Innlent

Guðmundur í Brimi: Fiskurinn á sig sjálfur - ekki útgerðarfyrirtækin

Guðmundur Kristjánsson forstjóri útgerðarfyrirtækisins Brims segir að búið sé að rugla þjóðina með umræðunni um eignarhaldið á kvótanum og fisknum í sjónum.
Guðmundur Kristjánsson forstjóri útgerðarfyrirtækisins Brims segir að búið sé að rugla þjóðina með umræðunni um eignarhaldið á kvótanum og fisknum í sjónum.
Guðmundur Kristjánsson forstjóri útgerðarfyrirtækisins Brims segir að búið sé að rugla þjóðina með umræðunni um eignarhaldið á kvótanum og fisknum í sjónum.

Í viðtali við Útvegsblaðið segir hann að lýðskrumarar, eins og hann tekur til orða, finnist gaman að fara á þing og blaðra um hvorki eitt né neitt. Það sama eigi við um blaða- og fréttamenn.

Í viðtalinu segir hann að fiskurinn eigi sig sjálfur í sjónum. Þó útgerðarfyrirtækin eigi kvóta, á það ekki fiskinn í sjónum frekar en nokkur annar.

„Ég held að illt umtal um sjávarútveginn byggist á gamalli öfund. Það hefur verið svo í áratugi að ákveðnir þjóðfélagshópar hafa alltaf haft horn í síðu sjávarútvegsins og kannski má jafnvel fara nokkur hundruð ár aftur í tímann því lengst af var reynt að sporna við uppbyggingu sjávarútvegsþorpa á Íslandi," segir Guðmundur í blaðinu.

Hægt er að lesa viðtalið við Guðmund í Brimi í Útvegsblaðinu hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×