Innlent

Stöðvuðu fíkniefnasölu í Austurborginni

GS skrifar
Mynd úr safni
Lögreglan stöðvaði fíkniefnasölu í Austurborginni, eftir ábendingu um að tiltekinn maður væri að líkindum að stunda slíkt athæfi. Lögreglumenn fundu manninn og í farmhaldi af því var farið í húsleit, þar sem lögregla naut aðstoðar fíkniefnahunds frá Tollgæslunni. Þar fannst töluvert magn af fíkniefnum, en lögregla gefur ekki upp magn né tegundir. Jafnframt fundust þar ýmsir munir, sem taldir eru vera þýfi úr innbrotum, sem viðskiptavinir mannsins hafa notað sem gjaldmiðil í fíkniefnaviðskiptum við hann.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×