Erlent

Auglýsa eftir sjálfsmorðsárásarmönnum á Netinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Í atvinnuauglýsingu sem birt er á veraldarvefnum óska hryðjuverkasamtökin al-Qaeda eftir fólki til að gera sjálfsmorðsárás. Á vefnum The Times of Israel er fjallað um málið. Þar segir að í auglýsingunni sé óskað eftir andlega þroskuðum múslimum sem geti helgað sig verkefninu, eins og það er orðað. Vefsíðan sem auglýsingin er birt á heitir Shjumukh al-islam og er sagt eitt helsta málgagn Al Qaeda á Netinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×