Margir lausir endar við réttarhöldin vekja grunsemdir 15. ágúst 2012 00:00 Bo Xilai hélt um valdataumana í borginni Chongqing, þar sem eiginkona hans myrti Bretann Neil Heywood. nordicphotos/AFP „Þetta hljómar eins og saga úr ævintýri. Smáatriðin í málinu eru afar lítt trúverðug,“ segir He Weifang, lagaprófessor við Pekingháskóla. Hann er þarna að tala um morðið á breska kaupsýslumanninum Neil Heywood, sem Gu Kailai, eiginkona kínverska stjórnmálamannsins Bo Xilai, hefur viðurkennt fyrir rétti að hafa framið. Réttarhöldin fóru fram í lok síðustu viku og stóðu aðeins í sjö klukkustundir. Gu sagði þar að syni sínum hefði stafað hætta af Heywood, hún hafi því ákveðið að eitra fyrir honum. Hún sagðist iðrast gjörða sinna og þykir eiga von til þess að sleppa við dauðadóm. Fréttaskýrendur, sem fylgdust með réttarhöldunum og aðdraganda þeirra, segja málið samt varla vera alveg svona borðleggjandi. Stjórnvöld hafa dregið upp þá mynd af Gu að hún hafi verið þunglynd og á lyfjum, sem hafi brenglað dómgreind hennar. Hún hafi platað Heywood inn á hótelherbergi í borginni Chongqing, þar sem hún hafi hellt hann fullan og síðan sett blásýru upp í hann. Allt hafi þetta gerst vegna þess að hún hafi óttast um líf sonar síns, en hvergi er minnst á spillingu í stjórnkerfinu í tengslum við eiginmann hennar, Bo Xilai, sem átti mikinn frama vísan í kínverska Kommúnistaflokknum en sagði af sér eftir að upp komst um morðið. Hvergi hefur komið fram hvaða ógn syni Gu stafaði af Bretanum Heywood. Engin skýring hefur heldur verið gefin á því hvers vegna Heywood hafi átt að hafa lagt á sig ferðalag til Chongqing og farið þar upp á hótelherbergi með Gu, eftir að hafa hótað syni hennar öllu illu. Þá hafa stjórnvöld forðast að spyrja hvort og þá hvernig eiginmaður hennar gæti hafa tengst málinu. Við réttarhöldin kom engu að síður fram, samkvæmt heimildarmanni fréttastofunnar AP, að Wang Lijun, lögreglustjóri í Chongqing, hafi vitað af morðinu fyrirfram og jafnvel verið með í ráðum. Bo Xilai hafði mikil völd í borginni Chongqing og lögreglustjórinn var náinn samstarfsmaður hans. Steve Tsang, sérfræðingur í málefnum Kína við háskólann í Nottingham í Bretlandi, segir erfitt að ímynda sér að lögreglustjórinn Wang hafi vitað af þessum ráðagerðum án þess að ræða það við Bo, hvort sem hann átti sjálfur hlut að máli eða ekki: „Það er erfitt að trúa því að Bo Xilai hafi ekki verið látinn vita og raunar að hann hafi ekki verið beðinn um leyfi.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
„Þetta hljómar eins og saga úr ævintýri. Smáatriðin í málinu eru afar lítt trúverðug,“ segir He Weifang, lagaprófessor við Pekingháskóla. Hann er þarna að tala um morðið á breska kaupsýslumanninum Neil Heywood, sem Gu Kailai, eiginkona kínverska stjórnmálamannsins Bo Xilai, hefur viðurkennt fyrir rétti að hafa framið. Réttarhöldin fóru fram í lok síðustu viku og stóðu aðeins í sjö klukkustundir. Gu sagði þar að syni sínum hefði stafað hætta af Heywood, hún hafi því ákveðið að eitra fyrir honum. Hún sagðist iðrast gjörða sinna og þykir eiga von til þess að sleppa við dauðadóm. Fréttaskýrendur, sem fylgdust með réttarhöldunum og aðdraganda þeirra, segja málið samt varla vera alveg svona borðleggjandi. Stjórnvöld hafa dregið upp þá mynd af Gu að hún hafi verið þunglynd og á lyfjum, sem hafi brenglað dómgreind hennar. Hún hafi platað Heywood inn á hótelherbergi í borginni Chongqing, þar sem hún hafi hellt hann fullan og síðan sett blásýru upp í hann. Allt hafi þetta gerst vegna þess að hún hafi óttast um líf sonar síns, en hvergi er minnst á spillingu í stjórnkerfinu í tengslum við eiginmann hennar, Bo Xilai, sem átti mikinn frama vísan í kínverska Kommúnistaflokknum en sagði af sér eftir að upp komst um morðið. Hvergi hefur komið fram hvaða ógn syni Gu stafaði af Bretanum Heywood. Engin skýring hefur heldur verið gefin á því hvers vegna Heywood hafi átt að hafa lagt á sig ferðalag til Chongqing og farið þar upp á hótelherbergi með Gu, eftir að hafa hótað syni hennar öllu illu. Þá hafa stjórnvöld forðast að spyrja hvort og þá hvernig eiginmaður hennar gæti hafa tengst málinu. Við réttarhöldin kom engu að síður fram, samkvæmt heimildarmanni fréttastofunnar AP, að Wang Lijun, lögreglustjóri í Chongqing, hafi vitað af morðinu fyrirfram og jafnvel verið með í ráðum. Bo Xilai hafði mikil völd í borginni Chongqing og lögreglustjórinn var náinn samstarfsmaður hans. Steve Tsang, sérfræðingur í málefnum Kína við háskólann í Nottingham í Bretlandi, segir erfitt að ímynda sér að lögreglustjórinn Wang hafi vitað af þessum ráðagerðum án þess að ræða það við Bo, hvort sem hann átti sjálfur hlut að máli eða ekki: „Það er erfitt að trúa því að Bo Xilai hafi ekki verið látinn vita og raunar að hann hafi ekki verið beðinn um leyfi.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira