Erlent

Fellibylurinn Ísak skellur á auðar götur New Orleans

Fellibylurinn Ísak mun í dag skella á auðum götum borgarinnar New Orleans en Ísak náði landi í Louisiana snemma í nótt.

Búið er að loka endurbyggðum flóðavörnum borgarinnar og eru menn bjartsýnir á að þær muni halda þegar Ísak fer þarna yfir.

Nú eru nákvæmlega 7 ár liðin frá því að fellibylurinn Katrina skall á borginni og eyðilagði stóra hluta hennar. Ísak er hinsvegar ekki nándar nærri eins öflugur og Katrina var en honum fylgir mikið úrhelli og hann hefur valdið víðtæku rafmagnsleysi í Lousiana og Mississippi. Talið er að um 200.000 heimili á þessum slóðum séu án rafmagns vegna Ísaks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×