Innlent

Reyndu að selja íslenska konu mansali

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Amsterdam.
Frá Amsterdam. mynd/ getty.
Ung íslensk kona fullyrðir að reynt hafi verið að selja hana mansali í vændishús í Brasilíu. Í viðtali við DV í dag segir hún að henni hafi á ævintýralegan hátt tekist að flýja undan Íslendingum í Amsterdam sem ætluðu að selja hana manali. Fólkið var handtekið eftir ábendingu konunnar en einn þeirrra sem sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins er Steinar Aubertson sem var eftirlýstur af Interpol vegna fíkniefnamáls hér á landi.

Konan hefur upplifað miklar hörmungar að undanförnu. „Ég er búin að vera í mjög slæmum málum í sumar. Var í neyslu, það er búið að vera mikið um áföll í fjölskyldunni og ég var komin inn í einhvern nýjan vinahóp. Þar kynntist ég strák sem ég náði mjög vel saman við. Hann vissi alveg í hvaða stöðu ég var, en ég var flutt út frá kærastanum mínum og var svona svolítið á hrakhólum. Ég var að bíða eftir að komast í meðferð og var búin að bíða í einar sex vikur. Ég var alveg að gefast upp á þessu og fannst ég vera baggi allsstaðar," segir konan í samtali við DV.

Hún fór með manninum í ferð. Hún hélt að þau væru að fara til Spánar en í raun voru þau að fara til Grænlands. Þaðan fóru þau svo til Amsterdam þar sem Íslendingar tóku á móti henni. Það var þá sem að það rann upp fyrir henni að fólkið myndi ekki sleppa henni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×