Erlent

Verður ekki framseldur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Charles Zentai verður ekki framseldur fyrir stríðsglæpi.
Charles Zentai verður ekki framseldur fyrir stríðsglæpi. mynd/ afp.
Níræður karlmaður að nafni Charles Zentai vann í gær mál gegn áströlskum stjórnvöldum sem hugðust framselja hann til Ungverjalands. Hann er grunaður um stríðsglæpi með því að hafa starfað fyrir Nasista í Seinni heimsstyrjöld og að hafa pyntað og myrt ungling í Budapest, höfuðborg Ungverjalands árið 1944. Hæstiréttur í Ástralíu komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að það hefðu ekki verið til nein lagaákvæði um stríðsglæpi árið 1944 og því bæri stjórnvöldum ekki að framselja hann. Maðurinn neitar öllum sökum sem bornar eru á hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×