Innlent

Nokkrum milljónum var stolið frá Jarðböðum við Mývatn

Lögreglan á Húsavík og rannsóknadeild lögreglunnar á Akureyri rannsaka nú stórþjófnað á skrifstofu Jarðbaðanna við Mývatn nýverið.

Þar komst þjófur, eða þjófar inn, með því að spenna upp hurðir. Á skrifstofunni fundu þeir lykil að peningaskáp , sem þar er, opnuðu hann og höfðu á brott með sér nokkrar milljónir króna í reiðufé.

Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hafa margir verið yfirheyrðir vegna málsins, en engin handtekinn. Grunur mun meðal annars beinast að þekktum brotamönnum af höfuðborgarsvæðinu, sem voru á ferð fyrir norðan um svipað leiti og þjófnaðurinn var framinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×