Fleiri fréttir Auglýsa eftir sjálfsmorðsárásarmönnum á Netinu Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda óska eftir fólki til að gera sjálfsmorðsárás í atvinnuauglýsingu sem birt er á lokuðu svæði á veraldarvefnum. Á vefnum The Times of Israel er fjallað um málið. Þar segir að í auglýsingunni sé óskað eftir andlega þroskuðum múslimum sem geti helgað sig verkefninu, eins og það er orðað. Vefsíðan sem auglýsingin er birt á heitir Sjumuk al-islam og er sagt eitt helsta málgagn Al Qaeda á Netinu. 15.8.2012 08:06 Stöðvuðu fíkniefnasölu í Austurborginni Lögreglan stöðvaði fíkniefnasölu í Austurborginni, eftir ábendingu um að tiltekinn maður væri að líkindum að stunda slíkt athæfi. Lögreglumenn fundu manninn og í farmhaldi af því var farið í húsleit, þar sem lögregla naut aðstoðar fíkniefnahunds frá Tollgæslunni. Þar fannst töluvert magn af fíkniefnum, en lögregla gefur ekki upp magn né tegundir. Jafnframt fundust þar ýmsir munir, sem taldir eru vera þýfi úr innbrotum, sem viðskiptavinir mannsins hafa notað sem gjaldmiðil í fíkniefnaviðskiptum við hann.- 15.8.2012 08:01 Verður ekki framseldur Níræður karlmaður að nafni Charles Zentai vann í gær mál gegn áströlskum stjórnvöldum sem hugðust framselja hann til Ungverjalands. Hann er grunaður um stríðsglæpi með því að hafa starfað fyrir Nasista í Seinni heimsstyrjöld og að hafa pyntað og myrt ungling í Budapest, höfuðborg Ungverjalands árið 1944. Hæstiréttur í Ástralíu komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að það hefðu ekki verið til nein lagaákvæði um stríðsglæpi árið 1944 og því bæri stjórnvöldum ekki að framselja hann. Maðurinn neitar öllum sökum sem bornar eru á hann. 15.8.2012 07:51 Norðmenn vilja Stoltenberg áfram Meirihluti almennings í Noregi vill ekki að Jens Stoltenberg, forsætisráðherra landsins, segi af sér embætti, þrátt fyrir að stjórnvöld í landinu hafi beðið mikinn álitshnekki eftir að sannleiksskýrsla um fjöldamorðin í Osló og Útey kom út í fyrradag. 15.8.2012 07:11 Rán í matvöruverslun Rán var framið í matvöruverslun í Kópavogi í gærkvöldi þar sem karlmaður hrifsaði peninga úr peningakassa búðarinnar og komst undan. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort hann ógnaði starfsfólki verslunarinnar, eða hvort hann var vopnaður barefli eða öðru, né heldur hversu mikla fjárhæð hann hafði upp úr krafsinu. Hann er ófundinn.-Þá var brotist inn í leikskóla við Nauthólsveg í Reykjavík í gærkvöldi og þaðan stolið fartölvu og spjaldtölvu. Sá þjófur er líka ófundinn.- 15.8.2012 07:01 Akranesviti orðinn klár menningarviti Boðið er upp á tónlistarviðburði og fleiri listasamkomur í Akranesvita sem hefur vísað sjófarendum leið í 65 ár. Þar fara fram upptökur á tónlistarviðburðum enda á hljómburðurinn þar að vera álíka þeim í Péturskirkju í Róm. 15.8.2012 07:00 Tóku dópaðan ökumann með hníf Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók út úr dópaðann ökumann á þrítugsaldri úr umferð í gær. Hann var með hníf í fórum sínum og reyndist réttindalaus eftir að hafa misst skírteinið áður fyrir sömu sakir. Hann er visatður í fangageymslu, en verður yfirheyrður þegar af honum verður runnið. Lögreglan á Akureyri tók líka ungan ökumann úr umferð þar í bæ í gærkvöldi, undir áhrifum áfengis og fíkniefna, auk þess sem hann var líka búinn að missa prófið vegna fíkniefnaaksturs áður.- 15.8.2012 06:57 Fagmenn brutust inn í bíla í Þorlákshöfn Brotist var inn í að minnstakosti tvo bíla í Þorlákshöfn í nótt og fartölvu stolið úr öðrum þeirra. Lögregla er nú að rannsaka hvort farið hefur verið inn í fleiri bíla, en þjófarnir stóðu fagmannlega að verki, dýrkuðu bílana upp með þartilgerðum tækjum og læstu þeim svo á eftir sér. Lögregla segir þetta óvenjulegt, því yfirleitt brjóti þjófar rúur í bílunum til að komast inn í þá.- 15.8.2012 06:54 Réðust á leigubílstjóra Tveir karlmenn réðust á leigubílstjóra í austurborginni í gærkvöldi og veittu honum áverka á höfði. Hann var fluttur á slysadeild en reyndist ekki alvarlega meiddur. Mennirnir höfðu tekið sér far með bílnum, en þegar komið var á ákvörðunarstað sögðust þeir ekki eiga fyrir farinu, og réðust á bílstjórann. Hann telur að þeir hafi verið undir áhrifum fíkniefna, en af skeyti frá lögreglu má ráða að þeir hafi komist undan og séu ófundnir. 15.8.2012 06:39 10% skjólstæðinga missa húsið Um tíu prósent þeirra sem gert hafa samninga með aðstoð umboðsmanns skuldara hafa misst húsnæði sitt vegna greiðsluerfiðleika. Stór hluti þeirra er of tekjuhár til að vera gjaldgengur í félagslegt stuðningskerfi sveitarfélaga. 15.8.2012 05:00 Segir stjórnina í Sýrlandi að falli komna „Stjórnin er að falli komin, bæði siðferðislega og efnahagslega, fyrir utan þá bresti sem komnir eru í herinn,“ sagði Riad Hijab, fyrrverandi forsætisráðherra Sýrlands, á blaðamannafundi í Jórdaníu í gær. 15.8.2012 03:00 Neyðarástand í Kattholti - 300 óskilakisur komu í sumar Stjórn Kattavinafélags Íslands vill beina þeim tilmælum til eigenda katta að láta gelda högna sína og gera ófrjósemisaðgerðir á læðum. Neyðarástand ríkir í Kattholti því tæplega 300 óskilakisur komu þangað í sumar. 14.8.2012 23:30 Íslenskir listamenn sendu Pútín bréf Stjórn bandalags íslenskra listamanna sendi í dag Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og tveimur rússneskum saksóknurum ákall þar sem þess er krafist að þrjár listakonur úr pönk-rokksveitinni Pussy Riot verði látnar lausar úr haldi og öllum ákærum á hendur verði látnar niður falla. 14.8.2012 22:43 Enginn bjór á landsleikjum í bráð "Almennt séð er mín skoðun sú að íþróttir fara ekki saman með áfengi. Mér finnst betur fara á því að þessu sé ekki blandað saman, án þess að ég sé að taka afstöðu til þessa máls,“ segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og íþróttamálaráðherra. 14.8.2012 20:03 Fíkniefnaverksmiðja neðanjarðar Ítalska lögreglan gerði 340 kíló af kannabis upptæk á yfirgefinni neðanjarðarlestarstöð í borginni Róm í dag. Stöðin var byggð á fjórða áratug síðustu aldar af einræðisherranum Mussolini. 14.8.2012 21:35 Breskir hermenn tengdir við morð á vændiskonu Bresk yfirvöld aðstoða nú yfirvöld í Kenýa við morðrannsókn á tuttugu og eins árs kenýskri stúlku. Talið er að breskir hermenn beri ábyrgð á dauða hennar. 14.8.2012 20:47 Tíu milljónir úr Samfélagssjóði Landsbankans Landsbankinn veitti í dag samfélagsstyrki að upphæð tíu milljónir króna úr Samfélagssjóði bankans. Veittir voru tuttugu styrkir, fimm að upphæð 1 milljón króna hver, fimm að fjárhæð 500 þúsund krónur og tíu að fjárhæð 250 þúsund krónur. Alls bárust tæplega 500 umsóknir um samfélagsstyrki að þessu sinni. 14.8.2012 19:09 Sígarettustubbar á eldsvæðinu Umgengni veiðimanna við Laugardalsvatn í Ísafjarðardjúpi er oft á tíðum slæm og hafa þeir skilið eftir sig sígarettustubba og annað rusl í náttúrunni, jafnvel á þeim svæðum sem hafa orðið jarðvegseldum síðustu vikna að bráð. 14.8.2012 19:03 Studdu ekki innleiðingu sænsku leiðarinnar hér á landi Réttarvörslukerfið studdi ekki innleiðingu sænsku leiðarinnar hér á landi á sínum tíma. Lagaprófessor sem fór yfir kosti og galla þessarar leiðar fyrir Alþingi og skrifaði sjálft frumvarpið segir reynsluna hafa staðfest efasemdir sínar. Formaður Landssambands lögreglumanna tekur í sama streng og telur nær ógjörning að fara eftir lögunum. 14.8.2012 18:39 Þurfa að taka á sig 15 prósenta tekjuskerðingu Hótelrekendur þurfa að taka á sig fimmtán prósenta tekjuskerðingu ætli þeir að halda verðum óbreyttum þrátt fyrir hærri virðisaukaskatt. Hótelhaldari segir að taka þurfi tillit samkeppnisaðstöðu íslenskra ferðaþjónustuaðila því erlendir ferðamenn hafi um margt annað að velja. 14.8.2012 18:31 Emma Watson elskar Of Monsters and Men Emma Watson er stödd hér á landi við tökur á myndinni Noah í leikstjórn Darren Aronofsky eins og flestum ætti að vera kunnugt. Hún hefur verið dugleg að segja vinum sínum á samskiptasíðunni Twitter frá dvöl sinni hér á landi. Nýjasta "tístið“ hennar snýr að íslensku tónlistarfólki. Nú síðdegis sagðist hún dýrka Of Monsters and Men, Sóley og Ólaf Arnalds við þetta setur hún merkið "#goiceland". 14.8.2012 17:54 Undirbúningur fyrir haustþingið hafinn Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er byrjaður að undirbúa sig af fullum krafti fyrir komandi þing sem verður sett þann 11. september næstkomandi. Á ríkisstjórnarfundi í morgun kynnti Ögmundur fjölda mála sem hann lagði fram til kynningar á síðastliðnu vorþingi. 14.8.2012 17:24 Vill ekki fyllerí Gestir Menningarnætur eru hvattir til að ganga fallega um Reykjavíkurborg, stilla áfengisdrykkju í hóf og henda rusli í þar til gerðar ruslatunnur. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag sem Jón Gnarr borgarstjóri, Stefán Eiríksson lögreglustjóri, Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri og Einar Örn Benediktsson formaður stjórnar Menningarnætur héldu í dag. 14.8.2012 17:19 Burðardýr í tveggja og hálfs árs fangelsi Mareme Laye Diop var dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hún kom með 402 grömm af alsæludufti innvortis í líkama sínum í flugi frá Berlín til Keflavíkur þann 15. maí síðastliðinn. Úr efninu er hægt að framleiða um 5500 alsælutöflur með um 80% styrkleika. Hún játaði brot sitt fyrir dómi og var litið til þess við ákvörðun refsingar en auk þess var litið til þess að hún var samvinnuþýð við lausn málsins. "Einnig er litið til þáttar ákærðu í brotinu, en rannsókn málsins hefur beinst að ákærðu sem svonefndu "burðardýri", en ekki sem skipuleggjanda brotsins. Loks er litið til þess að ákærða hefur ekki áður gerst sek um refsiverðan verknað svo kunnugt sé,“ segir í dómnum. 14.8.2012 17:14 Frumkvöðlar kynna afrakstur sumarsins Næstkomandi föstudag munu fyrirtækin tíu sem hafa tekið þátt í frumkvöðlaverkefninu Startup Reykjavík kynna fyrir fjárfestum hugmyndir sínar og viðskiptatækifæri. Markmið verkefnisins var að hjálpa sprotafyrirtækjum að komast eins langt með sínar viðskiptahugmyndir og hægt er á stuttum tíma. Hvert fyrirtæki hefur fengið tveggja milljóna króna fjárfestingu, skrifstofuaðstöðu og aðstoð og leiðbeiningar fyrir 6% eignarhlut Arion banka í hverju fyrirtæki. 14.8.2012 17:03 Munu kalla eftir geðheilbrigðisáætlun Tillaga um að unnin verði ný geðheilbrigðisáætlun fyrir fanga með geðraskanir verður lög fyrir Alþingi í haust. Þetta segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, en nefndin mun í heild sinni leggja tillöguna fram. Nefndin fundaði í dag með forsvarsmönnum fangelsismála, heilbrigðisyfirvalda og Geðhjálpar í morgun. 14.8.2012 16:46 Björgunarsveitir leituðu ferðakonu við Glym Björgunarsveitir frá Akranesi og Borgarfirði voru kallaðar út í dag til leitar að ferðakonu sem saknað er við Glym í Hvalfirði. Einnig var björgunarsveitafólk af höfuðborgarsvæðinu í viðbragðsstöðu. Konan, sem er erlendur ferðamaður, varð viðskila við hóp sem gekk upp með fossinum. 14.8.2012 16:09 Fundu 5 kíló af fíkniefnum við leitina að Sigrid Þótt leitin að hinni sextán ára gömlu Sigrid Schjetne í Osló hafi ekki skilað tilætluðum árangri, hefur hún ekki verið til einskis. Sigrid hefur verið saknað frá því aðfararnótt sunnudagsins í síðustu viku. Við leit að henni fundust fimm kíló af fíkniefnum sem eru tugmilljónavirði, að því er segir í norska blaðinu VG. 14.8.2012 15:53 Breski herinn verður lengi að jafna sig eftir Ólympíuleikana Það mun taka breska herinn um tvö ár að jafna sig eftir Ólympíuleikana í London. Um 18.000 hermenn voru fluttir fá stöðvum sínum og til Lundúna, sumir með stuttum fyrirvara. 14.8.2012 15:45 Barn klemmdist á milli dráttavélar og húsveggs Barn klemmdist á milli dráttarvélar og húsveggs nærri Hvolsvelli á sunnudag. Barnið missti meðvitund en komst fljótlega til meðvitundar aftur og munu meiðsli þess vera minniháttar miðað við aðstæður. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar kemur líka fram að á föstudag féll kona af hestbaki í Húsadal og brotnaði illa, meðal annars á handlegg. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konuna og flutti til aðhlynningar á sjúkrahús í Reykjavík. Sama dag féll kona í Galtalæk og var flutt með sjúkrabifreið til aðhlynningar. Hún er ekki talin hafa slasast alvarlega. 14.8.2012 15:30 Ríkissaksóknari tekur ekki undir að heimildin sé ofnotuð "Ég skal ekki segja hvort heimildin er ofnotuð," segir Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, spurð út í ummæli sem birtust í gær í Úlfljóti, tímariti laganema, um að dómstólar beiti of oft heimild til að úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald með vísan til almannahagsmuna. 14.8.2012 14:55 Frítt í strætó á Menningarnótt Á Menningarnótt verður frítt í strætó. Auk þess verða allir vagnar strætó settir í að ferja fólk til síns heima eftir að dagskrá lýkur. "Þannig verður óhætt að skilja bílinn eftir heima,“ segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á facebook síðu sinni. 14.8.2012 14:27 Vanhugsað að hækka gistináttaskatt Sú hugmynd að hækka gistináttarskatt úr 7% í 25,5% er vanhugsuð og hún mun hamla framþróun í ferðaþjónustu á komandi árum, segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. 14.8.2012 14:10 Snædrekinn kominn til Reykjavíkur Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn liggur nú við Ytrihöfn í Kollafirði. Það lagðist að bryggju um níu leytið í morgun. 14.8.2012 13:57 Ólympíuleikarnir voru stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna Ólympíuleikarnir í London voru stærsti sjónvarpsviðburður í Bandaríkjunum frá upphafi. Yfir 219 milljón bandarískir áhorfendur fylgdust með leikunum. 14.8.2012 13:24 Útlit fyrir metþátttöku í maraþoninu Útlit er fyrir metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu í ár og eru þátttakendur að hlaupa lengri vegalengdir en áður. 14.8.2012 13:17 Segir sænsku leiðina ekki virka Formaður Landssambands lögreglumanna telur sænsku leiðina ekki virka eins og henni var ætlað. Hann hvetur til þess að löggjöfin verði endurskoðuð og annarra leiða til að taka á vanda sem fylgir vændi verði leitað. 14.8.2012 13:09 Gestur í Bláa lóninu gripinn með hjartastuðtæki Gestur í Bláa lóninu var handtekinn í gærkvöld. Um er að ræða karlmann á þrítugsaldri sem grunaður var um vörslur fíkniefna. Hafði sígarettupakki fallið úr vasa á baðslopp mannsins á bakka lónsins og reyndist í honum vera glær poki. Í pokanum var grænt efni sem talið er vera kannabisefni. 14.8.2012 12:54 Líf að færast í skiptibókamarkaði Nú þegar styttist í skólasetningu í framhaldsskólum landsins fer líf að færast í skiptibókamarkaði. Í þessari viku byrjaði ásóknin smám saman að aukast og gera starfsmenn ráð fyrir undir lok vikunnar verði allt komið á fullt. 14.8.2012 12:07 Um 30 lítrum af málningu stolið í innbroti Brotist var inn í atvinnuhúsnæði í Garðabæ í nótt. Þar var stolið 30 lítrum af málningu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um málið um klukkan tuttugu mínútur í átta í morgun og rannsakar hún málið nú. 14.8.2012 11:51 Nýmæli í úthlutun listamannalauna Bryddað verður upp á nýmælum við úthlutun starfslauna listamanna fyrir árið 2013. Annars vegar geta fleiri en einn listamaður sótt um starfslaun vegna samstarfsverkefna. Hins vegar getur einn listamaður sótt um laun í mismunandi sjóði ef verkefnið fellur í fleiri sjóði en einn. Frá þessu er greint 14.8.2012 11:48 Stýrihópur starfar gegn lúpínunni Að frumkvæði umhverfisráðherra starfar nú stýrihópur sem hefur það hlutverk að finna leiðir til að draga úr neikvæðum áhrifum alaskalúpínu og skógarkerfils á náttúru Íslands. Þessar tegundir teljast ágengar, dreifa úr sér og ógna því lífríki sem fyrir er í vistkerfum. 14.8.2012 10:07 Bjart og gott veður á menningarnótt Útlit er fyrir bjartviðri og hlýtt veður í Reykjavík um helgina. Fólk ætti því að geta notið veðurblíðu á menningarnótt, sem er á laugardaginn. "Það er milt veður framundan, segir Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofunni. 14.8.2012 09:54 Deilt um sumarhús í Heiðmörk Um tuttugu sumarhúsaeigendur við Elliðavatn og Helluvatn þurfa að yfirgefa húsin fyrir áramót eftir að Orkuveitan framlengdi ekki leigusamning. 14.8.2012 21:04 Strætóferðir milli Reykjavíkur og Selfoss vinsælar Að meðaltali fer 171 farþegi með Strætó á dag milli Reykjavíkur og Selfoss. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) héldu í gær. 14.8.2012 09:46 Sjá næstu 50 fréttir
Auglýsa eftir sjálfsmorðsárásarmönnum á Netinu Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda óska eftir fólki til að gera sjálfsmorðsárás í atvinnuauglýsingu sem birt er á lokuðu svæði á veraldarvefnum. Á vefnum The Times of Israel er fjallað um málið. Þar segir að í auglýsingunni sé óskað eftir andlega þroskuðum múslimum sem geti helgað sig verkefninu, eins og það er orðað. Vefsíðan sem auglýsingin er birt á heitir Sjumuk al-islam og er sagt eitt helsta málgagn Al Qaeda á Netinu. 15.8.2012 08:06
Stöðvuðu fíkniefnasölu í Austurborginni Lögreglan stöðvaði fíkniefnasölu í Austurborginni, eftir ábendingu um að tiltekinn maður væri að líkindum að stunda slíkt athæfi. Lögreglumenn fundu manninn og í farmhaldi af því var farið í húsleit, þar sem lögregla naut aðstoðar fíkniefnahunds frá Tollgæslunni. Þar fannst töluvert magn af fíkniefnum, en lögregla gefur ekki upp magn né tegundir. Jafnframt fundust þar ýmsir munir, sem taldir eru vera þýfi úr innbrotum, sem viðskiptavinir mannsins hafa notað sem gjaldmiðil í fíkniefnaviðskiptum við hann.- 15.8.2012 08:01
Verður ekki framseldur Níræður karlmaður að nafni Charles Zentai vann í gær mál gegn áströlskum stjórnvöldum sem hugðust framselja hann til Ungverjalands. Hann er grunaður um stríðsglæpi með því að hafa starfað fyrir Nasista í Seinni heimsstyrjöld og að hafa pyntað og myrt ungling í Budapest, höfuðborg Ungverjalands árið 1944. Hæstiréttur í Ástralíu komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að það hefðu ekki verið til nein lagaákvæði um stríðsglæpi árið 1944 og því bæri stjórnvöldum ekki að framselja hann. Maðurinn neitar öllum sökum sem bornar eru á hann. 15.8.2012 07:51
Norðmenn vilja Stoltenberg áfram Meirihluti almennings í Noregi vill ekki að Jens Stoltenberg, forsætisráðherra landsins, segi af sér embætti, þrátt fyrir að stjórnvöld í landinu hafi beðið mikinn álitshnekki eftir að sannleiksskýrsla um fjöldamorðin í Osló og Útey kom út í fyrradag. 15.8.2012 07:11
Rán í matvöruverslun Rán var framið í matvöruverslun í Kópavogi í gærkvöldi þar sem karlmaður hrifsaði peninga úr peningakassa búðarinnar og komst undan. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort hann ógnaði starfsfólki verslunarinnar, eða hvort hann var vopnaður barefli eða öðru, né heldur hversu mikla fjárhæð hann hafði upp úr krafsinu. Hann er ófundinn.-Þá var brotist inn í leikskóla við Nauthólsveg í Reykjavík í gærkvöldi og þaðan stolið fartölvu og spjaldtölvu. Sá þjófur er líka ófundinn.- 15.8.2012 07:01
Akranesviti orðinn klár menningarviti Boðið er upp á tónlistarviðburði og fleiri listasamkomur í Akranesvita sem hefur vísað sjófarendum leið í 65 ár. Þar fara fram upptökur á tónlistarviðburðum enda á hljómburðurinn þar að vera álíka þeim í Péturskirkju í Róm. 15.8.2012 07:00
Tóku dópaðan ökumann með hníf Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók út úr dópaðann ökumann á þrítugsaldri úr umferð í gær. Hann var með hníf í fórum sínum og reyndist réttindalaus eftir að hafa misst skírteinið áður fyrir sömu sakir. Hann er visatður í fangageymslu, en verður yfirheyrður þegar af honum verður runnið. Lögreglan á Akureyri tók líka ungan ökumann úr umferð þar í bæ í gærkvöldi, undir áhrifum áfengis og fíkniefna, auk þess sem hann var líka búinn að missa prófið vegna fíkniefnaaksturs áður.- 15.8.2012 06:57
Fagmenn brutust inn í bíla í Þorlákshöfn Brotist var inn í að minnstakosti tvo bíla í Þorlákshöfn í nótt og fartölvu stolið úr öðrum þeirra. Lögregla er nú að rannsaka hvort farið hefur verið inn í fleiri bíla, en þjófarnir stóðu fagmannlega að verki, dýrkuðu bílana upp með þartilgerðum tækjum og læstu þeim svo á eftir sér. Lögregla segir þetta óvenjulegt, því yfirleitt brjóti þjófar rúur í bílunum til að komast inn í þá.- 15.8.2012 06:54
Réðust á leigubílstjóra Tveir karlmenn réðust á leigubílstjóra í austurborginni í gærkvöldi og veittu honum áverka á höfði. Hann var fluttur á slysadeild en reyndist ekki alvarlega meiddur. Mennirnir höfðu tekið sér far með bílnum, en þegar komið var á ákvörðunarstað sögðust þeir ekki eiga fyrir farinu, og réðust á bílstjórann. Hann telur að þeir hafi verið undir áhrifum fíkniefna, en af skeyti frá lögreglu má ráða að þeir hafi komist undan og séu ófundnir. 15.8.2012 06:39
10% skjólstæðinga missa húsið Um tíu prósent þeirra sem gert hafa samninga með aðstoð umboðsmanns skuldara hafa misst húsnæði sitt vegna greiðsluerfiðleika. Stór hluti þeirra er of tekjuhár til að vera gjaldgengur í félagslegt stuðningskerfi sveitarfélaga. 15.8.2012 05:00
Segir stjórnina í Sýrlandi að falli komna „Stjórnin er að falli komin, bæði siðferðislega og efnahagslega, fyrir utan þá bresti sem komnir eru í herinn,“ sagði Riad Hijab, fyrrverandi forsætisráðherra Sýrlands, á blaðamannafundi í Jórdaníu í gær. 15.8.2012 03:00
Neyðarástand í Kattholti - 300 óskilakisur komu í sumar Stjórn Kattavinafélags Íslands vill beina þeim tilmælum til eigenda katta að láta gelda högna sína og gera ófrjósemisaðgerðir á læðum. Neyðarástand ríkir í Kattholti því tæplega 300 óskilakisur komu þangað í sumar. 14.8.2012 23:30
Íslenskir listamenn sendu Pútín bréf Stjórn bandalags íslenskra listamanna sendi í dag Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og tveimur rússneskum saksóknurum ákall þar sem þess er krafist að þrjár listakonur úr pönk-rokksveitinni Pussy Riot verði látnar lausar úr haldi og öllum ákærum á hendur verði látnar niður falla. 14.8.2012 22:43
Enginn bjór á landsleikjum í bráð "Almennt séð er mín skoðun sú að íþróttir fara ekki saman með áfengi. Mér finnst betur fara á því að þessu sé ekki blandað saman, án þess að ég sé að taka afstöðu til þessa máls,“ segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og íþróttamálaráðherra. 14.8.2012 20:03
Fíkniefnaverksmiðja neðanjarðar Ítalska lögreglan gerði 340 kíló af kannabis upptæk á yfirgefinni neðanjarðarlestarstöð í borginni Róm í dag. Stöðin var byggð á fjórða áratug síðustu aldar af einræðisherranum Mussolini. 14.8.2012 21:35
Breskir hermenn tengdir við morð á vændiskonu Bresk yfirvöld aðstoða nú yfirvöld í Kenýa við morðrannsókn á tuttugu og eins árs kenýskri stúlku. Talið er að breskir hermenn beri ábyrgð á dauða hennar. 14.8.2012 20:47
Tíu milljónir úr Samfélagssjóði Landsbankans Landsbankinn veitti í dag samfélagsstyrki að upphæð tíu milljónir króna úr Samfélagssjóði bankans. Veittir voru tuttugu styrkir, fimm að upphæð 1 milljón króna hver, fimm að fjárhæð 500 þúsund krónur og tíu að fjárhæð 250 þúsund krónur. Alls bárust tæplega 500 umsóknir um samfélagsstyrki að þessu sinni. 14.8.2012 19:09
Sígarettustubbar á eldsvæðinu Umgengni veiðimanna við Laugardalsvatn í Ísafjarðardjúpi er oft á tíðum slæm og hafa þeir skilið eftir sig sígarettustubba og annað rusl í náttúrunni, jafnvel á þeim svæðum sem hafa orðið jarðvegseldum síðustu vikna að bráð. 14.8.2012 19:03
Studdu ekki innleiðingu sænsku leiðarinnar hér á landi Réttarvörslukerfið studdi ekki innleiðingu sænsku leiðarinnar hér á landi á sínum tíma. Lagaprófessor sem fór yfir kosti og galla þessarar leiðar fyrir Alþingi og skrifaði sjálft frumvarpið segir reynsluna hafa staðfest efasemdir sínar. Formaður Landssambands lögreglumanna tekur í sama streng og telur nær ógjörning að fara eftir lögunum. 14.8.2012 18:39
Þurfa að taka á sig 15 prósenta tekjuskerðingu Hótelrekendur þurfa að taka á sig fimmtán prósenta tekjuskerðingu ætli þeir að halda verðum óbreyttum þrátt fyrir hærri virðisaukaskatt. Hótelhaldari segir að taka þurfi tillit samkeppnisaðstöðu íslenskra ferðaþjónustuaðila því erlendir ferðamenn hafi um margt annað að velja. 14.8.2012 18:31
Emma Watson elskar Of Monsters and Men Emma Watson er stödd hér á landi við tökur á myndinni Noah í leikstjórn Darren Aronofsky eins og flestum ætti að vera kunnugt. Hún hefur verið dugleg að segja vinum sínum á samskiptasíðunni Twitter frá dvöl sinni hér á landi. Nýjasta "tístið“ hennar snýr að íslensku tónlistarfólki. Nú síðdegis sagðist hún dýrka Of Monsters and Men, Sóley og Ólaf Arnalds við þetta setur hún merkið "#goiceland". 14.8.2012 17:54
Undirbúningur fyrir haustþingið hafinn Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er byrjaður að undirbúa sig af fullum krafti fyrir komandi þing sem verður sett þann 11. september næstkomandi. Á ríkisstjórnarfundi í morgun kynnti Ögmundur fjölda mála sem hann lagði fram til kynningar á síðastliðnu vorþingi. 14.8.2012 17:24
Vill ekki fyllerí Gestir Menningarnætur eru hvattir til að ganga fallega um Reykjavíkurborg, stilla áfengisdrykkju í hóf og henda rusli í þar til gerðar ruslatunnur. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag sem Jón Gnarr borgarstjóri, Stefán Eiríksson lögreglustjóri, Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri og Einar Örn Benediktsson formaður stjórnar Menningarnætur héldu í dag. 14.8.2012 17:19
Burðardýr í tveggja og hálfs árs fangelsi Mareme Laye Diop var dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hún kom með 402 grömm af alsæludufti innvortis í líkama sínum í flugi frá Berlín til Keflavíkur þann 15. maí síðastliðinn. Úr efninu er hægt að framleiða um 5500 alsælutöflur með um 80% styrkleika. Hún játaði brot sitt fyrir dómi og var litið til þess við ákvörðun refsingar en auk þess var litið til þess að hún var samvinnuþýð við lausn málsins. "Einnig er litið til þáttar ákærðu í brotinu, en rannsókn málsins hefur beinst að ákærðu sem svonefndu "burðardýri", en ekki sem skipuleggjanda brotsins. Loks er litið til þess að ákærða hefur ekki áður gerst sek um refsiverðan verknað svo kunnugt sé,“ segir í dómnum. 14.8.2012 17:14
Frumkvöðlar kynna afrakstur sumarsins Næstkomandi föstudag munu fyrirtækin tíu sem hafa tekið þátt í frumkvöðlaverkefninu Startup Reykjavík kynna fyrir fjárfestum hugmyndir sínar og viðskiptatækifæri. Markmið verkefnisins var að hjálpa sprotafyrirtækjum að komast eins langt með sínar viðskiptahugmyndir og hægt er á stuttum tíma. Hvert fyrirtæki hefur fengið tveggja milljóna króna fjárfestingu, skrifstofuaðstöðu og aðstoð og leiðbeiningar fyrir 6% eignarhlut Arion banka í hverju fyrirtæki. 14.8.2012 17:03
Munu kalla eftir geðheilbrigðisáætlun Tillaga um að unnin verði ný geðheilbrigðisáætlun fyrir fanga með geðraskanir verður lög fyrir Alþingi í haust. Þetta segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, en nefndin mun í heild sinni leggja tillöguna fram. Nefndin fundaði í dag með forsvarsmönnum fangelsismála, heilbrigðisyfirvalda og Geðhjálpar í morgun. 14.8.2012 16:46
Björgunarsveitir leituðu ferðakonu við Glym Björgunarsveitir frá Akranesi og Borgarfirði voru kallaðar út í dag til leitar að ferðakonu sem saknað er við Glym í Hvalfirði. Einnig var björgunarsveitafólk af höfuðborgarsvæðinu í viðbragðsstöðu. Konan, sem er erlendur ferðamaður, varð viðskila við hóp sem gekk upp með fossinum. 14.8.2012 16:09
Fundu 5 kíló af fíkniefnum við leitina að Sigrid Þótt leitin að hinni sextán ára gömlu Sigrid Schjetne í Osló hafi ekki skilað tilætluðum árangri, hefur hún ekki verið til einskis. Sigrid hefur verið saknað frá því aðfararnótt sunnudagsins í síðustu viku. Við leit að henni fundust fimm kíló af fíkniefnum sem eru tugmilljónavirði, að því er segir í norska blaðinu VG. 14.8.2012 15:53
Breski herinn verður lengi að jafna sig eftir Ólympíuleikana Það mun taka breska herinn um tvö ár að jafna sig eftir Ólympíuleikana í London. Um 18.000 hermenn voru fluttir fá stöðvum sínum og til Lundúna, sumir með stuttum fyrirvara. 14.8.2012 15:45
Barn klemmdist á milli dráttavélar og húsveggs Barn klemmdist á milli dráttarvélar og húsveggs nærri Hvolsvelli á sunnudag. Barnið missti meðvitund en komst fljótlega til meðvitundar aftur og munu meiðsli þess vera minniháttar miðað við aðstæður. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar kemur líka fram að á föstudag féll kona af hestbaki í Húsadal og brotnaði illa, meðal annars á handlegg. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konuna og flutti til aðhlynningar á sjúkrahús í Reykjavík. Sama dag féll kona í Galtalæk og var flutt með sjúkrabifreið til aðhlynningar. Hún er ekki talin hafa slasast alvarlega. 14.8.2012 15:30
Ríkissaksóknari tekur ekki undir að heimildin sé ofnotuð "Ég skal ekki segja hvort heimildin er ofnotuð," segir Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, spurð út í ummæli sem birtust í gær í Úlfljóti, tímariti laganema, um að dómstólar beiti of oft heimild til að úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald með vísan til almannahagsmuna. 14.8.2012 14:55
Frítt í strætó á Menningarnótt Á Menningarnótt verður frítt í strætó. Auk þess verða allir vagnar strætó settir í að ferja fólk til síns heima eftir að dagskrá lýkur. "Þannig verður óhætt að skilja bílinn eftir heima,“ segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á facebook síðu sinni. 14.8.2012 14:27
Vanhugsað að hækka gistináttaskatt Sú hugmynd að hækka gistináttarskatt úr 7% í 25,5% er vanhugsuð og hún mun hamla framþróun í ferðaþjónustu á komandi árum, segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. 14.8.2012 14:10
Snædrekinn kominn til Reykjavíkur Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn liggur nú við Ytrihöfn í Kollafirði. Það lagðist að bryggju um níu leytið í morgun. 14.8.2012 13:57
Ólympíuleikarnir voru stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna Ólympíuleikarnir í London voru stærsti sjónvarpsviðburður í Bandaríkjunum frá upphafi. Yfir 219 milljón bandarískir áhorfendur fylgdust með leikunum. 14.8.2012 13:24
Útlit fyrir metþátttöku í maraþoninu Útlit er fyrir metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu í ár og eru þátttakendur að hlaupa lengri vegalengdir en áður. 14.8.2012 13:17
Segir sænsku leiðina ekki virka Formaður Landssambands lögreglumanna telur sænsku leiðina ekki virka eins og henni var ætlað. Hann hvetur til þess að löggjöfin verði endurskoðuð og annarra leiða til að taka á vanda sem fylgir vændi verði leitað. 14.8.2012 13:09
Gestur í Bláa lóninu gripinn með hjartastuðtæki Gestur í Bláa lóninu var handtekinn í gærkvöld. Um er að ræða karlmann á þrítugsaldri sem grunaður var um vörslur fíkniefna. Hafði sígarettupakki fallið úr vasa á baðslopp mannsins á bakka lónsins og reyndist í honum vera glær poki. Í pokanum var grænt efni sem talið er vera kannabisefni. 14.8.2012 12:54
Líf að færast í skiptibókamarkaði Nú þegar styttist í skólasetningu í framhaldsskólum landsins fer líf að færast í skiptibókamarkaði. Í þessari viku byrjaði ásóknin smám saman að aukast og gera starfsmenn ráð fyrir undir lok vikunnar verði allt komið á fullt. 14.8.2012 12:07
Um 30 lítrum af málningu stolið í innbroti Brotist var inn í atvinnuhúsnæði í Garðabæ í nótt. Þar var stolið 30 lítrum af málningu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um málið um klukkan tuttugu mínútur í átta í morgun og rannsakar hún málið nú. 14.8.2012 11:51
Nýmæli í úthlutun listamannalauna Bryddað verður upp á nýmælum við úthlutun starfslauna listamanna fyrir árið 2013. Annars vegar geta fleiri en einn listamaður sótt um starfslaun vegna samstarfsverkefna. Hins vegar getur einn listamaður sótt um laun í mismunandi sjóði ef verkefnið fellur í fleiri sjóði en einn. Frá þessu er greint 14.8.2012 11:48
Stýrihópur starfar gegn lúpínunni Að frumkvæði umhverfisráðherra starfar nú stýrihópur sem hefur það hlutverk að finna leiðir til að draga úr neikvæðum áhrifum alaskalúpínu og skógarkerfils á náttúru Íslands. Þessar tegundir teljast ágengar, dreifa úr sér og ógna því lífríki sem fyrir er í vistkerfum. 14.8.2012 10:07
Bjart og gott veður á menningarnótt Útlit er fyrir bjartviðri og hlýtt veður í Reykjavík um helgina. Fólk ætti því að geta notið veðurblíðu á menningarnótt, sem er á laugardaginn. "Það er milt veður framundan, segir Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofunni. 14.8.2012 09:54
Deilt um sumarhús í Heiðmörk Um tuttugu sumarhúsaeigendur við Elliðavatn og Helluvatn þurfa að yfirgefa húsin fyrir áramót eftir að Orkuveitan framlengdi ekki leigusamning. 14.8.2012 21:04
Strætóferðir milli Reykjavíkur og Selfoss vinsælar Að meðaltali fer 171 farþegi með Strætó á dag milli Reykjavíkur og Selfoss. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) héldu í gær. 14.8.2012 09:46