Fleiri fréttir Almennir borgarar falla í ónákvæmum árásum Uppreisnarmenn og öryggissveitir stjórnvalda í Sýrlandi verða að virða mannúðarlög sem mæla fyrir um að koma eigi í veg fyrir mannfall meðal óbreyttra borgara. Þetta segir í nýlegri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International. 29.8.2012 14:36 Misskilningur að flugvél hefði verið rænt Misskilningur milli flugmanns spænskrar farþegaþotu og flugturnar á Schiphol flugvelli í Hollandi varð til þess að óttast var að þota sem kom til lendingar hefði verið rænt og F-16 herþotur voru sendar til að taka á móti vélinni. 29.8.2012 14:01 Borguðu 50 evrur þrátt fyrir handtöku "Ég fékk bara hnút í magann yfir því að ég væri með menn sem stæðu í ólöglegum innflutningi,“ sagði leigubílstjóri á áttræðisaldri sem kom fyrir dómara í morgun í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl hingað til lands í apríl síðastliðnum. 29.8.2012 12:26 Fíkniefnahundurinn Nelson kom upp um smyglið Pólskir háskólamenntaðir karlmenn og einn leikskólakennari neita að hafa skipulagt umfangsmikið fíkniefnasmygl til landsins fyrr á þessu ári. Mennirnir eru ákærðir fyrir að smygla 8,5 kílóum af amfetamíni í sjampóbrúsum. 29.8.2012 11:53 Neita að hafa skipulagt umfangsmikið amfetamínsmygl Þrír pólskir karlmenn sem grunaðir eru um að hafa flutt inn 8,5 kíló af amfetamíni í sjampóbrúsum til landsins í apríl, neita allir að hafa skipulagt innflutning efnanna. Tveir mannanna voru handteknir í leigubíl eftir komuna til landsins en sá þriðji var handtekinn í Leifsstöð. 29.8.2012 10:47 Reyndu að selja íslenska konu mansali Ung íslensk kona fullyrðir að reynt hafi verið að selja hana mansali í vændishús í Brasilíu. Í viðtali við DV í dag segir hún að henni hafi á ævintýralegan hátt tekist að flýja undan Íslendingum í Amsterdam sem ætluu að selja hana manali. Fólkið avr handtekið eftir ábendingu konunnar en einn þeirrra sem sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsin er STeinar Aubertson sem var eftirlýstur af Interpol vegna fíkniefnamáls hér á landi. 29.8.2012 09:44 Truflanir á umferð um Suðurlandsveg vegna kvikmyndatöku Búast má við truflunum á umferð um Suðurlandsveg í dag. True Nort er með mikinn viðbúnað vegna kvikmyndatöku sem verður á Suðurlandsvegi við Hveradali í dag. Veginum verður lokað reglulega í dag vegna þessa. Bent er á að hjáleið um Þrengslaveg verður opin. 29.8.2012 09:23 Íbúar eins og fangar á lyftulausu heimili Íbúar í þjónustuíbúðum aldraðra komast ekki út úr húsi því eina lyfta hússins hefur verið biluð síðan á mánudag. „Það eru svo margir sem ekki geta farið stiga,“ segir Hrafnhildur Thors, fyrrverandi húsmóðir og 92 ára gamall íbúi í þjónustuíbúð Sunnuhlíðar við Kópavogsbraut 1A. Hún hefur búið í húsinu í rúmlega tíu ár og verður 93 ára gömul í september. 29.8.2012 09:00 Kartöflubændur of fáir fyrir markaðinn Íslenskum kartöflubændum hefur fækkað úr hundrað í þrjátíu á síðustu tíu árum. Næturfrost síðustu daga og þurrkar sumarsins munu hafa slæm áhrif á kartöfluuppskeru þessa árs hjá kartöflubændum, sérstaklega á Norðurlandi. Bergvin Jóhannsson, formaður Sambands kartöflubænda, segir það áhyggjuefni hversu fáir bændur eru eftir. 29.8.2012 09:00 Romney formlega valinn sem forsetaefni Repúblikana Mitt Romney hefur verið formlega valinn sem forsetaefni Repúblikanaflokksins á flokksþinginu sem nú stendur yfir í Flórída. Samhliða því var Poul Ryan valin varaforsetaefni flokksins. 29.8.2012 06:58 Fellibylurinn Ísak skellur á auðar götur New Orleans Fellibylurinn Ísak mun í dag skella á auðum götum borgarinnar New Orleans en Ísak náði landi í Louisiana snemma í nótt. 29.8.2012 06:51 Nokkrum milljónum var stolið frá Jarðböðum við Mývatn Lögreglan á Húsavík og rannsóknadeild lögreglunnar á Akureyri rannsaka nú stórþjófnað á skrifstofu Jarðbaðanna við Mývatn nýverið. 29.8.2012 06:35 Eva Rausing sagðist vita hver myrti Olof Palme Hin sterkefnaða Eva Rausing sem lést af ofstórum skammti eiturlyfja í júlí s.l. mun hafa bent á að sá sem stóð að baki morðinu á Olof Palme forsætisráðherra Svía árið 1986 hafi verið hingað til óþekktur sænskur athafnamaður. 29.8.2012 06:32 Ríkisstjórnartal ótímabært François Hollande, forseti Frakklands, kallaði eftir því í gær að sýrlenskir uppreisnarmenn myndu sameinast í eina fylkingu. Frakkar myndu viðurkenna og standa með tímabundinni ríkisstjórn andspyrnunnar. Sundrung er milli uppreisnarhópa bæði í Sýrlandi og þeirra hópa sem eru í útlegð. 29.8.2012 11:00 Ósamræmi í landslagi Mars Sérfræðingar hjá bandarísku geimferðastofnuninni, NASA, hafa uppgötvað ósamræmi í landslaginu á Mars eftir að hafa skoðað myndir úr litmyndavél Curiosity, könnunarfarsins sem ekur nú um yfirborð rauðu plánetunnar. 29.8.2012 10:00 Hringbraut lokuð til austurs við JL húsið Hringbraut er nú lokuð til austurs við JL húsið vegna árekstrar sem þar varð fyrir skömmu síðan. Þar sem Hringbrautin er lokuð til austurs á þessu stað eru ekki miklar truflarnir á umferð á brautinni. Lögreglan segir að lokunin muni vara í skamman tíma og ætti brautin að opnast fljótlega. 29.8.2012 08:54 Íslenskur snekkjusmiður enn í varðhaldi Rúmlega fertugur íslenskur karlmaður situr í varðhaldi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, en honum er gert að sök að hafa falsað skjal í málaferlum sem hann höfðaði í landinu. Hann neitaði sök fyrir rétti í Dubai á mánudag. 29.8.2012 08:00 Þungfært um Sprengisand vegna snjókomu Þungfært varð um Sprengisand í gær vegna snjókomu, en enginn vegfarandi lenti þó í alvarlegum vandræðum og munu allir hafa komist leiðar sinnar. 29.8.2012 07:01 Ikea gæti átt í Hörpuhóteli Dótturfélag sænska húsgagnaframleiðandans Ikea gæti orðið einn eigenda fyrirhugaðs hótels sem reisa á við hlið Hörpu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Félagið ier í samstarfi við World Leisure Investment, sem keypti byggingarréttinn á lóðinni við hlið Hörpu, um að fjárfesta í hundrað hótelum í öllum helstu borgum Evrópu. Það sem aðallega hefur staðið í vegi fyrir aðkomu Ikea að byggingu hótelsins við Hörpu er að Ikea-samstæðan heimilar ekki fjárfestingar á Íslandi. 29.8.2012 07:00 Samþykkt með þorra atkvæða gegn 5 VG samþykkti 10. maí 2009 ályktun þar sem mælt var með því að mynduð yrði ríkisstjórn með Samfylkingu "á grundvelli þeirrar samstarfsyfirlýsingar sem nú liggur fyrir“. Ályktunin var samþykkt með þorra atkvæða gegn fimm, einn sat hjá. 29.8.2012 07:00 Tvö ungmenni hótuðu manni og tóku af honum bílinn Tveir 17 og 18 ára piltar tóku bíl af ungum manni í austurborginni í gærkvöldi með því að beita hann hótunum. 29.8.2012 06:55 Slasaðist þegar tvö bifhjól skullu saman Ökumaður bifhjóls slasaðist þegar hann rakst utan í annað bifhjól, sem ekið var samsíða honum í Breiðholti undir kvöld í gær. Bæði hjólin skullu í götuna, en ökumaður annars hjólsins slapp ómeiddur. 29.8.2012 06:48 ESB vomir yfir VG í kosningabaráttunni Flokksráð Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs (VG) fundaði um helgina. Fyrirfram höfðu verið skapaðar nokkrar væntingar um að nú yrði látið sverfa til stáls í málefnum er varða umsókn að ESB. Raunin varð önnur, samþykkt var ályktun um samskipti Íslands við þjóðir og þjóðabandalög þar sem umræðunni um samskipti Íslands og ESB er fagnað og hvatt til þess að hún haldi áfram. 29.8.2012 06:30 Vilja tafarlausar framkvæmdir Samtök iðnaðarins vara við því að ef nýframkvæmdir á íbúðamarkaði fari ekki af stað bráðlega sé hætta á því að til komi vöntun á íbúðum, jafnvel fyrr en áður var talið. 29.8.2012 06:00 Aðsókn að leikskólum og gæslu barna jókst eftir hrun Aðsókn að leikskólum og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar hefur aukist eftir hrun. Ýmsir óttuðust hið gagnstæða og að bágt efnahagsástand þýddi það að margir þyrftu að neita sér um þjónustuna. Mannekla er svipuð og verið hefur undanfarin ár. 29.8.2012 05:30 Áhersla á sambandið við Færeyjar ESB Ísland leggur mikla áherslu á að sambandið við Færeyjar sé varðveitt þrátt fyrir að til ESB-aðildar komi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samningsafstöðu Íslands varðandi utanríkistengsl, en samningsafstaða varðandi þann málaflokk annars vegar og um tollabandalag hins vegar var opinberuð í gær. 29.8.2012 05:00 Morðrannsókn hafin Frönsk dómsmálayfirvöld rannsaka nú fráfall Jassers Arafats, fyrrum leiðtoga Palestínu, til að fá úr því skorið hvort hann hafi verið myrtur. 29.8.2012 05:00 Bensen fannst í flugeldum Umhverfisstofnun mældi magn þrávirka efnisins hexaklórbensen í flugeldum og skotkökum níu innflytjenda. Í tveimur sýnishornum reyndist efnið vera yfir leyfilegu magni, en það var í flugeldum frá KR-flugeldum og Alvöru flugeldum. 29.8.2012 04:00 Ísak herjar á Bandaríkin Hitabeltisstormurinn Ísak var síðdegis í gær orðinn að fellibyl og stefndi að norðurströnd Mexíkóflóa, þar sem hann ógnaði íbúum í Louisiana og þremur öðrum ríkjum. 29.8.2012 02:00 Laus úr fangelsi en fer í klaustur Michelle Martin, eiginkona belgíska barnaníðingsins og barnamorðingjans Marc Dutroux, verður látin laus eftir að hafa afplánað tæpan helming af þrjátíu ára fangelsisdómi. 29.8.2012 01:00 Setja matarolíu á bílana sína Danir setja notaða matarolíu á bílana sína og hita húsin sín upp með henni. Þetta er hins vegar ólöglegt samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla. 29.8.2012 00:30 Sögð hafa sett sig sjálf í hættu „Ég tel þetta hafa verið slæman dag, ekki aðeins fyrir fjölskyldu okkar heldur fyrir mannréttindi, réttarríkið og einnig fyrir Ísraelsríki,“ sagði Cindy Corrie eftir að héraðsdómur í Ísrael hafði vísað á bug kröfu hennar og eiginmanns hennar, Craig. 29.8.2012 00:00 Íslensk kona fækkar fötum í Kanada út af hruninu - Ósátt við ný lög Íslenskri nektardansmær, ásamt fjölda annarra nektardansara, er gert að yfirgefa Kanada vegna breytinga á lögum þar í landi varðandi tímabundið landvistarleyfi. Rætt er við íslensku dansmærina í kandadíska fjölmiðlinum CBC en hún, ásamt 22 öðrum nektardansmærum, verður gert að yfirgefa landið í lok mánaðar. 28.8.2012 21:28 Glúmur stendur á bak við asísk þríhjól í miðbænum Það er Glúmur Baldvinsson sem stendur að baki Tuk Tuk þríhjóla að asískum hætti sem íbúar Reykjavíkurbograr hafa hugsanlega komið auga á í miðbænum síðastliðnar vikur. Í tilkynningu frá Glúmi segir að Þau Tuk Tuk sem flutt hafa verið til Reykjavíkur eru rafknúin ólíkt flestum þeim tækjum sem þeysa um götur Tælands, Sri Lanka, Indlands, Kína og víðar. 28.8.2012 20:45 Ökufantur um sextugt sakar lögreglu um valdníðslu og einelti Af einhverjum ástæðum eiga sumir ökumenn mjög erfitt með að virða hámarkshraða. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þetta eigi ekki bara við um unga ökumenn því þeir eldri og reyndari eru ekki alltaf bestu fyrirmyndirnar. 28.8.2012 18:27 Ölvaður maður reyndi að stela áfengi Lögregla var kölluð að vínbúðinni Austurstræti rétt fyrir klukkan tvö í dag. Þar hafði ölvaður maður reynt að stela áfengi og var stöðvaður utandyra. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann vistast þar til runnið er af honum. 28.8.2012 17:23 Vodafone afhendir ekki heldur gögn vegna nauðgunarrannsóknar Vodafone mun ekki heldur afhenda lögreglunni á Selfossi gögn sem símafyrirtækin voru krafin um vegna rannsóknar á nauðgun í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Þetta staðfestir Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi fyrirtækisins í samtali við Vísi. 28.8.2012 17:19 Obama hvetur íbúa til þess að flýja Barack Obama, bandaríkjaforseti, varaði íbúa, sem búa í borgum við Mexíkóflóa, við því að hitabeltisstormurinn Ísak, sem búist er við að verði að fellibyl á næstu klukkutímum, geti valdið gríðarlegum flóðum á svæðinu. 28.8.2012 15:49 Guðmundur í Brimi: Fiskurinn á sig sjálfur - ekki útgerðarfyrirtækin Guðmundur Kristjánsson forstjóri útgerðarfyrirtækisins Brims segir að búið sé að rugla þjóðina með umræðunni um eignarhaldið á kvótanum og fisknum í sjónum. 28.8.2012 15:21 Síminn liggur á gögnum sem gætu leyst nauðgunarmál Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í gær að Símanum er ekki nauðsynlegt að láta af hendi upplýsingar sem gætu nýst við lausn á nauðgunarmáli sem rannsakað er. 28.8.2012 15:10 Köttur forsætisráðherrans búinn að drepa sína fyrstu mús Á meðan David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er í sumarfríi er nóg að gera hjá heimiliskettinum Larry að Downing-stræti 10. Þessi fimm ára gamla læða hefur nefnilega drepið sína fyrstu mús frá því að hún flutti inn á heimili ásamt forsætisráðherra-hjónunum. Fjallað er um málið á blaðið Independent fjallar um drápið á vef sínum í dag. Þar staðfestir talsmaður Downings-strætis að kötturinn hafi drepið mús í morgun - sem þykir sæta stórtíðindum á heimilinu. 28.8.2012 13:35 Kannabis hefur mikil áhrif á heilann Þeir unglingar sem neyta kannabis eru líklegri til að vera með lægri greindarvísitölu en aðrir jafnaldrar sínir. Dagleg neysla á fíkniefninu hefur áhrif á geðheilbrigði fólks. Þetta er niðurstaða könnunar sem vísindamönnum í Duke-háskólanum í Bandaríkjunum á um þúsund einstaklingum. Þeir sem byrja að neita kannabisefna á unglingsaldri eru að meðaltali með átta stigum minna í greindarvísitölu en þeir sem gera það ekki. Þá hefur dagleg neysla mikil áhrif á heilann á þessum aldri þar sem hann er að mótast og þroskast. 28.8.2012 13:07 Legutíminn lengist á Landspítalanum Meðallegutími sjúklinga á Landspítalanum hefur lengst um þrjú til fjögur prósent á síðustu tveimur árum. Erfitt hefur reynst að útskrifa eldra fólk og geðsjúka á annað meðferðarform segir forstjórinn. 28.8.2012 13:05 Jón Bjarna: Steingrímur með of mikla einræðistilburði Jón Bjarnason þingmaður Vinstri Grænna segir þingmenn samfylkingarinnar beita frekju og yfirgangi með því að segja að ESB málið sé stjónarslitamál. VG sé komið langt út frá grunnstefnu sinni með því að keyra ESB umsóknarferlið áfram og honum finnst Steingrímur J Sigfússon formaður flokksins hafa sýnt of mikla einræðistilburði við stjórn flokksins. 28.8.2012 12:05 Sex stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli á fimm dögum Sex einstaklingar hafa verið stöðvaðir við landamæraeftirlit lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli undanfarna fimm daga með fölsuð skilríki eða án skilríkja við komu til landsins. Hluti þessa fólk hefur sótt um hæli hér á landi en aðrir hafa þegar hafið afplánun dóms vegna skjalafals. 28.8.2012 12:03 Sjá næstu 50 fréttir
Almennir borgarar falla í ónákvæmum árásum Uppreisnarmenn og öryggissveitir stjórnvalda í Sýrlandi verða að virða mannúðarlög sem mæla fyrir um að koma eigi í veg fyrir mannfall meðal óbreyttra borgara. Þetta segir í nýlegri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International. 29.8.2012 14:36
Misskilningur að flugvél hefði verið rænt Misskilningur milli flugmanns spænskrar farþegaþotu og flugturnar á Schiphol flugvelli í Hollandi varð til þess að óttast var að þota sem kom til lendingar hefði verið rænt og F-16 herþotur voru sendar til að taka á móti vélinni. 29.8.2012 14:01
Borguðu 50 evrur þrátt fyrir handtöku "Ég fékk bara hnút í magann yfir því að ég væri með menn sem stæðu í ólöglegum innflutningi,“ sagði leigubílstjóri á áttræðisaldri sem kom fyrir dómara í morgun í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl hingað til lands í apríl síðastliðnum. 29.8.2012 12:26
Fíkniefnahundurinn Nelson kom upp um smyglið Pólskir háskólamenntaðir karlmenn og einn leikskólakennari neita að hafa skipulagt umfangsmikið fíkniefnasmygl til landsins fyrr á þessu ári. Mennirnir eru ákærðir fyrir að smygla 8,5 kílóum af amfetamíni í sjampóbrúsum. 29.8.2012 11:53
Neita að hafa skipulagt umfangsmikið amfetamínsmygl Þrír pólskir karlmenn sem grunaðir eru um að hafa flutt inn 8,5 kíló af amfetamíni í sjampóbrúsum til landsins í apríl, neita allir að hafa skipulagt innflutning efnanna. Tveir mannanna voru handteknir í leigubíl eftir komuna til landsins en sá þriðji var handtekinn í Leifsstöð. 29.8.2012 10:47
Reyndu að selja íslenska konu mansali Ung íslensk kona fullyrðir að reynt hafi verið að selja hana mansali í vændishús í Brasilíu. Í viðtali við DV í dag segir hún að henni hafi á ævintýralegan hátt tekist að flýja undan Íslendingum í Amsterdam sem ætluu að selja hana manali. Fólkið avr handtekið eftir ábendingu konunnar en einn þeirrra sem sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsin er STeinar Aubertson sem var eftirlýstur af Interpol vegna fíkniefnamáls hér á landi. 29.8.2012 09:44
Truflanir á umferð um Suðurlandsveg vegna kvikmyndatöku Búast má við truflunum á umferð um Suðurlandsveg í dag. True Nort er með mikinn viðbúnað vegna kvikmyndatöku sem verður á Suðurlandsvegi við Hveradali í dag. Veginum verður lokað reglulega í dag vegna þessa. Bent er á að hjáleið um Þrengslaveg verður opin. 29.8.2012 09:23
Íbúar eins og fangar á lyftulausu heimili Íbúar í þjónustuíbúðum aldraðra komast ekki út úr húsi því eina lyfta hússins hefur verið biluð síðan á mánudag. „Það eru svo margir sem ekki geta farið stiga,“ segir Hrafnhildur Thors, fyrrverandi húsmóðir og 92 ára gamall íbúi í þjónustuíbúð Sunnuhlíðar við Kópavogsbraut 1A. Hún hefur búið í húsinu í rúmlega tíu ár og verður 93 ára gömul í september. 29.8.2012 09:00
Kartöflubændur of fáir fyrir markaðinn Íslenskum kartöflubændum hefur fækkað úr hundrað í þrjátíu á síðustu tíu árum. Næturfrost síðustu daga og þurrkar sumarsins munu hafa slæm áhrif á kartöfluuppskeru þessa árs hjá kartöflubændum, sérstaklega á Norðurlandi. Bergvin Jóhannsson, formaður Sambands kartöflubænda, segir það áhyggjuefni hversu fáir bændur eru eftir. 29.8.2012 09:00
Romney formlega valinn sem forsetaefni Repúblikana Mitt Romney hefur verið formlega valinn sem forsetaefni Repúblikanaflokksins á flokksþinginu sem nú stendur yfir í Flórída. Samhliða því var Poul Ryan valin varaforsetaefni flokksins. 29.8.2012 06:58
Fellibylurinn Ísak skellur á auðar götur New Orleans Fellibylurinn Ísak mun í dag skella á auðum götum borgarinnar New Orleans en Ísak náði landi í Louisiana snemma í nótt. 29.8.2012 06:51
Nokkrum milljónum var stolið frá Jarðböðum við Mývatn Lögreglan á Húsavík og rannsóknadeild lögreglunnar á Akureyri rannsaka nú stórþjófnað á skrifstofu Jarðbaðanna við Mývatn nýverið. 29.8.2012 06:35
Eva Rausing sagðist vita hver myrti Olof Palme Hin sterkefnaða Eva Rausing sem lést af ofstórum skammti eiturlyfja í júlí s.l. mun hafa bent á að sá sem stóð að baki morðinu á Olof Palme forsætisráðherra Svía árið 1986 hafi verið hingað til óþekktur sænskur athafnamaður. 29.8.2012 06:32
Ríkisstjórnartal ótímabært François Hollande, forseti Frakklands, kallaði eftir því í gær að sýrlenskir uppreisnarmenn myndu sameinast í eina fylkingu. Frakkar myndu viðurkenna og standa með tímabundinni ríkisstjórn andspyrnunnar. Sundrung er milli uppreisnarhópa bæði í Sýrlandi og þeirra hópa sem eru í útlegð. 29.8.2012 11:00
Ósamræmi í landslagi Mars Sérfræðingar hjá bandarísku geimferðastofnuninni, NASA, hafa uppgötvað ósamræmi í landslaginu á Mars eftir að hafa skoðað myndir úr litmyndavél Curiosity, könnunarfarsins sem ekur nú um yfirborð rauðu plánetunnar. 29.8.2012 10:00
Hringbraut lokuð til austurs við JL húsið Hringbraut er nú lokuð til austurs við JL húsið vegna árekstrar sem þar varð fyrir skömmu síðan. Þar sem Hringbrautin er lokuð til austurs á þessu stað eru ekki miklar truflarnir á umferð á brautinni. Lögreglan segir að lokunin muni vara í skamman tíma og ætti brautin að opnast fljótlega. 29.8.2012 08:54
Íslenskur snekkjusmiður enn í varðhaldi Rúmlega fertugur íslenskur karlmaður situr í varðhaldi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, en honum er gert að sök að hafa falsað skjal í málaferlum sem hann höfðaði í landinu. Hann neitaði sök fyrir rétti í Dubai á mánudag. 29.8.2012 08:00
Þungfært um Sprengisand vegna snjókomu Þungfært varð um Sprengisand í gær vegna snjókomu, en enginn vegfarandi lenti þó í alvarlegum vandræðum og munu allir hafa komist leiðar sinnar. 29.8.2012 07:01
Ikea gæti átt í Hörpuhóteli Dótturfélag sænska húsgagnaframleiðandans Ikea gæti orðið einn eigenda fyrirhugaðs hótels sem reisa á við hlið Hörpu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Félagið ier í samstarfi við World Leisure Investment, sem keypti byggingarréttinn á lóðinni við hlið Hörpu, um að fjárfesta í hundrað hótelum í öllum helstu borgum Evrópu. Það sem aðallega hefur staðið í vegi fyrir aðkomu Ikea að byggingu hótelsins við Hörpu er að Ikea-samstæðan heimilar ekki fjárfestingar á Íslandi. 29.8.2012 07:00
Samþykkt með þorra atkvæða gegn 5 VG samþykkti 10. maí 2009 ályktun þar sem mælt var með því að mynduð yrði ríkisstjórn með Samfylkingu "á grundvelli þeirrar samstarfsyfirlýsingar sem nú liggur fyrir“. Ályktunin var samþykkt með þorra atkvæða gegn fimm, einn sat hjá. 29.8.2012 07:00
Tvö ungmenni hótuðu manni og tóku af honum bílinn Tveir 17 og 18 ára piltar tóku bíl af ungum manni í austurborginni í gærkvöldi með því að beita hann hótunum. 29.8.2012 06:55
Slasaðist þegar tvö bifhjól skullu saman Ökumaður bifhjóls slasaðist þegar hann rakst utan í annað bifhjól, sem ekið var samsíða honum í Breiðholti undir kvöld í gær. Bæði hjólin skullu í götuna, en ökumaður annars hjólsins slapp ómeiddur. 29.8.2012 06:48
ESB vomir yfir VG í kosningabaráttunni Flokksráð Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs (VG) fundaði um helgina. Fyrirfram höfðu verið skapaðar nokkrar væntingar um að nú yrði látið sverfa til stáls í málefnum er varða umsókn að ESB. Raunin varð önnur, samþykkt var ályktun um samskipti Íslands við þjóðir og þjóðabandalög þar sem umræðunni um samskipti Íslands og ESB er fagnað og hvatt til þess að hún haldi áfram. 29.8.2012 06:30
Vilja tafarlausar framkvæmdir Samtök iðnaðarins vara við því að ef nýframkvæmdir á íbúðamarkaði fari ekki af stað bráðlega sé hætta á því að til komi vöntun á íbúðum, jafnvel fyrr en áður var talið. 29.8.2012 06:00
Aðsókn að leikskólum og gæslu barna jókst eftir hrun Aðsókn að leikskólum og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar hefur aukist eftir hrun. Ýmsir óttuðust hið gagnstæða og að bágt efnahagsástand þýddi það að margir þyrftu að neita sér um þjónustuna. Mannekla er svipuð og verið hefur undanfarin ár. 29.8.2012 05:30
Áhersla á sambandið við Færeyjar ESB Ísland leggur mikla áherslu á að sambandið við Færeyjar sé varðveitt þrátt fyrir að til ESB-aðildar komi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samningsafstöðu Íslands varðandi utanríkistengsl, en samningsafstaða varðandi þann málaflokk annars vegar og um tollabandalag hins vegar var opinberuð í gær. 29.8.2012 05:00
Morðrannsókn hafin Frönsk dómsmálayfirvöld rannsaka nú fráfall Jassers Arafats, fyrrum leiðtoga Palestínu, til að fá úr því skorið hvort hann hafi verið myrtur. 29.8.2012 05:00
Bensen fannst í flugeldum Umhverfisstofnun mældi magn þrávirka efnisins hexaklórbensen í flugeldum og skotkökum níu innflytjenda. Í tveimur sýnishornum reyndist efnið vera yfir leyfilegu magni, en það var í flugeldum frá KR-flugeldum og Alvöru flugeldum. 29.8.2012 04:00
Ísak herjar á Bandaríkin Hitabeltisstormurinn Ísak var síðdegis í gær orðinn að fellibyl og stefndi að norðurströnd Mexíkóflóa, þar sem hann ógnaði íbúum í Louisiana og þremur öðrum ríkjum. 29.8.2012 02:00
Laus úr fangelsi en fer í klaustur Michelle Martin, eiginkona belgíska barnaníðingsins og barnamorðingjans Marc Dutroux, verður látin laus eftir að hafa afplánað tæpan helming af þrjátíu ára fangelsisdómi. 29.8.2012 01:00
Setja matarolíu á bílana sína Danir setja notaða matarolíu á bílana sína og hita húsin sín upp með henni. Þetta er hins vegar ólöglegt samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla. 29.8.2012 00:30
Sögð hafa sett sig sjálf í hættu „Ég tel þetta hafa verið slæman dag, ekki aðeins fyrir fjölskyldu okkar heldur fyrir mannréttindi, réttarríkið og einnig fyrir Ísraelsríki,“ sagði Cindy Corrie eftir að héraðsdómur í Ísrael hafði vísað á bug kröfu hennar og eiginmanns hennar, Craig. 29.8.2012 00:00
Íslensk kona fækkar fötum í Kanada út af hruninu - Ósátt við ný lög Íslenskri nektardansmær, ásamt fjölda annarra nektardansara, er gert að yfirgefa Kanada vegna breytinga á lögum þar í landi varðandi tímabundið landvistarleyfi. Rætt er við íslensku dansmærina í kandadíska fjölmiðlinum CBC en hún, ásamt 22 öðrum nektardansmærum, verður gert að yfirgefa landið í lok mánaðar. 28.8.2012 21:28
Glúmur stendur á bak við asísk þríhjól í miðbænum Það er Glúmur Baldvinsson sem stendur að baki Tuk Tuk þríhjóla að asískum hætti sem íbúar Reykjavíkurbograr hafa hugsanlega komið auga á í miðbænum síðastliðnar vikur. Í tilkynningu frá Glúmi segir að Þau Tuk Tuk sem flutt hafa verið til Reykjavíkur eru rafknúin ólíkt flestum þeim tækjum sem þeysa um götur Tælands, Sri Lanka, Indlands, Kína og víðar. 28.8.2012 20:45
Ökufantur um sextugt sakar lögreglu um valdníðslu og einelti Af einhverjum ástæðum eiga sumir ökumenn mjög erfitt með að virða hámarkshraða. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þetta eigi ekki bara við um unga ökumenn því þeir eldri og reyndari eru ekki alltaf bestu fyrirmyndirnar. 28.8.2012 18:27
Ölvaður maður reyndi að stela áfengi Lögregla var kölluð að vínbúðinni Austurstræti rétt fyrir klukkan tvö í dag. Þar hafði ölvaður maður reynt að stela áfengi og var stöðvaður utandyra. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann vistast þar til runnið er af honum. 28.8.2012 17:23
Vodafone afhendir ekki heldur gögn vegna nauðgunarrannsóknar Vodafone mun ekki heldur afhenda lögreglunni á Selfossi gögn sem símafyrirtækin voru krafin um vegna rannsóknar á nauðgun í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Þetta staðfestir Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi fyrirtækisins í samtali við Vísi. 28.8.2012 17:19
Obama hvetur íbúa til þess að flýja Barack Obama, bandaríkjaforseti, varaði íbúa, sem búa í borgum við Mexíkóflóa, við því að hitabeltisstormurinn Ísak, sem búist er við að verði að fellibyl á næstu klukkutímum, geti valdið gríðarlegum flóðum á svæðinu. 28.8.2012 15:49
Guðmundur í Brimi: Fiskurinn á sig sjálfur - ekki útgerðarfyrirtækin Guðmundur Kristjánsson forstjóri útgerðarfyrirtækisins Brims segir að búið sé að rugla þjóðina með umræðunni um eignarhaldið á kvótanum og fisknum í sjónum. 28.8.2012 15:21
Síminn liggur á gögnum sem gætu leyst nauðgunarmál Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í gær að Símanum er ekki nauðsynlegt að láta af hendi upplýsingar sem gætu nýst við lausn á nauðgunarmáli sem rannsakað er. 28.8.2012 15:10
Köttur forsætisráðherrans búinn að drepa sína fyrstu mús Á meðan David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er í sumarfríi er nóg að gera hjá heimiliskettinum Larry að Downing-stræti 10. Þessi fimm ára gamla læða hefur nefnilega drepið sína fyrstu mús frá því að hún flutti inn á heimili ásamt forsætisráðherra-hjónunum. Fjallað er um málið á blaðið Independent fjallar um drápið á vef sínum í dag. Þar staðfestir talsmaður Downings-strætis að kötturinn hafi drepið mús í morgun - sem þykir sæta stórtíðindum á heimilinu. 28.8.2012 13:35
Kannabis hefur mikil áhrif á heilann Þeir unglingar sem neyta kannabis eru líklegri til að vera með lægri greindarvísitölu en aðrir jafnaldrar sínir. Dagleg neysla á fíkniefninu hefur áhrif á geðheilbrigði fólks. Þetta er niðurstaða könnunar sem vísindamönnum í Duke-háskólanum í Bandaríkjunum á um þúsund einstaklingum. Þeir sem byrja að neita kannabisefna á unglingsaldri eru að meðaltali með átta stigum minna í greindarvísitölu en þeir sem gera það ekki. Þá hefur dagleg neysla mikil áhrif á heilann á þessum aldri þar sem hann er að mótast og þroskast. 28.8.2012 13:07
Legutíminn lengist á Landspítalanum Meðallegutími sjúklinga á Landspítalanum hefur lengst um þrjú til fjögur prósent á síðustu tveimur árum. Erfitt hefur reynst að útskrifa eldra fólk og geðsjúka á annað meðferðarform segir forstjórinn. 28.8.2012 13:05
Jón Bjarna: Steingrímur með of mikla einræðistilburði Jón Bjarnason þingmaður Vinstri Grænna segir þingmenn samfylkingarinnar beita frekju og yfirgangi með því að segja að ESB málið sé stjónarslitamál. VG sé komið langt út frá grunnstefnu sinni með því að keyra ESB umsóknarferlið áfram og honum finnst Steingrímur J Sigfússon formaður flokksins hafa sýnt of mikla einræðistilburði við stjórn flokksins. 28.8.2012 12:05
Sex stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli á fimm dögum Sex einstaklingar hafa verið stöðvaðir við landamæraeftirlit lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli undanfarna fimm daga með fölsuð skilríki eða án skilríkja við komu til landsins. Hluti þessa fólk hefur sótt um hæli hér á landi en aðrir hafa þegar hafið afplánun dóms vegna skjalafals. 28.8.2012 12:03