Innlent

Rán í matvöruverslun

Rán var framið í matvöruverslun í Kópavogi í gærkvöldi þar sem karlmaður hrifsaði peninga úr peningakassa búðarinnar og komst undan. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort hann ógnaði starfsfólki verslunarinnar, eða hvort hann var vopnaður barefli eða öðru, né heldur hversu mikla fjárhæð hann hafði upp úr krafsinu. Hann er ófundinn.-Þá var brotist inn í leikskóla við Nauthólsveg í Reykjavík í gærkvöldi og þaðan stolið fartölvu og spjaldtölvu. Sá þjófur er líka ófundinn.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×