Fleiri fréttir

Brjóstkassi úr ull sigurvegari

Brjóstkassinn á bænum Sléttu í Eyjafirði bar sigur úr býtum í samkeppni um best prýdda póstkassann í Eyjafjarðarsveit. Það var Margrét Benediktsdóttir sem prjónaði brjóstin úr ull og skreytti póstkassann.

Mikil innspýting í brasilíska hagkerfið

Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, kynnti í gær áform um umfangsmiklar efnahagslegar örvunaraðgerðir í landinu. Hyggst ríkisstjórn hennar verja jafngildi tæplega 8.000 milljarða íslenskra króna í fjárfestingar í innviðum landsins, svo sem í gatna- og járnbrautarkerfi.

Vaxandi harka í deilu um eyjar

Enn á ný deila Japanar og Suður-Kóreumenn hart um yfirráð nokkurra lítilla eyja í hafinu á milli þeirra. Spenna milli ríkjanna hefur vaxið eftir að Lee Myung-bak, forsætisráðherra Suður-Kóreu, sigldi í síðustu viku til eyjanna, sem nefnast Takeshima á japönsku en Dokdo á kóresku.

Fús til að veita Grikkjum frest

Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, segist alveg til í að veita Grikkjum lengri frest til að ná fram ströngum sparnaði í ríkisútgjöldum. Frá þessu er skýrt í þýskum fjölmiðlum á Netinu.

Óáhugaverður völlur í bænum

Innbæjarsamtökin á Akureyri merktu leikvöllinn við Hafnarstræti sem „óáhugaverðan stað“ til að skopast að bæjaryfirvöldum. Samtökin notuðu skilti, sem venjulega auðkennir áhugaverða staði, og teiknuðu á það rauðan kross. Akureyri vikublað greinir frá málinu á vef sínum.

Ströng lög um tóbak staðfest

Hæstiréttur Ástralíu hefur staðfest að ströngustu lög heims um tóbakssölu standist stjórnarskrá landsins.

Lögreglan leitar að öðrum bíl

Leitin að hinni sextán ára gömlu Sigrid Giskegjerde Schjetne hefur enn engan árangur borið, en í gær voru tíu dagar síðan hún hvarf. Leitin að stúlkunni heldur þó áfram.

Sækja Þjóðverja sem eru fastir í á

Björgunarsveitamenn úr fimm björgunarsveitum frá Skagafirði og Húnavatnssýslu eru nú á leið á Kjöl til aðstoðar þýsku ferðafólki sem situr fast í tveimur bílum sínum í sandbleytu í á. Fólkið hugðist aka slóða frá Kjalvegi yfir í Ingólfsskála en lenti í ógöngum á leiðinni. Ekki er vitað um nákvæma staðsetningu hópsins og þurfa björgunarsveitir því að byrja á því að leita þess á svæðinu.

Górillubræður himinlifandi að hittast á ný

Það voru sannkölluð gleðistund í dýragarðinum í Wiltshire-sýslu í Bretlandi á dögunum þegar bræðurnir Kesho og Alf hittust í fyrsta skiptið í næstum því þrjú ár. Þeir knúsuðust eins og sönnum górillum sæmir.

Samdi lag til stuðnings Pussy Riot

Á föstudaginn mun dómari kveða upp dóm yfir stúlkunum í hljómsveitinni Pussy Riot en þær gætu átt yfir höfði sér sjö ára fangelsi verði þær fundnar sekar um að mótmæla í dómkirkjunni í Moskvu í febrúar á þessu ári.

Svindlaði í Scrabble-móti - faldi auða skífu innanklæða

Ungur þátttakandi í alþjóðlegru Scrabble-móti sem fer nú fram í Bandaríkjunum var vísað úr keppni eftir að dómarar urðu þess varir að hann faldi auða-skífu innanklæða. Á skífunum eru bókstafir og gefa þeir mismikið af stigum en í spilinu eru einnig nokkrar auðar skífur, sem gilda sem allir bókstafir.

Vinstri Græn bera að hluta ábyrgð á töfum aðildarviðræðna

Ekki verður gert hlé á viðræðum við Evrópusambandið þrátt fyrir ákall um slíkt frá ráðherrum Vinstri grænna. Vinstri græn bera að hluta ábyrgð á töfum á aðildarviðræðunum, enda neitaði Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að veita umboð til að semja um annað en tollvernd í landbúnaði.

Sérhæft lögregluteymi ekki verið stofnað

Enn hefur ekki verið stofnað sérhæft lögregluteymi gegn mansali eins og þriggja ára gömul aðgerðaáætlun gerir ráð fyrir. Formaður sérfræði- og samhæfingarteymis um mansal vonast til að hægt verði að koma því á fót næsta vetur.

Maðurinn sem sá um yfirheyrslur yfir Breivik verið kallaður til

Leitin að hinni sextán ára gömlu Sigrid Scjetne sem hvarf sporlaust í Noregi síðustu viku hefur engan árangur borið. Fjöldi sjálfboðaliða hefur aðstoðað lögreglu við leitina en einn helsti sérfræðingur landsins á sviði réttarsálfræði og yfirheyrslna hefur verið kallaður til.

Íslenskur spilari vann 46 milljónir - keypti miðann í Smáralind

Tveir skiptu með sér þreföldum fysta vinningi og hlýtur hvor um sig rétt tæplega 187,4 milljónir króna í vinning. Annar miðinn var keyptur í Svíþjóð en hinn i Noregi. Hinn al-íslenski bónusvinningur gekk út og nemur upphæð hans rúmlega 46,1 milljón króna. Miðinn sem innihélt þennan glæsilega vinning var keyptur í Lukkusmáranum í Smáralindinni í Kópavogi. 11 miðar voru með fjórar réttar tölur - í réttri röð í Jóker. Átta þeirra eru í áskrift, einn var keyptur í N1 á Selfossi, einn í Olís í Álfheimum í Reykjavík og einn í Select við Suðurfell í Reykjavík.

Bill Gates leitar að framúrstefnulegum klósettum

Klósett sem notar örbylgjur til að breyta kúk í rafmagn, klósett sem breytir hægðum í kol og klósett sem er sólarorkuknúið voru meðal númera á hönnunarsýningu sem Bill og Melinda Gates stóðu fyrir í því skyni að bæta hreinlæti í heiminum.

Fingralangur karlmaður fór víða í dag

Karlmaður var staðinn að þjófnaði í íþróttahúsi Fram í hádeginu í dag. Kona sem óskaði eftir þessari aðstoð hafði staðið hann að þjófnaðinum og elt hann. Hann var handtekinn og í ljós kom að hann hafði gerst fingralangur að minnsta kosti þrisvar sinnum þennan dag, í Hagkaupum, í íþróttahúsi Fram og líkamsræktarstöð í Bolholti.

Hæfnisnefnd verður Steingrími til aðstoðar

Hæfnisnefnd verður ráðherra til ráðgjafar þegar valið verður í embætti hins nýja atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Valið verður milli embættismanna ráðuneytanna þriggja sem munu sameinast.

Færeyingarnir komnir

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways lenti nú um fjögurleytið glænýrri Airbus 319 vél sinni á Reykjavíkurflugvelli með rúmlega 100 fótboltaáhangendur til þess að horfa á vináttuleikinn milli Íslands og Færeyja í Laugardalnum í kvöld.

Segja sýrlensk stjórnvöld bera ábyrgð á blóðbaðinu í Houla

Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa gefið út skýrslu þar sem fram kemur að sýrlensk stjórnvöld beri ábyrgð á blóðbaðinu í Houla fyrr í sumar. Fréttavefur BBC greinir frá því að rannsakendur hafi rætt við yfir 700 manns, meðal annars hermenn sem hafa flúið land og óbreytta borgara.

Segir Íslendinga ekki sóa miklum mat

Almenningur á Íslandi hendir allt að 3500 tonnum af mat á ári miðað við tölur sem sérfræðingar MATÍS tóku saman. Miðað við lauslega útreikninga Kristins Hugasonar, deildarstjóra matvælaskrifstofu ráðuneytisins, eru það 50 kg á ári á hverja fjölskyldu sem eru um 140 grömm á dag.

Ný aðferð í lestrarkennslu gæti bætt lesskilning barna

Ný aðferð í lestrarkennslu grunnskólabarna hefur smátt og smátt verið að ryðja sér til rúms á landinu. Aðferðin nefnist Byrjendalæsi og felur í sér annars konar nálgun en áður tíðkaðist í lestrarkennslu. Sífellt fleiri skólar leggja aðferðina til grundvallar og nú í ár bætast fjórir skólar í hópinn á höfuðborgarsvæðinu.

Sprengjuárás í höfuðborg Sýrlands

Mikil sprenging varð í höfuðborg Sýrlands, Damaskus, í dag. Sprengjuárásin var nærri hóteli sem hefur verið notað að undanförnu af starfsmönnum Sameinuðu Þjóðanna.

Oddur kominn með bátinn í tog

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason er nú kominn með bát, sem varð aflvana við Eldey fyrr í dag, í tog og stefnir til hafnar í Grindavík. Á meðan björgunarskipið var á leið á staðinn rak bátinn fjær landi og þarf því að draga hann um 19 sjómílna leið. Ferðin sækist hægt enda er báturinn með veiðarfærin í eftirdragi og er ráðgert að skipin verði komin til hafnar eftir miðnætti.

Menntunarleysi ýtir undir sóun á mat

Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður umhverfisnefndar Alþingis, segir að matarmenningu Íslendinga hafi farið aftur. Það endurspeglist meðal annars í sóun á mat. Hún telur að vinna megi gegn þeirri þróun með því að auka vægi hússtjórnar og heimilishalds í skólum.

Bátur varð aflvana við Eldey

Tvö hundruð tonna bátur með sjö manns um borð fékk veiðarfæri í skrúfuna og missti við það vélarafl fyrr í dag. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Grindavík, Oddur V. Gíslason, og björgunarbáturinn Árni í Tungu eru nú á leið til aðstoða bátinn sem er við Eldey.

Besta bláberjaspretta í áratugi

Víða um vestanvert landi er berjaspretta einstaklega góð og jafnvel sú mesta í áratugi samkvæmt fréttavefnum Skessuhorni. Þar kemur fram að bláber hafi blómgast snemma í sumar og þroskast vel í hlýju og sólríku sumri. Eins er töluvert um krækiber en ekki eins góð spretta á þeim og bláberjunum. Sömu sögu er að segja af aðalbláberjum sem finnast á nokkrum stöðum einkum inn til landsins á Vesturlandi en í miklum mæli á Barðaströnd og um alla Vestfirði.

Eigandi Súfistans fær ekki að fella Alaskaösp

Eigandi Súfistans, Birgir Finnbogason fær ekki að fella myndarlega Alaskaösp sem stendur fyrir framan kaffihúsið á Strandgötu í Hafnarfirði. Eigandinn sendi fyrirspurn til skipulags- og byggingaráðs í júlí en þar óskar hann annarsvegar eftir því að fella öspina vegna skuggamyndunar og svo að lagfæra gangstétt og endurbæta útirými við Súfistann.

Grunaðir um að kaupa þjónustu ólögráða vændiskonu

Frönsku knattspyrnumennirnir Franck Ribery og Karim Benzema hafa verið ákærðir fyrir að kaupa þjónustu vændiskonu sem var undir lögaldri. Mennirnir áttu báðir að leika fyrir franska landsliðið gegn Úrúgvæ í dag. Þeir hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni í tvö ár, en báðir neita þeir ásökununum. Vændiskonan sem þeir voru í viðskiptum við segir að hvorugur þeirra hafi vitað að hún hafi einungis verið sextán ára þegar þeir voru í samskiptum við hana.

Tilraunaborunum lokið á Bakka

Tilraunaborunum á vegna fyrirhugaðrar kísilmálmframleiðslu á Bakka við Húsavík er lokið í bili en boranir hafa staðið yfir undanfarna daga. Enn á eftir að bora tvær til þrjár holur til viðbótar.

Vísbendingar um að makríll hryggni í íslenski lögsögu

Sterkar vísbendingar úr fjölþjóðlegum makrílleiðangri benda til þess að makríll sé farinn að hryggna og alast upp í íslenskri lögsögu, sem væntanlega styrkir samningsstöðu okkar í makríldeilunni í framtíðinni.

Kannski næst stærstu eldarnir

Sinubruninn í Laugardal við Ísafjarðardjúp er annar eða þriðji stærsti jarðeldur sem vitað er til að hafi orðið á Íslandi. Talið er að um tíu hektarar hafi brunnið nú í Laugardal.

Breiðholtshrottar áfram í gæsluvarðhaldi

Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa ráðist inn á karlmann í Breiðholti þann sjötta júlí í sumar, svipt hann frelsi, hótað honum ofbeldi og neytt hann til að millifæra hátt í fimm hundruð þúsund krónur yfir á bankareikning þeirra. Mennirnir munu sitja í gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli þeirra, en þó ekki lengur en til sjöunda september. Rannsókn lögreglu á brotum mannanna er lokið og nú er niðurstöðu Ríkissaksóknara beðið varðandi það hvort gefin verði út ákæra í máli þeirra.

Vill sjá fjárfestingu í nýsköpun

Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri Innovit, hvetur lífeyrissjóði og fjársterka aðila til að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Hann segir aldrei fyrr hafa verið jafnmikið af nýjum viðskiptatækifærum fyrir fjármagnseigendur á Íslandi.

Forsetinn tekur á móti ólympíuförum

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands tekur í dag á móti íslensku þátttakendunum á ólympíuleikunum í London á Bessastöðum. Íþróttafólki, þjálfurum og öðrum starfsmönnum sem voru á Ólympíuleikunum er boðið til móttökunnar ásamt forystu ÍSÍ, formönnum sérsambanda þeirra íþróttagreina sem Íslendingar kepptu í sem og fréttamönnum og ljósmyndurum íslenskra fjölmiðla sem viðstaddir voru Ólympíuleikana.

Þurfa nú lítt á íslenskum höfnum að halda

Jens K. Lyberth, aðstoðarsjávarútvegsráðherra Grænlands, segir að viðunandi niðurstaða hafi náðst í viðræðum sjávarútvegsráðherra Íslands og Grænlands í deilunni um uppskipun á makríl sem veiddur er í grænlenskri lögsögu.

„Sænska leiðin“ hefur ekki skilað árangri

Tilraun sænskra stjórnvalda til að stemma stigu við vændi með því að gera kaup á kynlífsþjónustu refsiverð hefur ekki skilað tilætluðum árangri, hvorki í baráttu gegn mansali né gegn útbreiðslu HIV-veirunnar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var á ráðstefnu í Washington í síðasta mánuði.

Brákaði rifbein í hjólaferð um landið

Félagarnir Róbert Þórhallsson og Baldvin Sigurðsson, sem eru að hjóla hringinn í kringum landið til að safna áheitum fyrir Styrktarfélaga Krabbameinssjúkra barna, eru núna staddir á Akureyri. Þeir ætla að vera í Varmahlíð í kvöld og verða komnir til Reykjavíkur á laugardaginn.

Magn af makríl við landið helst stöðugt

Magn makríls í íslenskri lögsögu er svipað núna og undanfarin ár miðað við fyrstu niðurstöður rannsóknarleiðangurs Hafrannsóknarstofnunar. Vísindamenn urðu varir við makríl sem virðist hafa komið úr klaki við Ísland á tveimur stöðvum úti af Suðvesturlandi.

Sumarlegt þema í samkeppni

Þema fjórðu og síðustu ljósmyndakeppninnar sem Fréttablaðið stendur fyrir í sumar er „Svona er sumarið“. Fréttablaðið vonast eftir myndum frá þátttakendum sem endurspegla á sem fjölbreytilegastan hátt sumarið sem er að líða. Skilafrestur fyrir sumarmyndirnar er 22. ágúst en myndir skal senda á netfangið Ljosmyndasamkeppni@frettabladid.is.

Góðgerðar æfing dagsins

Crossfit hreyfingin í Reykjanesbæ ætlar á morgun að láta gott af sér leiða um leið og hún hamast og lyftir þungum hlutum. Haldið verður sérstakt góðgerðar WOD (work of the day; æfing dagsins). Æfingin verður til styrktar FSMA félaginu á Íslandi og þátttökugjald verður 2.500 kr. sem rennur beint til félagsins.

Sjá næstu 50 fréttir