Erlent

Forsætisráðherra Sýrlands flúinn til Jórdaníu

Riyad Hijab
Riyad Hijab
Fréttaveitan Reuters greindi frá því, núna laust fyrir klukkan tíu að íslenskum tíma, að forsætisráðherra Sýrlands, Riyad Hijab, hafi verið leystur úr embætti og sé flúinn til Jórdaníu með fjölskyldu sinni. Honum og Assad Sýrlandsforseta mun hafa sinnast.

Assad skipaði Riyad Hijab í embætti í júní eftir þingkosningar í landinu sem stjórnvöld sögðu að hefðu verið skref í átt til umbóta í sýrlenska stjórnkerfinu. Gagnrýnendur sögðu slíkt orðin tóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×