Erlent

Skotmaðurinn var fertugur

Maðurinn hét Wade Michael Page og er fertugur.
Maðurinn hét Wade Michael Page og er fertugur.
Maðurinn sem skaut sex til bana í musteri síka í borginni Oak Creek í Wisconsins í Bandaríkjunum í gær heitir Wade Michael Page og er fertugur.

Hann er fyrrum hermaður og kynþáttarhatari hefur fréttastofan CNN eftir lögreglumönnum sem vinna að rannsókn málsins.

Maðurinn féll í skotbardaga við lögreglu fyrir utan musterið en fjórir liggja lífshættulega slasaðir eftir árásina þar á meðal einn lögreglumaður. Málið hefur vakið mikinn óhug vestanhafs en þetta er önnur skotárásin á stuttum tíma.

Nýlega skaut maður 12 manns til bana í úthverfi í Denver en hann réðist inn í kvikmyndahús þegar verið var að sýna nýju Batman myndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×