarf að ræða ítarlega í samningaviðræðunum.“ Samningsafstaða Íslands í byggðamálum var birt um miðjan september. Þar er óskað eftir því að kaflinn um byggðamál verði opnaður fyrir áramót, og Hahn telur allar líkur á að af því geti orðið. „Í aðalatriðum hafa samningaviðræðurnar gengið vel. Við erum nokkurn veginn á áætlun,“ segir hann. Íslendingar fara fram á að í aðildarsamningi verði sérstaklega tekið mið af því að Ísland er, eins og það er orðað í samningsafstöðunni, „fámennt og afar strjálbýlt eyríki, staðsett á norðurslóðum, þar sem vegalengdir eru langar, bæði innanlands og til næstu Evrópuríkja og aðstæður áþekkar og á ystu svæðum Evrópusambandsins sem njóta sérstakrar stöðu.“ Allt þetta skiptir máli þegar ákvarðanir eru teknar um úthlutanir úr þeim sjóðum Evrópusambandsins sem ætlaðir eru til byggðamála. Þeir sjóðir eru harla digrir, því þangað fer um þriðjungurinn af heildarfjárlögum ESB. Þeir eru notaðir til að styrkja þróun og uppbyggingu hinna ólíku svæða Evrópusambandsins, en þau eru afar misjöfn innbyrðis og þurfa mismikla aðstoð. Hahn segir ákveðna forgangsröðun nauðsynlega við úthlutun styrkjanna og aðaláherslan hafi þar verið á lítil og meðalstór fyrirtæki, sem gegni lykilhlutverki við að tryggja atvinnu og skapa fleiri störf. Þessi aðstoð geti skipt miklu máli fyrir Ísland, ekki síst í dreifðari byggðum landsins. „Mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja sést vel á einföldu reikningsdæmi,“ segir Hahn. „Í Evrópusambandinu eru núna um það bil 23 milljónir lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en í ESB eru um 25 milljónir manna án atvinnu. Þetta þýðir að ef hvert og eitt þessara litlu og meðalstóru fyrirtækja gæti ráðið til sín einn nýjan starfsmann, þá væri atvinnuleysi úr sögunni í ESB. Ef hins vegar eingöngu væri treyst á 500 stærstu fyrirtækin, þá þyrfti hvert og eitt þeirra að geta útvegað fimmtíu þúsund manns vinnu, sem er óframkvæmanlegt.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira
„Það er ekkert þarna sem ég tel vera óleysanlegt,“ sagði Johannes Hahn, byggðamálastjóri Evrópusambandsins, um samningsafstöðu Íslands í byggðamálum. „Það er farið fram á ýmsa hluti sem snerta sérstöðu Íslands hvað varðar legu landsins og staðsetningu. Það er ekkert óvenjulegt við að ríki, sem sækja um aðild að ESB, vilji ná fram einhverju er varðar sérstöðu þeirra, en allt það þarf að ræða ítarlega í samningaviðræðunum.“ Samningsafstaða Íslands í byggðamálum var birt um miðjan september. Þar er óskað eftir því að kaflinn um byggðamál verði opnaður fyrir áramót, og Hahn telur allar líkur á að af því geti orðið. „Í aðalatriðum hafa samningaviðræðurnar gengið vel. Við erum nokkurn veginn á áætlun,“ segir hann. Íslendingar fara fram á að í aðildarsamningi verði sérstaklega tekið mið af því að Ísland er, eins og það er orðað í samningsafstöðunni, „fámennt og afar strjálbýlt eyríki, staðsett á norðurslóðum, þar sem vegalengdir eru langar, bæði innanlands og til næstu Evrópuríkja og aðstæður áþekkar og á ystu svæðum Evrópusambandsins sem njóta sérstakrar stöðu.“ Allt þetta skiptir máli þegar ákvarðanir eru teknar um úthlutanir úr þeim sjóðum Evrópusambandsins sem ætlaðir eru til byggðamála. Þeir sjóðir eru harla digrir, því þangað fer um þriðjungurinn af heildarfjárlögum ESB. Þeir eru notaðir til að styrkja þróun og uppbyggingu hinna ólíku svæða Evrópusambandsins, en þau eru afar misjöfn innbyrðis og þurfa mismikla aðstoð. Hahn segir ákveðna forgangsröðun nauðsynlega við úthlutun styrkjanna og aðaláherslan hafi þar verið á lítil og meðalstór fyrirtæki, sem gegni lykilhlutverki við að tryggja atvinnu og skapa fleiri störf. Þessi aðstoð geti skipt miklu máli fyrir Ísland, ekki síst í dreifðari byggðum landsins. „Mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja sést vel á einföldu reikningsdæmi,“ segir Hahn. „Í Evrópusambandinu eru núna um það bil 23 milljónir lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en í ESB eru um 25 milljónir manna án atvinnu. Þetta þýðir að ef hvert og eitt þessara litlu og meðalstóru fyrirtækja gæti ráðið til sín einn nýjan starfsmann, þá væri atvinnuleysi úr sögunni í ESB. Ef hins vegar eingöngu væri treyst á 500 stærstu fyrirtækin, þá þyrfti hvert og eitt þeirra að geta útvegað fimmtíu þúsund manns vinnu, sem er óframkvæmanlegt.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira