Erlent

Sjö látnir - þar á meðal árásarmaður

Frá vettvangi
Frá vettvangi mynd/cnn
Að minnsta kosti sjö eru látnir, þar á meðal einn árásarmaður, í bænahúsi trúarsafnaðar í bænum Oak Creek í Wisconsin í Bandaríkjunum nú síðdegis. Tugir eru særðir eftir að maðurinn réðist þangað inn. Þetta staðfestir lögreglustjórinn í bænum.

Sumar fréttir benda til þess að börn séu í gíslingu í kjallara trúarsafnaðarins en það hefur ekki fengið staðfest. Þá eru einhverjir fjölmiðlar sem halda því fram að aðeins einn árásarmaður hafi ráðist inn í bænahúsið en aðrir segja árásarmennina vera nokkra.

Fregnir af málinu eru enn óljósar en fylgst verður með gangi mála hér á Vísi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×